Ríkisstjórnin hafi ekki nema sólarhring til að ráða ráðum sínum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. apríl 2024 14:40 Dagur segir stjórnarflokkanna ekki hafa nema næsta sólarhringinn til að koma sér saman. Vísir/Samsett Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum. Í færslu sem hann birti í dag á síðu sína á Facebook segir hann að gengið sé út frá því að þrátt fyrir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra biðjist lausnar á morgun og hefji kosningabaráttu til forseta geti stjórnarflokkarnir haldið áfram fundarhöldum til að finna út úr framhaldinu með landið forsætisráðherralaust. Dagur spyr sig: „Er það svo?“ „Samkvæmt mínum bókum gerir stjórnskipanin ráð fyrir því að þegar forsætisráðherra biðjist lausnar þá geri viðkomandi það ekki aðeins fyrir sína hönd heldur viðkomandi ríkisstjórnar. Oftast er um að ræða að þetta sé í aðdraganda snemmbúinna kosninga (eða að stjórnin hafi misst meirihluta sinn á þingi) og situr þá ríkisstjórnin (iðulega óbreytt) sem starfsstjórn fram að kosningum, að beiðni forseta,“ skrifar Dagur. Degi sýnist tímafrestur stjórnmálaflokkanna á þingi vera mjög skammur. Í núverandi stöðu þurfi annað tveggja að vera fyrir hendi þegar forsætisráðherra biðst lausnar. Skýr samstaða stjórnarflokkanna um skipun nýrrar ríkisstjórnar þar sem forseti setur strax annan einstakling í embætti forsætisráðherra. Eða þá að forseti veiti lausnarbeiðni forsætisráðherra viðtöku og óskar eftir því að fráfarandi forsætisráðherra leiði starfsstjórn þar til samstaða hefur náðst um annan forsætisráðherra. „Landið getur einfaldlega ekki verið forsætisráðherralaust,“ skrifar Dagur. Málið í höndum forseta annars Hann segist ekki efast um það að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sé „í þessum töluðu orðum“ að kortleggja þær stöður sem geti komið upp. Formlega sé verkstjórnin komin í hendur forseta Íslands ef forsætisráðherra biðst lausnar án þess að skýr tillaga um nýja ríkisstjórn liggi fyrir. „Stjórnarskráin virðist vissulega veita forseta vald til að rjúfa þing og boða til kosninga ef hún er lesin bókstaflega. Það er ekki líklegt að sitjandi forseti bregði á það ráð - en skemmst er að minnast þess að fyrrverandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson beitti þessari grein (amk óbeint) þegar hann neitaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þáverandi forsætisráðherra um það að rjúfa þing og boða til kosninga í kjölfar Panama-skjalanna,“ skrifar hann. „Illa gert“ að draga stjórnarmyndun á langinn Jafnframt segir hann stjórnarmyndunarferli undir verkstjórn forseta vera hefðbundnasti framgangur mála ef ekki liggur fyrir niðurstaða milli flokkanna í ríkisstjórn fyrir morgundaginn. Á meðan það ferli stæði yfir sæti Katrín Jakobsdóttir sem forsætisráðherra. „Það væri illa gert ef stjórnarflokkarnir draga nýja stjórnarmyndun á langinn vegna valdatogs eða annarra átakaefna - einsog þegar er farið að glitta í gegnum samtöl þeirra í fjölmiðlum. Ég myndi segja að þeir hefðu sólarhringinn til að leysa úr þessu en ekki mikið meira.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust. 6. apríl 2024 11:58 Þórdís verði forsætisráðherra og Bjarni komi nýr inn Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur eins og margir þátt í samkvæmisleiknum um það hver verði stólaskipan ríkisstjórnarinnar eftir helgi. Hún veðjar á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir verði forsætisráðherra og Bjarni Jónsson matvælaráðherra. 6. apríl 2024 07:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Í færslu sem hann birti í dag á síðu sína á Facebook segir hann að gengið sé út frá því að þrátt fyrir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra biðjist lausnar á morgun og hefji kosningabaráttu til forseta geti stjórnarflokkarnir haldið áfram fundarhöldum til að finna út úr framhaldinu með landið forsætisráðherralaust. Dagur spyr sig: „Er það svo?“ „Samkvæmt mínum bókum gerir stjórnskipanin ráð fyrir því að þegar forsætisráðherra biðjist lausnar þá geri viðkomandi það ekki aðeins fyrir sína hönd heldur viðkomandi ríkisstjórnar. Oftast er um að ræða að þetta sé í aðdraganda snemmbúinna kosninga (eða að stjórnin hafi misst meirihluta sinn á þingi) og situr þá ríkisstjórnin (iðulega óbreytt) sem starfsstjórn fram að kosningum, að beiðni forseta,“ skrifar Dagur. Degi sýnist tímafrestur stjórnmálaflokkanna á þingi vera mjög skammur. Í núverandi stöðu þurfi annað tveggja að vera fyrir hendi þegar forsætisráðherra biðst lausnar. Skýr samstaða stjórnarflokkanna um skipun nýrrar ríkisstjórnar þar sem forseti setur strax annan einstakling í embætti forsætisráðherra. Eða þá að forseti veiti lausnarbeiðni forsætisráðherra viðtöku og óskar eftir því að fráfarandi forsætisráðherra leiði starfsstjórn þar til samstaða hefur náðst um annan forsætisráðherra. „Landið getur einfaldlega ekki verið forsætisráðherralaust,“ skrifar Dagur. Málið í höndum forseta annars Hann segist ekki efast um það að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sé „í þessum töluðu orðum“ að kortleggja þær stöður sem geti komið upp. Formlega sé verkstjórnin komin í hendur forseta Íslands ef forsætisráðherra biðst lausnar án þess að skýr tillaga um nýja ríkisstjórn liggi fyrir. „Stjórnarskráin virðist vissulega veita forseta vald til að rjúfa þing og boða til kosninga ef hún er lesin bókstaflega. Það er ekki líklegt að sitjandi forseti bregði á það ráð - en skemmst er að minnast þess að fyrrverandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson beitti þessari grein (amk óbeint) þegar hann neitaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þáverandi forsætisráðherra um það að rjúfa þing og boða til kosninga í kjölfar Panama-skjalanna,“ skrifar hann. „Illa gert“ að draga stjórnarmyndun á langinn Jafnframt segir hann stjórnarmyndunarferli undir verkstjórn forseta vera hefðbundnasti framgangur mála ef ekki liggur fyrir niðurstaða milli flokkanna í ríkisstjórn fyrir morgundaginn. Á meðan það ferli stæði yfir sæti Katrín Jakobsdóttir sem forsætisráðherra. „Það væri illa gert ef stjórnarflokkarnir draga nýja stjórnarmyndun á langinn vegna valdatogs eða annarra átakaefna - einsog þegar er farið að glitta í gegnum samtöl þeirra í fjölmiðlum. Ég myndi segja að þeir hefðu sólarhringinn til að leysa úr þessu en ekki mikið meira.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust. 6. apríl 2024 11:58 Þórdís verði forsætisráðherra og Bjarni komi nýr inn Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur eins og margir þátt í samkvæmisleiknum um það hver verði stólaskipan ríkisstjórnarinnar eftir helgi. Hún veðjar á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir verði forsætisráðherra og Bjarni Jónsson matvælaráðherra. 6. apríl 2024 07:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust. 6. apríl 2024 11:58
Þórdís verði forsætisráðherra og Bjarni komi nýr inn Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur eins og margir þátt í samkvæmisleiknum um það hver verði stólaskipan ríkisstjórnarinnar eftir helgi. Hún veðjar á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir verði forsætisráðherra og Bjarni Jónsson matvælaráðherra. 6. apríl 2024 07:51