Þurfa að stöðva ógnarsterka liðsfélaga Glódísar Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 13:00 Íslenska landsliðið þarf frammistöðu úr efstu hillu til þess að klekkja á liði Þýskalands í undankeppni EM í kvöld. Klara Buhl og Lea Schuller, leikmenn Þýskalands og liðsfélagar Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen, búa yfir gæðum í heimsklassa Vísir/Samsett mynd Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður þýska liðsins Bayern Munchen, mun í kvöld mæta nokkrum af liðsfélögum sínum þegar að Þýskaland og Ísland mætast í undankeppni EM 2025 í fótbolta í Aachen í Þýskalandi. Tvær af þeim, sóknarleikmennirnir Lea Schuller og Klara Buhl, búa yfir gæðum sem koma þeim á lista yfir bestu leikmenn í heimi að mati Glódísar. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikmenn íslenska landsliðsins munu þurfa að hitta á sinn dag til þess að standa í fullu tré við þýska liðið, eitt besta landslið í heimi, í kvöld. Einstaklingsgæðin sem þýska liðið hefur innan sinna raða eru mjög mikil. Þar innanborðs eru leikmenn sem geta tekið upp á því að vinna leiki á sínar eigin spýtur. Hin 26 ára gamla Lea Schuller hefur komið að tuttugu og tveimur mörkum á yfirstandandi tímabili fyrir Bayern Munchen og þýska landsliðið. Og akkúrat sömu sögu er að segja af hinni 23 ára gömlu Klöru Buhl en báðar leika þær með Bayern Munchen líkt og íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla. Klippa: Glódís þekkir tvær af helstu stjörnum Þjóðverja mjög vel. Ekki eru þetta einu vopn þýska liðsins en Glódís Perla hefur ekki tekið upp á því í aðdraganda leiksins að tala eitthvað sérstaklega um þessa tvo leikmenn við sína liðsfélaga í íslenska landsliðinu. „Nei ég hef svo sem ekki sagt neitt sérstaklega um þessa tvo leikmenn við stelpurnar. Við erum líka með mikið af gríðarlega góðum leikmönnum, góða varnarmenn. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að þetta verði einhver ójöfn keppni þar á milli.“ En hverjir eru helstu styrkleikar þessara tveggja leikmanna, Leu og Klöru? „Klara er frábær í stöðunni einn á einn. Örugglega einn besti leikmaður í heimi í þeirri stöðu. Þá er hún kraftmikil, getur notað báðar fætur, skotið og gefið fyrir. Þá búa þær báðar yfir mikilli hlaupagetu. Lea er frábær í loftinu og er að mínu mati besti leikmaður í heimi í loftinu. Að sama skapi er hún orðin gríðarlega vinnusöm, hleypur mikið og hratt. Þetta eru þeirra helstu styrkleikar.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikmenn íslenska landsliðsins munu þurfa að hitta á sinn dag til þess að standa í fullu tré við þýska liðið, eitt besta landslið í heimi, í kvöld. Einstaklingsgæðin sem þýska liðið hefur innan sinna raða eru mjög mikil. Þar innanborðs eru leikmenn sem geta tekið upp á því að vinna leiki á sínar eigin spýtur. Hin 26 ára gamla Lea Schuller hefur komið að tuttugu og tveimur mörkum á yfirstandandi tímabili fyrir Bayern Munchen og þýska landsliðið. Og akkúrat sömu sögu er að segja af hinni 23 ára gömlu Klöru Buhl en báðar leika þær með Bayern Munchen líkt og íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla. Klippa: Glódís þekkir tvær af helstu stjörnum Þjóðverja mjög vel. Ekki eru þetta einu vopn þýska liðsins en Glódís Perla hefur ekki tekið upp á því í aðdraganda leiksins að tala eitthvað sérstaklega um þessa tvo leikmenn við sína liðsfélaga í íslenska landsliðinu. „Nei ég hef svo sem ekki sagt neitt sérstaklega um þessa tvo leikmenn við stelpurnar. Við erum líka með mikið af gríðarlega góðum leikmönnum, góða varnarmenn. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að þetta verði einhver ójöfn keppni þar á milli.“ En hverjir eru helstu styrkleikar þessara tveggja leikmanna, Leu og Klöru? „Klara er frábær í stöðunni einn á einn. Örugglega einn besti leikmaður í heimi í þeirri stöðu. Þá er hún kraftmikil, getur notað báðar fætur, skotið og gefið fyrir. Þá búa þær báðar yfir mikilli hlaupagetu. Lea er frábær í loftinu og er að mínu mati besti leikmaður í heimi í loftinu. Að sama skapi er hún orðin gríðarlega vinnusöm, hleypur mikið og hratt. Þetta eru þeirra helstu styrkleikar.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Sjá meira