Réðst á móður sem hélt á syni sínum í Kringlunni Jón Þór Stefánsson skrifar 8. apríl 2024 18:00 Árásin átti sér stað í Kringlunni árið 2022. Vísir/Vilhelm Kona hlaut í síðasta mánuði þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir að ráðast á aðra konu sem hélt á syni sínum. Atvik málsins áttu sér stað í apríl 2022 fyrir framan verslun Byggt og Búið í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík. Konunni var gefið að sök að slá hina konuna í andlitið með krepptum hnefa, rífa í hár hennar, og slá hana í bakið. Fyrir vikið hlaut brotaþolinn áverka á höfði og á hálsi. Konan sem varð fyrri árásinni hélt á syni sínum á meðan hún átti sér stað. Ekki kemur fram í dómnum hversu gamall sonurinn var. Sú ákærða þótti með háttsemi sinni beita syninum ógnunum og sýna honum vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Jafnframt var konan ákærð fyrir hótanir í garð móðurinnar, sonarins og annars einstaklings. Þær áttu sér stað á sama tíma og árásin, en henni var gefið að sök að hóta þeim lífláti og draga fingur sína þvert yfir háls sinn. Ummæli hennar og háttsemi þóttu til þess fallin að vekja ótta hjá fólkinu um líf, heilbrigði og velferð sína. Konan játaði skýlaust sök, og þótti dómnum ekki ástæða til að draga hana í efa. Brot hennar þóttu því sönnuð með hliðsjón af játningunni og öðrum gögnum málsins. Konan hafði ekki hlotið dóm áður. Líkt og áður segir var hún dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá er henni gert að greiða hinni konunni 250 þúsund krónur í miskabætur, en hún hafði krafist einnar milljónar króna. Dómsmál Kringlan Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Laxadauðinn í Berufirði komin á borð lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Sjá meira
Atvik málsins áttu sér stað í apríl 2022 fyrir framan verslun Byggt og Búið í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík. Konunni var gefið að sök að slá hina konuna í andlitið með krepptum hnefa, rífa í hár hennar, og slá hana í bakið. Fyrir vikið hlaut brotaþolinn áverka á höfði og á hálsi. Konan sem varð fyrri árásinni hélt á syni sínum á meðan hún átti sér stað. Ekki kemur fram í dómnum hversu gamall sonurinn var. Sú ákærða þótti með háttsemi sinni beita syninum ógnunum og sýna honum vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Jafnframt var konan ákærð fyrir hótanir í garð móðurinnar, sonarins og annars einstaklings. Þær áttu sér stað á sama tíma og árásin, en henni var gefið að sök að hóta þeim lífláti og draga fingur sína þvert yfir háls sinn. Ummæli hennar og háttsemi þóttu til þess fallin að vekja ótta hjá fólkinu um líf, heilbrigði og velferð sína. Konan játaði skýlaust sök, og þótti dómnum ekki ástæða til að draga hana í efa. Brot hennar þóttu því sönnuð með hliðsjón af játningunni og öðrum gögnum málsins. Konan hafði ekki hlotið dóm áður. Líkt og áður segir var hún dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá er henni gert að greiða hinni konunni 250 þúsund krónur í miskabætur, en hún hafði krafist einnar milljónar króna.
Dómsmál Kringlan Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Laxadauðinn í Berufirði komin á borð lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Sjá meira