Líklegastur til að vinna en vill frekar vera viðstaddur fæðinguna Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2024 07:31 Meredith var viðstödd þegar Scottie Scheffler vann The Players meistaramótið í síðasta mánuði en nú er of stutt í settan dag til þess að hún ferðist. Keyur Khamar Bandarísku kylfingarnir Scottie Scheffler og Sam Burns eru í óvenjulegri stöðu fyrir Masters-mótið í golfi sem hefst í dag, á Augusta-vellinum í Georgíu. Báðir gætu þurft að fórna mótinu en ástæðan er gleðileg. Scheffler þykir sigurstranglegastur á mótinu í ár enda er hann efstur á heimslista, vann Masters árið 2022, og hefur náð í tvo sigra og 2. sæti á síðustu þremur mótum sínum. Scheffler og Meredith kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í lok þessa mánaðar. Samkvæmt golfmiðlum ytra hefur Scheffler því ákveðið að fljúga beint til sinnar heittelskuðu, til Texas, sýni hún þess einhver merki að barnið sé að koma í heiminn. Scottie Scheffler and Sam Burns could each receive a life-changing call from their very pregnant wives during the Masters, and if they do, they'll immediately withdraw from the year's first major.READ: https://t.co/0aZWtp5gY4 pic.twitter.com/LIEqZyLBTy— OutKick (@Outkick) April 9, 2024 Hið sama á við um Burns en settur dagur hjá Caroline konu hans er eftir viku og því ljóst að enn líklegra er að hann hætti keppni á Masters en Scheffler. „Þetta verður ansi tryllt. Ég held að hvorugt okkar hafi áttað sig almennilega á þessu en það er spennandi fyrir okkur að verða núna fjölskylda,“ sagði Scheffler í viðtali fyrr á þessu ári. „Þetta hafa verið afar spennandi mánuðir og við hlökkum til að fá vonandi barnið út við góða heilsu, og að mamman verði heil heilsu, og svo byggjum við á því,“ sagði Scheffler. Scheffler varð í 10. sæti á Masters-mótinu í fyrra, og fékk að klæðast græna jakkanum með sigri á mótinu fyrir tveimur árum. Besti árangur Burns er 29. sæti. Samkvæmt Golf Digest munu þeir félagar dvelja saman á meðan á mótinu í ár stendur. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem að kylfingar keppa á risamóti með það í huga að litla barnið þeirra sé á leiðinni í heiminn. Frægt er þegar Phil Mickelson var með símboða á U.S. Open árið 1999, tilbúinn að rjúka heim ef fæðing væri að hefjast hjá konu hans. Mickelson varð í 2. sæti og varð svo pabbi daginn eftir. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 í dag en mótið stendur yfir fram á sunnudag. Golf Masters-mótið Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Scheffler þykir sigurstranglegastur á mótinu í ár enda er hann efstur á heimslista, vann Masters árið 2022, og hefur náð í tvo sigra og 2. sæti á síðustu þremur mótum sínum. Scheffler og Meredith kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í lok þessa mánaðar. Samkvæmt golfmiðlum ytra hefur Scheffler því ákveðið að fljúga beint til sinnar heittelskuðu, til Texas, sýni hún þess einhver merki að barnið sé að koma í heiminn. Scottie Scheffler and Sam Burns could each receive a life-changing call from their very pregnant wives during the Masters, and if they do, they'll immediately withdraw from the year's first major.READ: https://t.co/0aZWtp5gY4 pic.twitter.com/LIEqZyLBTy— OutKick (@Outkick) April 9, 2024 Hið sama á við um Burns en settur dagur hjá Caroline konu hans er eftir viku og því ljóst að enn líklegra er að hann hætti keppni á Masters en Scheffler. „Þetta verður ansi tryllt. Ég held að hvorugt okkar hafi áttað sig almennilega á þessu en það er spennandi fyrir okkur að verða núna fjölskylda,“ sagði Scheffler í viðtali fyrr á þessu ári. „Þetta hafa verið afar spennandi mánuðir og við hlökkum til að fá vonandi barnið út við góða heilsu, og að mamman verði heil heilsu, og svo byggjum við á því,“ sagði Scheffler. Scheffler varð í 10. sæti á Masters-mótinu í fyrra, og fékk að klæðast græna jakkanum með sigri á mótinu fyrir tveimur árum. Besti árangur Burns er 29. sæti. Samkvæmt Golf Digest munu þeir félagar dvelja saman á meðan á mótinu í ár stendur. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem að kylfingar keppa á risamóti með það í huga að litla barnið þeirra sé á leiðinni í heiminn. Frægt er þegar Phil Mickelson var með símboða á U.S. Open árið 1999, tilbúinn að rjúka heim ef fæðing væri að hefjast hjá konu hans. Mickelson varð í 2. sæti og varð svo pabbi daginn eftir. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 í dag en mótið stendur yfir fram á sunnudag.
Golf Masters-mótið Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti