Friðrik Þór fer fyrir dómnefnd á kvikmyndahátíð í Moskvu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. apríl 2024 23:04 Friðrik Þór Friðriksson er einn ástsælasti leikstjóri Íslands og hefur hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna. Vísir/Vilhelm Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi mun fara fyrir dómnefnd á Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Vestræni kvikmyndaiðnaðurinn hefur ákveðið að sniðganga keppnina að mestu leyti vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Hátíðin er árleg og fer fram vikuna 19. til 26 apríl næstkomandi. Hún var fyrst haldin árið 1935. Úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt til sniðgöngu á hátíðinni ásamt öðrum rússneksum menningarviðburðum og alþjóðleg samtök kvikmyndaframleiðanda, FIAPF, slitið öllu samstarfi við hana. „Hann er stofnandi stærsta framleiðslufyrirtækis Íslands, Íslensku kvikmyndasamsteypunnar, sem hefur lengi starfað með Zentropa fyrirtæki Lars von Trier og American Zoetrop fyrirtæki Francis Ford Coppola. Hann hefur einnig hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir kvikmynd sína Börn náttúrunnar,“, segir um Friðrik í tilkynningu frá hátíðinni. Umdeildur formaður styður innrásina Nikita Mikhailov er formaður hátíðarinnar og er einn ástsælasti leikari og leikstjóri Rússa. Hann hefur verið opinskár með stuðning sinn við Vladímír Pútín forseta Rússlands í gegnum árin og lýsti einnig yfir stuðningi við innrásina árið 2022. Hann hefur áður tjáð sig opinberlega um „nasistana“ sem fara með völdin í Úkraínu og hefur sagt úkraínska tungu vera Rússahatur í sjálfri sér. Árið 2007 skrifaði Nikita undir bréf þar sem kallað var eftir því að Pútín sæktist eftir sínu þriðja kjörtímabili sem forseti Rússlands. Sama ár bjó hann til kvikmynd í tilefni af 55 ára afmælis Pútíns sem sýnd var í rússneska ríkisútvarpinu. Dómnefndin sem Friðrik Þór leiðir mun veita verðlaun fyrir bestu kvikmynd hátíðarinnar. Í henni sitja leikarar og leikstjórar frá Rússlandi, Tyrklandi og fleiri löndum. Fréttastofa hafði samband við Friðrik við vinnslu fréttarinnar en hann vildi ekki tjá sig um málið. Kvikmyndagerð á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Hátíðin er árleg og fer fram vikuna 19. til 26 apríl næstkomandi. Hún var fyrst haldin árið 1935. Úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt til sniðgöngu á hátíðinni ásamt öðrum rússneksum menningarviðburðum og alþjóðleg samtök kvikmyndaframleiðanda, FIAPF, slitið öllu samstarfi við hana. „Hann er stofnandi stærsta framleiðslufyrirtækis Íslands, Íslensku kvikmyndasamsteypunnar, sem hefur lengi starfað með Zentropa fyrirtæki Lars von Trier og American Zoetrop fyrirtæki Francis Ford Coppola. Hann hefur einnig hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir kvikmynd sína Börn náttúrunnar,“, segir um Friðrik í tilkynningu frá hátíðinni. Umdeildur formaður styður innrásina Nikita Mikhailov er formaður hátíðarinnar og er einn ástsælasti leikari og leikstjóri Rússa. Hann hefur verið opinskár með stuðning sinn við Vladímír Pútín forseta Rússlands í gegnum árin og lýsti einnig yfir stuðningi við innrásina árið 2022. Hann hefur áður tjáð sig opinberlega um „nasistana“ sem fara með völdin í Úkraínu og hefur sagt úkraínska tungu vera Rússahatur í sjálfri sér. Árið 2007 skrifaði Nikita undir bréf þar sem kallað var eftir því að Pútín sæktist eftir sínu þriðja kjörtímabili sem forseti Rússlands. Sama ár bjó hann til kvikmynd í tilefni af 55 ára afmælis Pútíns sem sýnd var í rússneska ríkisútvarpinu. Dómnefndin sem Friðrik Þór leiðir mun veita verðlaun fyrir bestu kvikmynd hátíðarinnar. Í henni sitja leikarar og leikstjórar frá Rússlandi, Tyrklandi og fleiri löndum. Fréttastofa hafði samband við Friðrik við vinnslu fréttarinnar en hann vildi ekki tjá sig um málið.
Kvikmyndagerð á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira