Afmælishátíð í skugga hamfara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2024 19:01 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hvatti Grindvíkinga áfram á afmælishátíð bæjarins í dag. Fannar Jónasson bæjarstjóri segir of stóran hóp Grindvíkinga í afar erfðiðri stöðu vegna húsnæðismála. Vísir/Arnar Alltof margar fjölskyldur í Grindavík eru enn á hrakhólum. Þetta var meðal þess sem kom fram á afmælishátíð bæjarins sem var haldin í skugga hamfara. Forseti Íslands hvetur fólk til að gefast ekki upp og sýna áfram kjark. Bæjarstjórn Grindavíkur hélt í dag upp á að fimmtíu ár eru frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Afmælið var haldið í Gjánni í íþróttamiðstöð Grindvíkinga og voru um fjörutíu manns mættir á hátíðina í dag. Þeirra á meðal voru átta manns sem fengu heiðursviðurkenningu fyrir störf sín í þágu samfélagsins. Þá tilkynnti bæjarstjórnin að hún hyggst reisa minnisvarða um sjálfboðaliðann í bænum. Fannar Jónasson bæjarstjóri segir að hátíðina haldna í skugga hamfaranna. „Staðan hefði vissulega mátt vera betri. Þegar við vorum að undirbúa afmælisárið fyrir árið þá settum við upp allt öðruvísi dagskrá. Þessi stund hér er vissulega látlaus en hátíðleg,“ segir Fannar. Marga bráðvantar enn húsnæði en Þórkatla í startholunum Ásrún Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar vakti athygli á því í ræðu sinni að sjötíu íbúar væru á bráðalista vegna húsnæðisskorts. Brýn þörf sé að bæta úr þeirri stöðu. Alls hafa til að mynda 644 óskað eftir því að Þórkatla fasteignafélag kaup húsnæði sitt. Fannar tekur undir með að húsnæðismálin séu brýn. „Því miður eru húsnæðismálin ekki á nógu góðum stað. Þetta allt of stór hópur og fyrir utan þessa sjötíu er of stór hópur sem býr við of lítið húsnæði. Við erum að reyna að vinna þetta með ráðuneyti, ríkisstjórn og sveitarfélögunum hér í kringum okkur. Þá er að komast skriður á Þórkötlu og núna í vikunni á að fara að ganga frá fyrstu kaupunum,“ segir hann. Fannar segir margt óvænt koma upp á og mikilvægt að halda ráðamönnum við efnið. „Við þökkum fyrir það sem vel hefur verið gert. Auðvitað má ekki láta deigan síga. Við vonum að verkefnin haldi áfram þar til þeim er lokið,“ segir hann. Fyrirtæki hafa gagnrýnt bæjarstjórnina fyrir samráðsleysi í sínum málum. Fannar segir að alltaf sé hægt að gera betur. „Það er nú búið að ákveða að halda fleiri fundi með íbúum og fyrirtækjum. Við erum með öflugt teymi í atvinnumálum sem hafa unnið þétt með fyrirtækjum. Við hefðum viljað hafa fleiri og betri úrræði, margt hefur áunnist en alltaf má gera betur,“ segir hann. Bæjarstjórnin hefur síðustu mánuði haft aðsetur í Reykjavík. Fannar segir að innviðir þurfi að vera traustari áður en bæjarstjórnin snýr aftur til Grindavíkur. „Við ætlum ekki að snúa aftur í bæinn á næstunni. Við verðum að sjá hvernig gengur með sprunguviðgerðir í bænum. En auðvitað viljum við komast sem fyrst heim,“ segir hann að lokum. Gefumst ekki upp Forsetahjónin heiðruðu samkomuna í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti hvatti fólk áfram í baráttunni við náttúruna. „Við þurfum að finna þann kjark sem þarf í baráttunni við þessar hremmningar. Gefumst ekki upp. Leitum allra leiða til þess að tryggja að fólkið og ungmennin í Grindavík geti notið þeirra lífsgæða sem fólkið hér var búið að byggja upp hörðum höndum,“ sagði Guðni í dag. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Eldgos á Reykjanesskaga Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur hélt í dag upp á að fimmtíu ár eru frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Afmælið var haldið í Gjánni í íþróttamiðstöð Grindvíkinga og voru um fjörutíu manns mættir á hátíðina í dag. Þeirra á meðal voru átta manns sem fengu heiðursviðurkenningu fyrir störf sín í þágu samfélagsins. Þá tilkynnti bæjarstjórnin að hún hyggst reisa minnisvarða um sjálfboðaliðann í bænum. Fannar Jónasson bæjarstjóri segir að hátíðina haldna í skugga hamfaranna. „Staðan hefði vissulega mátt vera betri. Þegar við vorum að undirbúa afmælisárið fyrir árið þá settum við upp allt öðruvísi dagskrá. Þessi stund hér er vissulega látlaus en hátíðleg,“ segir Fannar. Marga bráðvantar enn húsnæði en Þórkatla í startholunum Ásrún Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar vakti athygli á því í ræðu sinni að sjötíu íbúar væru á bráðalista vegna húsnæðisskorts. Brýn þörf sé að bæta úr þeirri stöðu. Alls hafa til að mynda 644 óskað eftir því að Þórkatla fasteignafélag kaup húsnæði sitt. Fannar tekur undir með að húsnæðismálin séu brýn. „Því miður eru húsnæðismálin ekki á nógu góðum stað. Þetta allt of stór hópur og fyrir utan þessa sjötíu er of stór hópur sem býr við of lítið húsnæði. Við erum að reyna að vinna þetta með ráðuneyti, ríkisstjórn og sveitarfélögunum hér í kringum okkur. Þá er að komast skriður á Þórkötlu og núna í vikunni á að fara að ganga frá fyrstu kaupunum,“ segir hann. Fannar segir margt óvænt koma upp á og mikilvægt að halda ráðamönnum við efnið. „Við þökkum fyrir það sem vel hefur verið gert. Auðvitað má ekki láta deigan síga. Við vonum að verkefnin haldi áfram þar til þeim er lokið,“ segir hann. Fyrirtæki hafa gagnrýnt bæjarstjórnina fyrir samráðsleysi í sínum málum. Fannar segir að alltaf sé hægt að gera betur. „Það er nú búið að ákveða að halda fleiri fundi með íbúum og fyrirtækjum. Við erum með öflugt teymi í atvinnumálum sem hafa unnið þétt með fyrirtækjum. Við hefðum viljað hafa fleiri og betri úrræði, margt hefur áunnist en alltaf má gera betur,“ segir hann. Bæjarstjórnin hefur síðustu mánuði haft aðsetur í Reykjavík. Fannar segir að innviðir þurfi að vera traustari áður en bæjarstjórnin snýr aftur til Grindavíkur. „Við ætlum ekki að snúa aftur í bæinn á næstunni. Við verðum að sjá hvernig gengur með sprunguviðgerðir í bænum. En auðvitað viljum við komast sem fyrst heim,“ segir hann að lokum. Gefumst ekki upp Forsetahjónin heiðruðu samkomuna í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti hvatti fólk áfram í baráttunni við náttúruna. „Við þurfum að finna þann kjark sem þarf í baráttunni við þessar hremmningar. Gefumst ekki upp. Leitum allra leiða til þess að tryggja að fólkið og ungmennin í Grindavík geti notið þeirra lífsgæða sem fólkið hér var búið að byggja upp hörðum höndum,“ sagði Guðni í dag.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Eldgos á Reykjanesskaga Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Sjá meira