Til hamingju, verðsamráð er núna löglegt Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 12. apríl 2024 08:01 Kapítalismi án samkeppni er ekki kapítalismi, heldur arðrán. Þetta eru orð Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Án heilbrigðrar samkeppni kemur ekkert í veg fyrir að verðlag sé keyrt upp og hagsmunir neytenda séu hafðir að engu. Biden hefur tekist að styrkja samkeppnisumhverfið í Bandaríkjunum og gera samkeppnismarkaði skilvirkari og sanngjarnari. Þannig verða tækifæri minni og meðalstórra fyrirtækja betri. Forseti Bandaríkjanna veit sem er að samkeppni er heilbrigt fyrirtækjaumhverfi og þjónar hagsmunum fólksins í landinu. Heilbrigð samkeppni er best til þess fallin að stuðla að lægra vöruverði og hún ver hagsmuni smærri fyrirtækja gegn ofríki risanna. Hluti af reglunum sem hann setti snúa að því að efla stöðu bænda með nýjum verkfærum gegn yfirburðastöðu og ofríki sumra afurðastöðva í kjötframleiðslu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu Afstaða forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er hins vegar önnur. Hann ver með kjafti og klóm þá ömurlegu lagasetningu hér á landi að samkeppnisreglur hafi verið teknar úr sambandi gagnvart afurðastöðvum – þvert gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Ríkisstjórnin galopnaði þar með færi stórra fyrirtækja til að eiga með sér víðtækt samráð um verð og framleiðslu. Ríkisstjórnarflokkarnir heimiluðu samvinnu fyrirtækja á markaði sem Alþingi hafði áður talið vinna svo alvarlega gegn hagsmunum almennings að fangelsisrefsing hefur legið við þannig vinnubrögðum. Stjórnin skaðar þar með ekki bara almannahagsmuni heldur gerir algjörlega út af við möguleika bænda til að nýta sér sameiginlegan styrk til að mæta öflugum afurðastöðvum. Korteri áður Þetta gerist korteri eftir að almenningur fékk upplýsingar um víðtækt verðsamráð skipafélaga sem hefur líklega hefur leitt til tugmilljarða tjóns fyrir samfélagið. Það er afleiðing þess þegar samkeppnisreglur eru ekki virtar. Ísland er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni og eina trygging almennings fyrir lægra verðlagi, bættri þjónustu og nýsköpun er virk samkeppni. Lagasetning sem kippir samkeppni úr sambandi getur auðvitað aldrei leitt til annars en að hærra vöruverðs til almennings. Korteri seinna Þessi atlaga ríkisstjórnarinnar að neytendum og heimilum í landinu átti sér stað korteri áður en ríkisstjórnarflokkarnir héldu síðan blaðamannafund þar sem þau sögðu sitt mikilvægasta verkefni núna vera glímuna við að ná niður verðbólgu og háum vöxtum. Þar töluðu þau um mikilvægi stöðugleika fyrir fólkið í landinu. Í ímynduðu landi stöðugleikans renna fjármálaráðherrar að vísu inn og út úr fjármálaráðuneytinu á færibandi. Alls þrír fjármálaráðherrar á síðasta hálfa árinu. Þar fannst stefnufesta stjórnarinnar Nýr forsætisráðherra talar ekki af sérstökum þunga um efnahagsmálin. Í því ljósi er í sjálfu sér skiljanlegt að hann segi skilið við hugmyndafræðina um heilbrigða samkeppni. Á vakt hans sem fjármálaráðherra hefur staða efnahagsmála verið þannig að stýrivextir standa í 9,25%. Það þarf reyndar að leita til stríðshrjáðra landa til að finna sambærilegar tölur. Verðbólga hefur ekki verið nálægt markmiði Seðlabankans í nokkur ár. Verðbólga fór upp í síðustu mælingu en ríkisstjórnin segir að allt sé þetta á réttri leið. Lausn ríkisstjórnarinnar er lagasetning sem dregur úr samkeppni og vinnur þannig gegn baráttunni gegn verðbólgu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu. Og það er lýsandi að þegar kemur að sérhagsmunagæslu þá víla flokkarnir þrír ekki fyrir sér að fara gegn hagsmunum fólksins í landinu. Við sérhagsmunagæslu má loksins finna sjaldséða stefnufestu hjá þessum flokkum þremur. Erindi flokkanna þriggja í ríkisstjórn er þegar allt kemur til alls ekki annað en sérhagsmunagæsla sem við og við er brotin upp með stólaleik ráðherranna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Landbúnaður Alþingi Viðreisn Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kapítalismi án samkeppni er ekki kapítalismi, heldur arðrán. Þetta eru orð Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Án heilbrigðrar samkeppni kemur ekkert í veg fyrir að verðlag sé keyrt upp og hagsmunir neytenda séu hafðir að engu. Biden hefur tekist að styrkja samkeppnisumhverfið í Bandaríkjunum og gera samkeppnismarkaði skilvirkari og sanngjarnari. Þannig verða tækifæri minni og meðalstórra fyrirtækja betri. Forseti Bandaríkjanna veit sem er að samkeppni er heilbrigt fyrirtækjaumhverfi og þjónar hagsmunum fólksins í landinu. Heilbrigð samkeppni er best til þess fallin að stuðla að lægra vöruverði og hún ver hagsmuni smærri fyrirtækja gegn ofríki risanna. Hluti af reglunum sem hann setti snúa að því að efla stöðu bænda með nýjum verkfærum gegn yfirburðastöðu og ofríki sumra afurðastöðva í kjötframleiðslu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu Afstaða forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er hins vegar önnur. Hann ver með kjafti og klóm þá ömurlegu lagasetningu hér á landi að samkeppnisreglur hafi verið teknar úr sambandi gagnvart afurðastöðvum – þvert gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Ríkisstjórnin galopnaði þar með færi stórra fyrirtækja til að eiga með sér víðtækt samráð um verð og framleiðslu. Ríkisstjórnarflokkarnir heimiluðu samvinnu fyrirtækja á markaði sem Alþingi hafði áður talið vinna svo alvarlega gegn hagsmunum almennings að fangelsisrefsing hefur legið við þannig vinnubrögðum. Stjórnin skaðar þar með ekki bara almannahagsmuni heldur gerir algjörlega út af við möguleika bænda til að nýta sér sameiginlegan styrk til að mæta öflugum afurðastöðvum. Korteri áður Þetta gerist korteri eftir að almenningur fékk upplýsingar um víðtækt verðsamráð skipafélaga sem hefur líklega hefur leitt til tugmilljarða tjóns fyrir samfélagið. Það er afleiðing þess þegar samkeppnisreglur eru ekki virtar. Ísland er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni og eina trygging almennings fyrir lægra verðlagi, bættri þjónustu og nýsköpun er virk samkeppni. Lagasetning sem kippir samkeppni úr sambandi getur auðvitað aldrei leitt til annars en að hærra vöruverðs til almennings. Korteri seinna Þessi atlaga ríkisstjórnarinnar að neytendum og heimilum í landinu átti sér stað korteri áður en ríkisstjórnarflokkarnir héldu síðan blaðamannafund þar sem þau sögðu sitt mikilvægasta verkefni núna vera glímuna við að ná niður verðbólgu og háum vöxtum. Þar töluðu þau um mikilvægi stöðugleika fyrir fólkið í landinu. Í ímynduðu landi stöðugleikans renna fjármálaráðherrar að vísu inn og út úr fjármálaráðuneytinu á færibandi. Alls þrír fjármálaráðherrar á síðasta hálfa árinu. Þar fannst stefnufesta stjórnarinnar Nýr forsætisráðherra talar ekki af sérstökum þunga um efnahagsmálin. Í því ljósi er í sjálfu sér skiljanlegt að hann segi skilið við hugmyndafræðina um heilbrigða samkeppni. Á vakt hans sem fjármálaráðherra hefur staða efnahagsmála verið þannig að stýrivextir standa í 9,25%. Það þarf reyndar að leita til stríðshrjáðra landa til að finna sambærilegar tölur. Verðbólga hefur ekki verið nálægt markmiði Seðlabankans í nokkur ár. Verðbólga fór upp í síðustu mælingu en ríkisstjórnin segir að allt sé þetta á réttri leið. Lausn ríkisstjórnarinnar er lagasetning sem dregur úr samkeppni og vinnur þannig gegn baráttunni gegn verðbólgu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu. Og það er lýsandi að þegar kemur að sérhagsmunagæslu þá víla flokkarnir þrír ekki fyrir sér að fara gegn hagsmunum fólksins í landinu. Við sérhagsmunagæslu má loksins finna sjaldséða stefnufestu hjá þessum flokkum þremur. Erindi flokkanna þriggja í ríkisstjórn er þegar allt kemur til alls ekki annað en sérhagsmunagæsla sem við og við er brotin upp með stólaleik ráðherranna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun