Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2024 10:28 Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er spennt að segja landsmönnum fréttir í opinni dagskrá á ný. vísir/vilhelm Frá og með mánudeginum 15. apríl munu allir landsmenn hafa greiðan aðgang að kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá, alla daga ársins klukkan 18:30. Opinn fréttagluggi mun ná yfir fréttir, sportpakkann og Ísland í dag. Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fagnar opnun fréttatímans. „Það er mikilvægt að landsmenn hafi greiðan aðgang að fleiri en einum sjónvarpsfréttatíma. Það hafa síðustu misseri sýnt okkur þar sem náttúruhamfarir, væntanlegar forsetakosningar og hrókeringar í ríkisstjórn hafa verið meðal fréttamála. Fréttateymið okkar er öflugt, með faglega og líflega nálgun á fréttamál dagsins og við hlökkum til að verða aftur fastur liður í heimilislífi þjóðarinnar. Við leggjum mikla áherslu á að efla samtalið við fólkið í landinu og viljum heyra sem mest í því – þannig að ég minni á að það er hægt að senda okkur ábendingar af öllum toga á ritstjorn@visir.is,“ segir Erla Björg. Kvöldfréttir verða eftir sem áður á sínum stað á Bylgjunni auk þess að vera í beinni útsendingu á Vísi. Eva Georgs Ásudóttir er sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.Eyþór „Við erum gríðarlega stolt af kvöldfréttum Stöðvar 2 og fréttamönnum okkar sem hafa undanfarna áratugi sýnt mikinn styrk í framleiðslu á fréttatengdu efni. Rekstarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi er krefjandi og við höfum þurft að laga okkur að breyttum aðstæðum hverju sinni. Nú hefur skapast tækifæri til að gera sjónvarpsfréttirnar aftur aðgengilegar landsmönnum sem er sérlega ánægjulegt,“ segir Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Stöð 2 hefur markvisst aukið við framleiðslu á íslensku efni síðustu ár. Á efnisveitunni Stöð 2+ eru 257 íslenskar þáttaraðir og á fimmta tug talsettra barnaþáttaraða í bland við úrval af erlendu gæðaefni og hundruð kvikmynda. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fagnar opnun fréttatímans. „Það er mikilvægt að landsmenn hafi greiðan aðgang að fleiri en einum sjónvarpsfréttatíma. Það hafa síðustu misseri sýnt okkur þar sem náttúruhamfarir, væntanlegar forsetakosningar og hrókeringar í ríkisstjórn hafa verið meðal fréttamála. Fréttateymið okkar er öflugt, með faglega og líflega nálgun á fréttamál dagsins og við hlökkum til að verða aftur fastur liður í heimilislífi þjóðarinnar. Við leggjum mikla áherslu á að efla samtalið við fólkið í landinu og viljum heyra sem mest í því – þannig að ég minni á að það er hægt að senda okkur ábendingar af öllum toga á ritstjorn@visir.is,“ segir Erla Björg. Kvöldfréttir verða eftir sem áður á sínum stað á Bylgjunni auk þess að vera í beinni útsendingu á Vísi. Eva Georgs Ásudóttir er sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.Eyþór „Við erum gríðarlega stolt af kvöldfréttum Stöðvar 2 og fréttamönnum okkar sem hafa undanfarna áratugi sýnt mikinn styrk í framleiðslu á fréttatengdu efni. Rekstarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi er krefjandi og við höfum þurft að laga okkur að breyttum aðstæðum hverju sinni. Nú hefur skapast tækifæri til að gera sjónvarpsfréttirnar aftur aðgengilegar landsmönnum sem er sérlega ánægjulegt,“ segir Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Stöð 2 hefur markvisst aukið við framleiðslu á íslensku efni síðustu ár. Á efnisveitunni Stöð 2+ eru 257 íslenskar þáttaraðir og á fimmta tug talsettra barnaþáttaraða í bland við úrval af erlendu gæðaefni og hundruð kvikmynda.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira