Í færslu sem Þorbjörg birti á Facebook-síðu sinni í dag segist hún oft hafa rætt um að henni þyki ríkisstjórnarsamstarfið minna á dautt hjónaband. Nú sé höfuð fjölskyldunnar, Katrín Jakobsdóttir, flutt út og allt sé í volli.
„Hún birtir meira að segja myndir af sér brosandi á samfélagsmiðlum að pakka margra ára búslóðinni saman. Fjölskyldan situr samt öll heima og talar um að hjónabandsráðgjöf við makann sem sagði skilið við þau opinberlega sé kannski bara svarið,“ segir í færslunni.
Hún segir það viljandi misskilningur hjá ríkisstjórninni að dögum saman geti starfsstjórn verið við völd og spyr hvort það sé raunveruleg stjórn í landinu.
„Enginn þingfundur verður í dag, öllum fundum hjá nefndum þingsins hefur verið aflýst á morgun. Og engin ríkisstjórn í reynd starfandi í landinu. Á meðan að allur þessi tími fer í stólaleik er ekki verið að vinna að hag almennings. En annars allir bara góðir,“ segir í færslunni.