Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Atli Ísleifsson skrifar 11. apríl 2024 10:10 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Kemur fram að ekki sé er útlit fyrir að staðan muni batna fyrr en hlýna taki og vorleysingar hefjist með vaxandi innrennsli á vatnasviðum Landsvirkjunar. „Tíðarfar á liðnum vetri hefur verið miðlunarbúskap Landsvirkjunar einstaklega óhagstætt á öllum vatnasviðum. Kalt og þurrt hefur verið í vetur og rennsli á vatnasviðum Landsvirkjunar með því lægsta sem þekkist. Fyrir utan blota-kafla á Þjórsársvæði í mars hefur niðurdráttur verið eindreginn í öllum miðlunarlónum. Miðlunarstaða í upphafi vors er með því lægsta sem sést hefur frá gangsetningu Fljótsdalsstöðvar og hefur Blöndulón til að mynda aldrei staðið eins lágt á þessum tíma árs,“ segir í tilkynningunni. Skert frá byrjun desember Landsvirkjun hóf að skerða afhendingu orku til stórnotenda á suðvesturhluta landsins undir lok síðasta árs. „Fyrst var gripið til skerðinga á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Því næst var afhending skert til stórnotenda, þ.e. Elkem, Norðuráls og Rio Tinto, sem og fjarvarmaveitna. Í febrúar var svo tilkynnt um skerðingar á norður- og austurhluta landsins en þær náðu til álvers Alcoa Fjarðaráls, kísilvers PCC Bakka, TDK aflþynnuverksmiðjunnar og atNorth gagnaversins. Til að auka orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja breytti Landsvirkjun fyrirkomulagi sölu í heildsölu við upphaf skerðinga til að verjast óvissu um vatnsstöðu að vori. Salan hefur takmarkast við einn mánuð í senn og langtímasamningar hafa ekki verið í boði. Þetta fyrirkomulag verður óbreytt á meðan skerðingum stendur,“ segir í tilkynningunni. Landsvirkjun Stóriðja Áliðnaður Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Kemur fram að ekki sé er útlit fyrir að staðan muni batna fyrr en hlýna taki og vorleysingar hefjist með vaxandi innrennsli á vatnasviðum Landsvirkjunar. „Tíðarfar á liðnum vetri hefur verið miðlunarbúskap Landsvirkjunar einstaklega óhagstætt á öllum vatnasviðum. Kalt og þurrt hefur verið í vetur og rennsli á vatnasviðum Landsvirkjunar með því lægsta sem þekkist. Fyrir utan blota-kafla á Þjórsársvæði í mars hefur niðurdráttur verið eindreginn í öllum miðlunarlónum. Miðlunarstaða í upphafi vors er með því lægsta sem sést hefur frá gangsetningu Fljótsdalsstöðvar og hefur Blöndulón til að mynda aldrei staðið eins lágt á þessum tíma árs,“ segir í tilkynningunni. Skert frá byrjun desember Landsvirkjun hóf að skerða afhendingu orku til stórnotenda á suðvesturhluta landsins undir lok síðasta árs. „Fyrst var gripið til skerðinga á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Því næst var afhending skert til stórnotenda, þ.e. Elkem, Norðuráls og Rio Tinto, sem og fjarvarmaveitna. Í febrúar var svo tilkynnt um skerðingar á norður- og austurhluta landsins en þær náðu til álvers Alcoa Fjarðaráls, kísilvers PCC Bakka, TDK aflþynnuverksmiðjunnar og atNorth gagnaversins. Til að auka orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja breytti Landsvirkjun fyrirkomulagi sölu í heildsölu við upphaf skerðinga til að verjast óvissu um vatnsstöðu að vori. Salan hefur takmarkast við einn mánuð í senn og langtímasamningar hafa ekki verið í boði. Þetta fyrirkomulag verður óbreytt á meðan skerðingum stendur,“ segir í tilkynningunni.
Landsvirkjun Stóriðja Áliðnaður Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira