Innlent

Hraun flæðir úr gígnum við Sundhnúka

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Útfallið hófst um klukkan þrjú í dag.
Útfallið hófst um klukkan þrjú í dag. vísir

Mikið yfirfall er nú úr gígnum við Sundhnúka og tilkomumikið sjónarspil sést á vefmyndavélum. 

„Svo virðist sem útfallið, sem undanfarna daga hefur miðlað öllu hraunrennsli í eldgosinu í lokaðri hraunrás undan gígnum, hafi stíflast nokkuð um kl. 15 í dag. Við það féll yfirborð hrauntjarnarinnar fyrir neðan gíginn. Á sama tíma hækkaði yfirborðið innan gígsins hratt þar til hraunbráðin tók að leka yfir gígbarminn,“ segir í útskýringu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands á atburðarásinni

Nú gýs aðeins í einum gíg við Sundhnúka. Sá hækkar jafnt og þétt og gnæfir um 25 metra yfir hraunbreiðunni.

Áhugavert verður að sjá hvort gígurinn hafi styrk til að bera þessa háu hrauntjörn. Í fyrri gosum hafa gígar ítrekað brostið og skapað mikil hraunflóð,“ segir í færslu náttúruvárhópsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×