Góðar aðgerðir skila árangri, en meira þarf til Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 12. apríl 2024 11:01 Í gær mælti Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir frumvarpi sem veitir lífeyrissjóðum heimild til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga. Ég fagna þessu frumvarpi enda hef ég áður í ræðu og riti bent á mikilvægi þess að veita lífeyrissjóðum rýmri heimild til fjárfestinga á húsnæðismarkaði og taka þátt í því mikilvæga verkefni að byggja hér upp traustan leigumarkað. Þá hefur það verið mér mikið kappsmál að benda á leiðir til þess að ná tökum á stöðunni á húsnæðismarkaði. Það er afar brýnt svo hægt sé að ná tökum á verðbólgunni til lengri tíma. Þessi heimild sem nú hefur verið mælt fyrir nú er einn liður í þeirri vegferð. Auknar forsendur fyrir fjárfestingu Lengi hefur verið rætt um skort á leiguhúsnæði á Íslandi ásamt fjölbreyttari úrræðum á húsnæðismarkaði. Með því að veita lífeyrissjóðum heimild til þess að fjárfesta í leiguhúsnæði skapast auknar forsendur fyrir því að lífeyrissjóðir beini fjármagni í fjárfestingu á leiguhúsnæði og er til þess fallið að halda aftur af verðhækkunum á fasteignamarkaði. Aukið framboð af leiguhúsnæði fjölgar valmöguleikum einstaklinga til að finna sér hentugt búsetuform. Þá eru fjársterkir langtímaeigendur mjög ákjósanlegir kaupendur að húsnæði og það eitt kann að flýta fyrir uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Markviss skref Lengi hefur verið kallað eftir að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sigurður Ingi vann að því marki sem innviðaráðherra og þá ráðherra húsnæðismála. Það var meðal annars gert með framlagningu húsnæðisstefnu en þar er um að ræða fyrstu heildarstefnu í húsnæðismálum til 15 ára og aðgerðaáætlunar til 5 ára. Með stefnunni má stuðla að skilvirkari stjórnsýslu þannig að stefna, áherslur og aðgerðir í húsnæðismálum skapi skilyrði til að öllum sé tryggt aðgengi að góðu og öruggu húsnæði með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði sem hentar ólíkum þörfum hvers og eins. Það frumvarp sem mælt var fyrir í gær er í samræmi við þá stefnu. Alls hafa níu frumvörp sem eru hluti aðgerðanna í tillögu til þingsályktunar um húsnæðisstefnu verið í vinnslu í ráðuneytinu eða hafa verið lögð fram á Alþingi. Frumvörpin styðja við þau markmið sem stefnan byggir á. Þá hafa ýmsar aðrar aðgerðir komið til framkvæmda og má þar nefna að alls eru 2.643 nýjar leiguíbúðir komnar í notkun af þeim 3.486 íbúðum sem hafa fengið stofnframlög frá ríki og sveitarfélögum á síðustu átta árum. Langflestar íbúðanna, eða um 2.227 eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa 806 íbúðir verið fjármagnaðar í hlutdeildarlánakerfinu, sem er nýtt kerfi og er leið fólks til að komast inn á fasteignamarkaðinn sem á ekki, eða á erfitt með að safna fyrir fullri útborgun en getur greitt mánaðarlegar afborganir. Skilyrðin eru að vera kaupa íbúð í fyrsta skipti eða að hafa ekki átt íbúð síðustu 5 ár. Það er augljóst að hið opinbera hefur á undanförnum árum verið að gera sitt til að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði og óumdeilt að án styrkrar forystu Framsóknar í uppbyggingu nýs húsnæðiskerfis fyrir tekju- og eignalitla væri staðan mun verri fyrir þá hópa sem hér er um rætt. Það þurfa allir að dansa með Stærsta áskorun samfélagsins í húsnæðismálum á komandi árum snýr að því að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði og skapa umhverfi svo fýsilegt sé fyrir framkvæmdaaðila á almennum markaði að byggja húsnæði. Við vorum á réttri leið, en það hefur komið bakslag á síðustu árum og það má helst rekja til skorts á lóðum á nýjum svæðum, vaxtaumhverfis og hertra lánþegaskilyrða. Með öðrum orðum; það vantar lóðir, lánsfjármagn er orðið mjög dýrt sem hefur letjandi áhrif á framkvæmdaaðila og það hefur verið gert fólki erfiðara um vik að komast í gegnum greiðslumat vegna hertra lánþegaskilyrða. Þetta er eitraður kokteill í núverandi ástand þar sem nauðsynlegt er að byggja til að anna eftirspurn. Halda má því fram að Seðlabankinn hafi á undanförnu hlaðið í snjóhengju kynslóða sem bíða eftir tækifæri til að komast út á markaðinn á sama tíma og hann hefur tafið fyrir þeirri nauðsynlegu uppbyggingu sem fram undan er. Það er kominn tími til að vakna. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Húsnæðismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær mælti Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir frumvarpi sem veitir lífeyrissjóðum heimild til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga. Ég fagna þessu frumvarpi enda hef ég áður í ræðu og riti bent á mikilvægi þess að veita lífeyrissjóðum rýmri heimild til fjárfestinga á húsnæðismarkaði og taka þátt í því mikilvæga verkefni að byggja hér upp traustan leigumarkað. Þá hefur það verið mér mikið kappsmál að benda á leiðir til þess að ná tökum á stöðunni á húsnæðismarkaði. Það er afar brýnt svo hægt sé að ná tökum á verðbólgunni til lengri tíma. Þessi heimild sem nú hefur verið mælt fyrir nú er einn liður í þeirri vegferð. Auknar forsendur fyrir fjárfestingu Lengi hefur verið rætt um skort á leiguhúsnæði á Íslandi ásamt fjölbreyttari úrræðum á húsnæðismarkaði. Með því að veita lífeyrissjóðum heimild til þess að fjárfesta í leiguhúsnæði skapast auknar forsendur fyrir því að lífeyrissjóðir beini fjármagni í fjárfestingu á leiguhúsnæði og er til þess fallið að halda aftur af verðhækkunum á fasteignamarkaði. Aukið framboð af leiguhúsnæði fjölgar valmöguleikum einstaklinga til að finna sér hentugt búsetuform. Þá eru fjársterkir langtímaeigendur mjög ákjósanlegir kaupendur að húsnæði og það eitt kann að flýta fyrir uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Markviss skref Lengi hefur verið kallað eftir að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sigurður Ingi vann að því marki sem innviðaráðherra og þá ráðherra húsnæðismála. Það var meðal annars gert með framlagningu húsnæðisstefnu en þar er um að ræða fyrstu heildarstefnu í húsnæðismálum til 15 ára og aðgerðaáætlunar til 5 ára. Með stefnunni má stuðla að skilvirkari stjórnsýslu þannig að stefna, áherslur og aðgerðir í húsnæðismálum skapi skilyrði til að öllum sé tryggt aðgengi að góðu og öruggu húsnæði með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði sem hentar ólíkum þörfum hvers og eins. Það frumvarp sem mælt var fyrir í gær er í samræmi við þá stefnu. Alls hafa níu frumvörp sem eru hluti aðgerðanna í tillögu til þingsályktunar um húsnæðisstefnu verið í vinnslu í ráðuneytinu eða hafa verið lögð fram á Alþingi. Frumvörpin styðja við þau markmið sem stefnan byggir á. Þá hafa ýmsar aðrar aðgerðir komið til framkvæmda og má þar nefna að alls eru 2.643 nýjar leiguíbúðir komnar í notkun af þeim 3.486 íbúðum sem hafa fengið stofnframlög frá ríki og sveitarfélögum á síðustu átta árum. Langflestar íbúðanna, eða um 2.227 eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa 806 íbúðir verið fjármagnaðar í hlutdeildarlánakerfinu, sem er nýtt kerfi og er leið fólks til að komast inn á fasteignamarkaðinn sem á ekki, eða á erfitt með að safna fyrir fullri útborgun en getur greitt mánaðarlegar afborganir. Skilyrðin eru að vera kaupa íbúð í fyrsta skipti eða að hafa ekki átt íbúð síðustu 5 ár. Það er augljóst að hið opinbera hefur á undanförnum árum verið að gera sitt til að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði og óumdeilt að án styrkrar forystu Framsóknar í uppbyggingu nýs húsnæðiskerfis fyrir tekju- og eignalitla væri staðan mun verri fyrir þá hópa sem hér er um rætt. Það þurfa allir að dansa með Stærsta áskorun samfélagsins í húsnæðismálum á komandi árum snýr að því að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði og skapa umhverfi svo fýsilegt sé fyrir framkvæmdaaðila á almennum markaði að byggja húsnæði. Við vorum á réttri leið, en það hefur komið bakslag á síðustu árum og það má helst rekja til skorts á lóðum á nýjum svæðum, vaxtaumhverfis og hertra lánþegaskilyrða. Með öðrum orðum; það vantar lóðir, lánsfjármagn er orðið mjög dýrt sem hefur letjandi áhrif á framkvæmdaaðila og það hefur verið gert fólki erfiðara um vik að komast í gegnum greiðslumat vegna hertra lánþegaskilyrða. Þetta er eitraður kokteill í núverandi ástand þar sem nauðsynlegt er að byggja til að anna eftirspurn. Halda má því fram að Seðlabankinn hafi á undanförnu hlaðið í snjóhengju kynslóða sem bíða eftir tækifæri til að komast út á markaðinn á sama tíma og hann hefur tafið fyrir þeirri nauðsynlegu uppbyggingu sem fram undan er. Það er kominn tími til að vakna. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun