Stjórnarformaðurinn getur ekki tjáð sig Árni Sæberg skrifar 5. apríl 2024 12:21 Arnar Þór Másson er stjórnarformaður Marels. Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marels, segist ekki geta tjáð sig um samþykkt á yfirtökutilboði JBT í Marel. Marel tilkynnti í morgun að stjórn félagsins hefði undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um. Yfirtökutilboðið, sem felur í sér valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut, verði lagt fram í maí næstkomandi og gert ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok. Ljóst er að um er að ræða einar stærstu viðskiptafréttir síðari ára enda er með samkomulaginu verið að selja bandarísku félagi fyrirtæki, sem kallað hefur verið óskabarn þjóðarinnar og var í fjölda ára stærsta félag íslensku kauphallarinnar. Verður áfram íslenskt, allavega að hluta Í tilkynningu um samkomulagið segir þó að evrópskar höfuðstöðvar sameinaðs félags, sem muni heita JBT Marel Corporation, verði áfram í Garðabæ. Sameinað félag verði áfram skráð í kauphöllinni í New York (e. New York Stock Exchange, NYSE) en til viðbótar verði óskað eftir tvískráningu á Nasdaq á Íslandi sem verður virk við frágang viðskiptanna. Þá muni fjórir óháðir stjórnamenn Marels fá sæti í stjórn sameinaðs félags og stjórnendur komi frá báðum félögum. Getur ekki tjáð sig Tilkynning um samkomulagið er ítarleg og samkomulagið í heild sinni verður birt hér síðar í dag, að öllum líkindum við opnun markaða í Bandaríkjunum. Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marels, segir í samtali við Vísi að Marel sé skráð félag og allir þurfi að búa yfir sömu upplýsingum. Því geti hann ekki tjáð sig umfram það sem haft er eftir honum í tilkynningu. Marel Kaup og sala fyrirtækja Bandaríkin Tengdar fréttir Stórum hluthafa í Marel snýst hugur og styður nú yfirtökutilboð JBT Adam Epstein, sem fer fyrir vogunarsjóði sem er einn stærsti erlendi hluthafi Marels, styður yfirtökutilboð John Bean Technologies (JBT) í núverandi mynd. Þegar bandaríska matvælatæknifyrirtækið lagði fyrst fram tilboð sitt var hann algerlega andvígur því. 5. apríl 2024 10:53 Samkomulag í höfn um skilmála yfirtökutilboðs JBT í allt hlutafé í Marel Marel hefur undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um. Yfirtökutilboðið, sem felur í sér valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut, verði lagt fram í maí næstkomandi og gert ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok. 5. apríl 2024 07:06 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Marel tilkynnti í morgun að stjórn félagsins hefði undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um. Yfirtökutilboðið, sem felur í sér valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut, verði lagt fram í maí næstkomandi og gert ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok. Ljóst er að um er að ræða einar stærstu viðskiptafréttir síðari ára enda er með samkomulaginu verið að selja bandarísku félagi fyrirtæki, sem kallað hefur verið óskabarn þjóðarinnar og var í fjölda ára stærsta félag íslensku kauphallarinnar. Verður áfram íslenskt, allavega að hluta Í tilkynningu um samkomulagið segir þó að evrópskar höfuðstöðvar sameinaðs félags, sem muni heita JBT Marel Corporation, verði áfram í Garðabæ. Sameinað félag verði áfram skráð í kauphöllinni í New York (e. New York Stock Exchange, NYSE) en til viðbótar verði óskað eftir tvískráningu á Nasdaq á Íslandi sem verður virk við frágang viðskiptanna. Þá muni fjórir óháðir stjórnamenn Marels fá sæti í stjórn sameinaðs félags og stjórnendur komi frá báðum félögum. Getur ekki tjáð sig Tilkynning um samkomulagið er ítarleg og samkomulagið í heild sinni verður birt hér síðar í dag, að öllum líkindum við opnun markaða í Bandaríkjunum. Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marels, segir í samtali við Vísi að Marel sé skráð félag og allir þurfi að búa yfir sömu upplýsingum. Því geti hann ekki tjáð sig umfram það sem haft er eftir honum í tilkynningu.
Marel Kaup og sala fyrirtækja Bandaríkin Tengdar fréttir Stórum hluthafa í Marel snýst hugur og styður nú yfirtökutilboð JBT Adam Epstein, sem fer fyrir vogunarsjóði sem er einn stærsti erlendi hluthafi Marels, styður yfirtökutilboð John Bean Technologies (JBT) í núverandi mynd. Þegar bandaríska matvælatæknifyrirtækið lagði fyrst fram tilboð sitt var hann algerlega andvígur því. 5. apríl 2024 10:53 Samkomulag í höfn um skilmála yfirtökutilboðs JBT í allt hlutafé í Marel Marel hefur undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um. Yfirtökutilboðið, sem felur í sér valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut, verði lagt fram í maí næstkomandi og gert ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok. 5. apríl 2024 07:06 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Stórum hluthafa í Marel snýst hugur og styður nú yfirtökutilboð JBT Adam Epstein, sem fer fyrir vogunarsjóði sem er einn stærsti erlendi hluthafi Marels, styður yfirtökutilboð John Bean Technologies (JBT) í núverandi mynd. Þegar bandaríska matvælatæknifyrirtækið lagði fyrst fram tilboð sitt var hann algerlega andvígur því. 5. apríl 2024 10:53
Samkomulag í höfn um skilmála yfirtökutilboðs JBT í allt hlutafé í Marel Marel hefur undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um. Yfirtökutilboðið, sem felur í sér valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut, verði lagt fram í maí næstkomandi og gert ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok. 5. apríl 2024 07:06