„Þegar þú ferð inn á bókasafn og ferð að klappa og góla þá heyrist hátt“ Siggeir Ævarsson skrifar 10. apríl 2024 22:39 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, er fullur bjartsýni fyrir næsta leik á Egilsstöðum Vísir/Hulda Margrét Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var nokkuð brattur þrátt fyrir tap í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni efstu deildar en Valsmenn fóru með sigur af hólmi í leik kvöldsins, 94-75. Skýringarnar á tapinu voru klassískar. Hattarmenn fóru út úr því sem þeir ætluðu að gera og öflugir andstæðingar nýttu sér flest mistök Hattar. „Ósáttur með svona kafla hjá okkur í leiknum. Við förum aðeins út úr því sem við ætluðum að gera. Það eru jákvæðar syrpur en svo stakir kaflar þar sem þeir taka of löng áhlaup þar sem við förum út úr hlutunum og missum tök á því sem við ætlum að vera að gera. Það er bara munurinn á móti mjög góðu liði. Þá refsa þeir bara um leið og það eru bara hlutir sem við þurfum að laga fyrir næsta.“ Höttur byrjaði leikinn af krafti en misstu svolítið dampinn þegar á leið. Viðar taldi þó að ekki væri margt sem hann þyrfti að breyta í leik liðsins fyrir næsta leik. „Við þurfum einhvern veginn aðeins að skerpa á fókusnum. Kannski hátt spennustig sem verður til þess að við missum aðeins fókus og þess háttar á augnablikum sem þeir nýta sér mjög vel í flest öll skipti. Það er bara eitthvað sem við þurfum að skerpa á og jafnvel kannski breyta einhverju smotteríi. Annars þurfum við bara aðeins að mannast og vera klárir.“ Það má kannski segja að leikmenn Hattar þurfi nú að taka út mikinn þroska á stuttum tíma. „Inni á körfuboltavellinum já. Menn eru kannski með líkamlegan og andlegan þroska einhversstaðar annarsstaðar í einhverjum lífsárum. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur sem lið og allar þessar klisjur sem að við höfum verið að gera og ég hef fulla trú á því að við komum klárir í áskorunina á sunnudaginn.“ Það vakti athygli að stuðningsmenn Hattar voru miklu háværari en stuðningsmenn Vals, þrátt fyrir að vera töluvert færri í stúkunni. Viðar sagðist ekki gera ráð fyrir neinu öðru en að það yrði rífandi stemming á Egilsstöðum og notaði tækifærið og skaut létt á stemminguna á Hlíðarenda. „Það ætla ég rétt að vona. Við hefðum kannski búist við fleirum frá okkur en voru hérna en „þegar þú ferð inn á bókasafn og ferð að klappa og góla þá heyrist hátt í þér.“ Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira
Skýringarnar á tapinu voru klassískar. Hattarmenn fóru út úr því sem þeir ætluðu að gera og öflugir andstæðingar nýttu sér flest mistök Hattar. „Ósáttur með svona kafla hjá okkur í leiknum. Við förum aðeins út úr því sem við ætluðum að gera. Það eru jákvæðar syrpur en svo stakir kaflar þar sem þeir taka of löng áhlaup þar sem við förum út úr hlutunum og missum tök á því sem við ætlum að vera að gera. Það er bara munurinn á móti mjög góðu liði. Þá refsa þeir bara um leið og það eru bara hlutir sem við þurfum að laga fyrir næsta.“ Höttur byrjaði leikinn af krafti en misstu svolítið dampinn þegar á leið. Viðar taldi þó að ekki væri margt sem hann þyrfti að breyta í leik liðsins fyrir næsta leik. „Við þurfum einhvern veginn aðeins að skerpa á fókusnum. Kannski hátt spennustig sem verður til þess að við missum aðeins fókus og þess háttar á augnablikum sem þeir nýta sér mjög vel í flest öll skipti. Það er bara eitthvað sem við þurfum að skerpa á og jafnvel kannski breyta einhverju smotteríi. Annars þurfum við bara aðeins að mannast og vera klárir.“ Það má kannski segja að leikmenn Hattar þurfi nú að taka út mikinn þroska á stuttum tíma. „Inni á körfuboltavellinum já. Menn eru kannski með líkamlegan og andlegan þroska einhversstaðar annarsstaðar í einhverjum lífsárum. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur sem lið og allar þessar klisjur sem að við höfum verið að gera og ég hef fulla trú á því að við komum klárir í áskorunina á sunnudaginn.“ Það vakti athygli að stuðningsmenn Hattar voru miklu háværari en stuðningsmenn Vals, þrátt fyrir að vera töluvert færri í stúkunni. Viðar sagðist ekki gera ráð fyrir neinu öðru en að það yrði rífandi stemming á Egilsstöðum og notaði tækifærið og skaut létt á stemminguna á Hlíðarenda. „Það ætla ég rétt að vona. Við hefðum kannski búist við fleirum frá okkur en voru hérna en „þegar þú ferð inn á bókasafn og ferð að klappa og góla þá heyrist hátt í þér.“
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira