Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Katrín Jakobsdóttir mun sitja sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Forseti Íslands hafnar því að atburðarásin sé óheppileg. Katrín telur að ríkisstjórnin haldi, þó að hún gangi nú frá borði. Við förum yfir stöðuna í beinni útsendingu.

Við fjöllum einnig um stríðið á Gasa, sem hefur nú staðið yfir í sex mánuði. Ísraelsher segist hafa dregið úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa en óljóst er hvaða þýðingu það hefur. Móðir á Gasa, sem eignaðist dóttur sína á fyrsta degi stríðs, segir átökin hafa rænt hana gleðinni yfir fæðingu dótturinnar.

Við sýnum einnig frá fyrsta framboðsfundi Höllu Hrundar Logadóttur orkumálastjóra sem bauð sig fram til forseta Íslands í dag og ræðum við hana í beinni útsendingu. Þá hittum við sérstaka upplýsingatæknihunda sem tekið hafa til starfa í Belgíu. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×