„Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“ Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2024 10:46 Kolfreyja Sól hefur misst tvær vinkonur á stuttum tíma úr ópióíðaneyslu. Hún vill að meira sér gert til að koma í veg fyrir andlát og til að aðstoða fólk sem vill hætta. Vísir/Vilhelm Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð. „Ég er búin að vera edrú í ár og það hefði aldrei tekist hefði ég ekki komist inn á Hlaðgerðarkot. Það bjargaði lífi mínu að komast þangað inn. Þess vegna finnst mér alveg fáránlegt að meðferðarheimili á Íslandi fái ekki nægilegt fjármagn og að við þurfum tvisvar á ári að selja álfa til að standa undir þessari grunnþjónustu,“ segir Kolfreyja Sól. Auk þess að starfa sem stuðningsfulltrúi er hún rapptónlistarkona og hefur haft mikinn áhuga á því frá barnsaldri. Listamannsnafnið hennar er Alaska 1867. Kolfreyja Sól, ásamt fleirum, ávarpar samstöðufund Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra, SAOF, síðdegis í dag. Fundurinn fer fram á Austurvelli og kalla samtökin eftir því að stjórnvöld bregðist við „skelfilegu ástandi í samfélaginu“ og leggi meira fjármagn í bæði meðferðarstofnanir og skaðaminnkandi úrræði. Samtökin leggja fram á viðburðinum neyðarkall til stjórnvalda og krefjast þess að SÁÁ, Hlaðgerðarkot, Krýsuvík, Foreldrahús og Frú Ragnheiður verði tryggt það fjármagn sem þau þurfa svo að rekstur þeirra gangi upp. Þá er þess krafist að Sjúkratryggingar Íslands og SÁÁ geri með sér nýjan samning og að SÍ greiði fyrir viðhaldsmeðferð allra þeirra sem þurfa á henni að halda. Á mælendaskrá fundarins verða til dæmis, auk Kolfreyju Sólar, Gunnar Ingi Valgeirsson sem heldur út hlaðvarpinu Lífið á biðlista, Ólafur Ólafsson sem rekur áfangaheimilið Draumasetrið, Sigmar Guðmundsson alþingismaður, Inga Hrönn baráttukona fyrir málstað fíknisjúkra, Tinna Guðrún Barkardóttir, fíkniráðgjafi sem heldur úti hlaðvarpinu Sterk saman, og svo að lokum Halla Björg Albertsdóttir, baráttukona og fíkill í bata. Leiðin hröð niður á við Kolfreyja Sól byrjaði eins og margir aðrir að fikta við áfengi á unglingsaldri. Hún segir að leiðin niður á við hafi verið ansi hröð eftir það. Þremur árum síðar, þá 19 ára, prófaði hún svo fyrst ópíóíða og var orðin heimilislaus ári síðar og farin að sprauta sig. 22 ára náði hún svo loks að hætta og er enn í bata í dag. „Þetta gerðist svo hratt. Aðgengið að þessum lyfjum er svo mikið. Ég keypti þetta bara í einhverju appi. Ég var ekkert í slæmum félagsskap eða neitt þannig. Ég var byrjuð að drekka og djammaði svolítið og tók svo einhverja skyndiákvörðun að prófa ópíóíða. Leiðin lá hratt niður á við eftir það.“ Er þetta öðruvísi víma og fíkn? „Þessi þráhyggja sem fylgir er rosaleg. Það eru hræðileg fráhvörf og fyrir mig var þetta allt annað en ég hafði prófað. Þetta er auðvitað rosalega sterkt verkjalyf og mér, unglingi í sársauka, fannst það mjög næs að fá þannig lausn á mínum vanda. En svo verða fráhvörfin svo mikil að þú ferð að ræna og stela til að fá meir. Það var ekkert planið mitt þegar ég var 16 ára að byrja drekka að ég myndi enda heimilislaus,“ segir Kolfreyja Sól. Kolfreyja Sól Bogadóttir segir líf sitt hafa tekið stakkaskiptum síðasta árið. Vísir/Vilhelm Hún segir það samt lýsa því vel hversu mikill sjúkdómur þetta er. „Ég var bara í Kvennó og var að standa mig vel og svo prufaði ég þetta. Ég hafði ekki sýnt nein einkenni þessa sjúkdóms áður en þetta efni býr til alkóhólista. Ég er sönnun fyrir því að meðferðarheimili bjarga lífum. Ég var heimilislaus og að sprauta mig áður en ég fór inn á Hlaðgerðarkot. Ég fann svo mikla hjálp þar sem ég þurfti á að halda. Ég er bara 24 ára og var komin í rosalega alvarlega ópíóíðaneyslu á rosalega stuttum tíma.“ Heimilislaus í ár Kolfreyja Sól var heimilislaus í um eitt ár en rataði nokkrum sinnum á þeim tíma inn á Vog. „En það gerðist ekkert fyrr en ég komst í langtímameðferð. Ég þurfti tíma og þolinmæði til að virkilega breyta einhverju í mínu lífi. Það þarf meira en tíu daga,“ segir Kolfreyja Sól en afvötnun á Vogi er tíu dagar. „Ég var bara með þráhyggju í efnin mín í mánuð eftir að ég kom á Hlaðgerðarkot. Ég er svo þakklát að ég hélst þar inni því þetta er ekkert grín. Lífið sem ég á í dag er alveg fáránlegt. Ég er stuðningsfulltrúi í grunnskóla og stend mig ótrúlega vel. Það er bara hægt því ég fór í langtímameðferð.“ Finnst þér erfitt að opna þig núna um þetta? „Ég er kannski ekkert mikið búin að vera að tala um þetta. Mér finnst ótrúlega næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus. Nú er ég bara eðlileg manneskja í samfélaginu. Ég er ekkert endilega að fela neitt, en þetta er þannig samt að fólk verður smá skrítið þegar ég minnist á þetta í dag. Því það sést ekkert endilega á mér í dag að ég hafi verið í svona neyslu.“ Hún segir fjölskyldu sína hafa alveg gefist upp á sér á á meðan hún var í neyslu. Kolfreyja Sól segir að hún hefði aldrei getað hætt að neyta ópíóíða ef hún hefði ekki komist í langtímameðferð. Tíu daga afvötnun á Vogi dugi ekki eftir slíka neyslu. Vísir/Vilhelm „Ég er samt eiginlega fegin að þau gerðu það því ef þau hefði ekki lokað á mig hefði ég kannski ekki fundið minn botn. Ég þekki mjög marga á mínum aldri sem hafa dáið úr oxy-neyslu. Það er svo fáránlega sorglegt að sjá það,“ segir hún. Henni finnist heilbrigðisyfirvöld ekki taka þessu nægilega alvarlega. Bið eftir aðstoð sé of löng fyrir fólk sem glími við alvarlegan og flókinn vanda. Sjálf hafi hún notið forgangs vegna aldurs og hafi aðeins þurft að bíða í mánuð eftir því að komast í meðferð. „Þegar ferillinn er lengri í neyslu þá þarf fólk að bíða lengur. Glugginn er svo lítill. Fólk er kannski í örvæntingu en fær svo bara svar um að það sé laust pláss eftir níu mánuði.“ Langtímamaðferðin lykilatriði Það skortir ekki svörin þegar Kolfreyja Sól er spurð hvar hún telji að verja eigi meiri peningum í þessum málaflokki. „Það væri hægt að byrja á Vogi og fjölga möguleikum fólks á langtímameðferðum. Svo vantar fleiri áfangaheimili.“ Auk þess vanti meiri stuðning fyrir fólk þegar það lýkur meðferð. Eitthvað sem grípi þau. „Fólk fer á Vog og kannski Vík og svo er bara ekkert. Þeim er sagt að spjara sig en fólk sem hefur verið í neyslu á ekkert endilega gott bakland. Mörg eru búin að brenna allar brýr að baki sér og hafa engan þegar þau loks eru að reyna að gera betur.“ Samstöðufundur SAOF hefst klukkan 16 í dag og stendur til klukkan 18. „Ég hvet alla til að koma á fundinn. Hver rödd skiptir ótrúlega miklu máli. Ég held að við séum öll aðstandendur á einhvern hátt. Það er hægt að bjarga svo mörgum lífum. Ég er búin að missa tvær vinkonur á seinasta árinu úr morfínneyslu. Mjög flottar stelpur sem voru alls ekki lengi í neyslu. Ungar og flottar stelpur. Fólk er með svo mikla fordóma fyrir þessari neyslu. Að það séu bara „ógeðslegir dópistar“ sem nota þessi efni. En það myndi koma fólki verulega á óvart hvað það er mikið af bara „eðlilegu fólki“ sem er að misnota þessi efni,“ segir hún og viðurkennir að það hafi komið henni sjálfri á óvart. „Það eru miklu fleiri en maður heldur að þjást. Ekki bara vandræðaunglingar í Adidas-peysum eða einhverjir gamlir karlar. Það er engin stereótýpa.“ Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Reykjavík SÁÁ Meðferðarheimili Tengdar fréttir Peningarnir hans Willums í baráttunni við eitrið Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. 2. apríl 2024 06:45 „Fólk deyr bara á biðlistum“ Efnt var til minningarstundar í dómkirkjunni síðdegis í dag um þau sem látist hafa úr fíknisjúkdómi. Varaformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir fólk deyja á biðlistum meðan stjórnvöld setji ekki fjármagn í málaflokkinn og marki sér ekki. 26. mars 2024 21:09 Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar falleinkunn fyrir heilbrigðisyfirvöld Ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum sem snúa að ópíóðafíkn og öðrum fíknivanda. Þetta er eitt af því sem fram kemur í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum. Þingmaður Viðreisnar segir skýrsluna falleinkun fyrir stjórnvöld. 20. mars 2024 13:27 Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. 20. mars 2024 11:38 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
„Ég er búin að vera edrú í ár og það hefði aldrei tekist hefði ég ekki komist inn á Hlaðgerðarkot. Það bjargaði lífi mínu að komast þangað inn. Þess vegna finnst mér alveg fáránlegt að meðferðarheimili á Íslandi fái ekki nægilegt fjármagn og að við þurfum tvisvar á ári að selja álfa til að standa undir þessari grunnþjónustu,“ segir Kolfreyja Sól. Auk þess að starfa sem stuðningsfulltrúi er hún rapptónlistarkona og hefur haft mikinn áhuga á því frá barnsaldri. Listamannsnafnið hennar er Alaska 1867. Kolfreyja Sól, ásamt fleirum, ávarpar samstöðufund Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra, SAOF, síðdegis í dag. Fundurinn fer fram á Austurvelli og kalla samtökin eftir því að stjórnvöld bregðist við „skelfilegu ástandi í samfélaginu“ og leggi meira fjármagn í bæði meðferðarstofnanir og skaðaminnkandi úrræði. Samtökin leggja fram á viðburðinum neyðarkall til stjórnvalda og krefjast þess að SÁÁ, Hlaðgerðarkot, Krýsuvík, Foreldrahús og Frú Ragnheiður verði tryggt það fjármagn sem þau þurfa svo að rekstur þeirra gangi upp. Þá er þess krafist að Sjúkratryggingar Íslands og SÁÁ geri með sér nýjan samning og að SÍ greiði fyrir viðhaldsmeðferð allra þeirra sem þurfa á henni að halda. Á mælendaskrá fundarins verða til dæmis, auk Kolfreyju Sólar, Gunnar Ingi Valgeirsson sem heldur út hlaðvarpinu Lífið á biðlista, Ólafur Ólafsson sem rekur áfangaheimilið Draumasetrið, Sigmar Guðmundsson alþingismaður, Inga Hrönn baráttukona fyrir málstað fíknisjúkra, Tinna Guðrún Barkardóttir, fíkniráðgjafi sem heldur úti hlaðvarpinu Sterk saman, og svo að lokum Halla Björg Albertsdóttir, baráttukona og fíkill í bata. Leiðin hröð niður á við Kolfreyja Sól byrjaði eins og margir aðrir að fikta við áfengi á unglingsaldri. Hún segir að leiðin niður á við hafi verið ansi hröð eftir það. Þremur árum síðar, þá 19 ára, prófaði hún svo fyrst ópíóíða og var orðin heimilislaus ári síðar og farin að sprauta sig. 22 ára náði hún svo loks að hætta og er enn í bata í dag. „Þetta gerðist svo hratt. Aðgengið að þessum lyfjum er svo mikið. Ég keypti þetta bara í einhverju appi. Ég var ekkert í slæmum félagsskap eða neitt þannig. Ég var byrjuð að drekka og djammaði svolítið og tók svo einhverja skyndiákvörðun að prófa ópíóíða. Leiðin lá hratt niður á við eftir það.“ Er þetta öðruvísi víma og fíkn? „Þessi þráhyggja sem fylgir er rosaleg. Það eru hræðileg fráhvörf og fyrir mig var þetta allt annað en ég hafði prófað. Þetta er auðvitað rosalega sterkt verkjalyf og mér, unglingi í sársauka, fannst það mjög næs að fá þannig lausn á mínum vanda. En svo verða fráhvörfin svo mikil að þú ferð að ræna og stela til að fá meir. Það var ekkert planið mitt þegar ég var 16 ára að byrja drekka að ég myndi enda heimilislaus,“ segir Kolfreyja Sól. Kolfreyja Sól Bogadóttir segir líf sitt hafa tekið stakkaskiptum síðasta árið. Vísir/Vilhelm Hún segir það samt lýsa því vel hversu mikill sjúkdómur þetta er. „Ég var bara í Kvennó og var að standa mig vel og svo prufaði ég þetta. Ég hafði ekki sýnt nein einkenni þessa sjúkdóms áður en þetta efni býr til alkóhólista. Ég er sönnun fyrir því að meðferðarheimili bjarga lífum. Ég var heimilislaus og að sprauta mig áður en ég fór inn á Hlaðgerðarkot. Ég fann svo mikla hjálp þar sem ég þurfti á að halda. Ég er bara 24 ára og var komin í rosalega alvarlega ópíóíðaneyslu á rosalega stuttum tíma.“ Heimilislaus í ár Kolfreyja Sól var heimilislaus í um eitt ár en rataði nokkrum sinnum á þeim tíma inn á Vog. „En það gerðist ekkert fyrr en ég komst í langtímameðferð. Ég þurfti tíma og þolinmæði til að virkilega breyta einhverju í mínu lífi. Það þarf meira en tíu daga,“ segir Kolfreyja Sól en afvötnun á Vogi er tíu dagar. „Ég var bara með þráhyggju í efnin mín í mánuð eftir að ég kom á Hlaðgerðarkot. Ég er svo þakklát að ég hélst þar inni því þetta er ekkert grín. Lífið sem ég á í dag er alveg fáránlegt. Ég er stuðningsfulltrúi í grunnskóla og stend mig ótrúlega vel. Það er bara hægt því ég fór í langtímameðferð.“ Finnst þér erfitt að opna þig núna um þetta? „Ég er kannski ekkert mikið búin að vera að tala um þetta. Mér finnst ótrúlega næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus. Nú er ég bara eðlileg manneskja í samfélaginu. Ég er ekkert endilega að fela neitt, en þetta er þannig samt að fólk verður smá skrítið þegar ég minnist á þetta í dag. Því það sést ekkert endilega á mér í dag að ég hafi verið í svona neyslu.“ Hún segir fjölskyldu sína hafa alveg gefist upp á sér á á meðan hún var í neyslu. Kolfreyja Sól segir að hún hefði aldrei getað hætt að neyta ópíóíða ef hún hefði ekki komist í langtímameðferð. Tíu daga afvötnun á Vogi dugi ekki eftir slíka neyslu. Vísir/Vilhelm „Ég er samt eiginlega fegin að þau gerðu það því ef þau hefði ekki lokað á mig hefði ég kannski ekki fundið minn botn. Ég þekki mjög marga á mínum aldri sem hafa dáið úr oxy-neyslu. Það er svo fáránlega sorglegt að sjá það,“ segir hún. Henni finnist heilbrigðisyfirvöld ekki taka þessu nægilega alvarlega. Bið eftir aðstoð sé of löng fyrir fólk sem glími við alvarlegan og flókinn vanda. Sjálf hafi hún notið forgangs vegna aldurs og hafi aðeins þurft að bíða í mánuð eftir því að komast í meðferð. „Þegar ferillinn er lengri í neyslu þá þarf fólk að bíða lengur. Glugginn er svo lítill. Fólk er kannski í örvæntingu en fær svo bara svar um að það sé laust pláss eftir níu mánuði.“ Langtímamaðferðin lykilatriði Það skortir ekki svörin þegar Kolfreyja Sól er spurð hvar hún telji að verja eigi meiri peningum í þessum málaflokki. „Það væri hægt að byrja á Vogi og fjölga möguleikum fólks á langtímameðferðum. Svo vantar fleiri áfangaheimili.“ Auk þess vanti meiri stuðning fyrir fólk þegar það lýkur meðferð. Eitthvað sem grípi þau. „Fólk fer á Vog og kannski Vík og svo er bara ekkert. Þeim er sagt að spjara sig en fólk sem hefur verið í neyslu á ekkert endilega gott bakland. Mörg eru búin að brenna allar brýr að baki sér og hafa engan þegar þau loks eru að reyna að gera betur.“ Samstöðufundur SAOF hefst klukkan 16 í dag og stendur til klukkan 18. „Ég hvet alla til að koma á fundinn. Hver rödd skiptir ótrúlega miklu máli. Ég held að við séum öll aðstandendur á einhvern hátt. Það er hægt að bjarga svo mörgum lífum. Ég er búin að missa tvær vinkonur á seinasta árinu úr morfínneyslu. Mjög flottar stelpur sem voru alls ekki lengi í neyslu. Ungar og flottar stelpur. Fólk er með svo mikla fordóma fyrir þessari neyslu. Að það séu bara „ógeðslegir dópistar“ sem nota þessi efni. En það myndi koma fólki verulega á óvart hvað það er mikið af bara „eðlilegu fólki“ sem er að misnota þessi efni,“ segir hún og viðurkennir að það hafi komið henni sjálfri á óvart. „Það eru miklu fleiri en maður heldur að þjást. Ekki bara vandræðaunglingar í Adidas-peysum eða einhverjir gamlir karlar. Það er engin stereótýpa.“
Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Reykjavík SÁÁ Meðferðarheimili Tengdar fréttir Peningarnir hans Willums í baráttunni við eitrið Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. 2. apríl 2024 06:45 „Fólk deyr bara á biðlistum“ Efnt var til minningarstundar í dómkirkjunni síðdegis í dag um þau sem látist hafa úr fíknisjúkdómi. Varaformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir fólk deyja á biðlistum meðan stjórnvöld setji ekki fjármagn í málaflokkinn og marki sér ekki. 26. mars 2024 21:09 Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar falleinkunn fyrir heilbrigðisyfirvöld Ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum sem snúa að ópíóðafíkn og öðrum fíknivanda. Þetta er eitt af því sem fram kemur í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum. Þingmaður Viðreisnar segir skýrsluna falleinkun fyrir stjórnvöld. 20. mars 2024 13:27 Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. 20. mars 2024 11:38 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Peningarnir hans Willums í baráttunni við eitrið Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. 2. apríl 2024 06:45
„Fólk deyr bara á biðlistum“ Efnt var til minningarstundar í dómkirkjunni síðdegis í dag um þau sem látist hafa úr fíknisjúkdómi. Varaformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir fólk deyja á biðlistum meðan stjórnvöld setji ekki fjármagn í málaflokkinn og marki sér ekki. 26. mars 2024 21:09
Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar falleinkunn fyrir heilbrigðisyfirvöld Ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum sem snúa að ópíóðafíkn og öðrum fíknivanda. Þetta er eitt af því sem fram kemur í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum. Þingmaður Viðreisnar segir skýrsluna falleinkun fyrir stjórnvöld. 20. mars 2024 13:27
Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. 20. mars 2024 11:38