Hefðu lent í vandræðum án frestunar Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 8. apríl 2024 15:26 Logi Einarsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segja það eðlilegt að þingfundi hafi verið frestað þegar ekki er starfshæf ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata sagði það í raun eðlilegt að Birgir Ármannsson, forseti þingsins, hefði tekið öll mál af dagskrá og slitið fundi. Ríkisstjórnin sé ekki starfhæf og ekki við hæfi að ræða mál á þingi sem ekki sé hægt að leysa. „Það er í raun eðlilegt miðað við að það liggur ekki fyrir hvort við erum með starfhæfa ríkisstjórn í landinu. Þetta var mjög óraunhæf dagskrá,“ segir Þórhildur Sunna og að mörg mál hafi verið á dagskrá á forræði þeirra sem sitja saman á fundi og reyna að mynda ríkisstjórn. Þórhildur Sunna segir að það megi ef til vill álykta um stuttan þingfund að stjórnarflokkarnir séu brátt til með skipan nýrrar ríkisstjórnar. Vísir/Vilhelm Það hafi ekki verið við hæfi að ræða „gommu“ af málum á þingi á meðan ekki er búið að mynda ríkisstjórn. Birgir Ármannsson, forseti þingsins, bauð fólk aftur velkomið til starfa við upphaf þingfundar í dag. Tilkynnti svo að Katrín Jakobsdóttir væri hætt á þingi, að Inga Sæland hefði í annað sinn lagt fram vantrauststillögu á hendur Svandísar. Svo frestaði hann öllum málum og sleit fundi. Þórhildur Sunna fagnar því að forseti hafi hlustað á óskir stjórnarandstöðu um að halda ekki dagskrá við þessar aðstæður en að einnig megi lesa í þetta að mögulega séu formenn stjórnarflokkanna nær því að komast að einhverri niðurstöðu. Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng og Þórhildur Sunna. Hann telur að það dragi til tíðinda von bráðar. „Við vorum búin að gera athugasemdir við það að starfsstjórnin væri að leggja fram þrettán stjórnarmál. Á hinn bóginn held ég að það sé að draga til tíðinda. Það eru ýmsir sem ganga hér um húsið tindilfættir og aðrir þungstígara. Þannig ég held að þau séu búin að sjá til lands í þessu,“ segir Logi. Klippa: Sumir gangi þungir um gólf Alþingis Hann segir að ríkisstjórnin gæti þannig séð haldið þar til kosið verður á næsta ári en hann efast samt um það. Logi telur líklegt að brátt dragi til tíðinda. Vísir/Vilhelm „Þau eru ítrekað búin að fresta fjármálaáætlun, gerðu það síðast í morgun. Hún er komin fram yfir það sem lög kveða á um. Þau eru með samgöngusáttmála, þau eru með kjarasamninga ófjármagnaða. Þau verða að fara að sýna einhvern kraft og vinna í þágu þjóðarinnar ef þau ætla að halda áfram,“ segir Logi. Greinilegt að niðurstaða liggi ekki fyrir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur ólíklegt að formenn ríkisstjórnarflokkanna séu komnir að niðurstöðu varðandi það hver hlutverk hverra verða í nýrri ríkisstjórn. Klippa: Hefðu lent í vandræðum „Það segir mér að þau séu ekki búin að ná niðurstöðu í þessum stjórnarmyndunarviðræðum,“ segir Sigmundur Davíð um það hvers vegna þingfundi var frestað. „En einnig hafði ég nú bent á að það væri afar óviðeigandi fyrir starfsstjórn, bráðabirgðastjórn, að leggja fram 13 ný þingmál, pólítíks mál,“ segir Sigmundur Davíð og að það sé afar óvanalegt fyrir starfsstjórn. Sigmundur Davíð segir stjórnarflokkanna verða að fara að ákveða sig hver geri hvað. Vísir/Vilhelm Þau hefði lent í heilmiklum vandræðum á þingi hefðu þau haldið þessari dagskrá til streitu og að það fari að verða álitamál hvernig eigi að halda málum í gangi á þinginu ef það dregst of lengi að mynda nýja ríkisstjórn. „Þetta verður að fara að klárast, eins og menn hafa margir bent á. Senn, senn var sagt klárast þetta, en senn er greinilega teygjanlegt hugtak en það eru takmörk fyrir því líka hversu teygjanlegt það má vera. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 Leggur aftur fram vantrauststillögu á Svandísi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram nýja vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þingmenn flokksins krefjast þess að hún víki úr embætti þegar í stað. 8. apríl 2024 14:39 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Það er í raun eðlilegt miðað við að það liggur ekki fyrir hvort við erum með starfhæfa ríkisstjórn í landinu. Þetta var mjög óraunhæf dagskrá,“ segir Þórhildur Sunna og að mörg mál hafi verið á dagskrá á forræði þeirra sem sitja saman á fundi og reyna að mynda ríkisstjórn. Þórhildur Sunna segir að það megi ef til vill álykta um stuttan þingfund að stjórnarflokkarnir séu brátt til með skipan nýrrar ríkisstjórnar. Vísir/Vilhelm Það hafi ekki verið við hæfi að ræða „gommu“ af málum á þingi á meðan ekki er búið að mynda ríkisstjórn. Birgir Ármannsson, forseti þingsins, bauð fólk aftur velkomið til starfa við upphaf þingfundar í dag. Tilkynnti svo að Katrín Jakobsdóttir væri hætt á þingi, að Inga Sæland hefði í annað sinn lagt fram vantrauststillögu á hendur Svandísar. Svo frestaði hann öllum málum og sleit fundi. Þórhildur Sunna fagnar því að forseti hafi hlustað á óskir stjórnarandstöðu um að halda ekki dagskrá við þessar aðstæður en að einnig megi lesa í þetta að mögulega séu formenn stjórnarflokkanna nær því að komast að einhverri niðurstöðu. Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng og Þórhildur Sunna. Hann telur að það dragi til tíðinda von bráðar. „Við vorum búin að gera athugasemdir við það að starfsstjórnin væri að leggja fram þrettán stjórnarmál. Á hinn bóginn held ég að það sé að draga til tíðinda. Það eru ýmsir sem ganga hér um húsið tindilfættir og aðrir þungstígara. Þannig ég held að þau séu búin að sjá til lands í þessu,“ segir Logi. Klippa: Sumir gangi þungir um gólf Alþingis Hann segir að ríkisstjórnin gæti þannig séð haldið þar til kosið verður á næsta ári en hann efast samt um það. Logi telur líklegt að brátt dragi til tíðinda. Vísir/Vilhelm „Þau eru ítrekað búin að fresta fjármálaáætlun, gerðu það síðast í morgun. Hún er komin fram yfir það sem lög kveða á um. Þau eru með samgöngusáttmála, þau eru með kjarasamninga ófjármagnaða. Þau verða að fara að sýna einhvern kraft og vinna í þágu þjóðarinnar ef þau ætla að halda áfram,“ segir Logi. Greinilegt að niðurstaða liggi ekki fyrir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur ólíklegt að formenn ríkisstjórnarflokkanna séu komnir að niðurstöðu varðandi það hver hlutverk hverra verða í nýrri ríkisstjórn. Klippa: Hefðu lent í vandræðum „Það segir mér að þau séu ekki búin að ná niðurstöðu í þessum stjórnarmyndunarviðræðum,“ segir Sigmundur Davíð um það hvers vegna þingfundi var frestað. „En einnig hafði ég nú bent á að það væri afar óviðeigandi fyrir starfsstjórn, bráðabirgðastjórn, að leggja fram 13 ný þingmál, pólítíks mál,“ segir Sigmundur Davíð og að það sé afar óvanalegt fyrir starfsstjórn. Sigmundur Davíð segir stjórnarflokkanna verða að fara að ákveða sig hver geri hvað. Vísir/Vilhelm Þau hefði lent í heilmiklum vandræðum á þingi hefðu þau haldið þessari dagskrá til streitu og að það fari að verða álitamál hvernig eigi að halda málum í gangi á þinginu ef það dregst of lengi að mynda nýja ríkisstjórn. „Þetta verður að fara að klárast, eins og menn hafa margir bent á. Senn, senn var sagt klárast þetta, en senn er greinilega teygjanlegt hugtak en það eru takmörk fyrir því líka hversu teygjanlegt það má vera.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 Leggur aftur fram vantrauststillögu á Svandísi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram nýja vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þingmenn flokksins krefjast þess að hún víki úr embætti þegar í stað. 8. apríl 2024 14:39 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02
Leggur aftur fram vantrauststillögu á Svandísi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram nýja vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þingmenn flokksins krefjast þess að hún víki úr embætti þegar í stað. 8. apríl 2024 14:39