Bankasýslan hafi ekki gert athugasemdir við tilboð í TM Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2024 17:55 Landsbankinn er almenningshlutafélag að miklum meirihluta í eigu ríkisins. Bankasýslan telur að kaup á TM stríði gegn eigendastefnu ríkisins. Vísir/Vilhelm Bankaráð Landsbankans segir að Bankasýslan hafi verið upplýst um áhuga bankans á að kaupa tryggingafélagið TM í desember og ekki gert neinar athugasemdir fyrr en eftir að tilboð bankans var samþykkt. Bankasýslan ætlar að skipta út fimm bankaráðsmönnum á næstu dögum. Kaup Landsbankans á TM hafa verið umdeild. Bankasýsla ríkisins telur að upplýsingagjöf Landsbankans til sín hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins. Þá hafi hún ekki verið með þeim formlega hætti sem áður hefur verið viðhafður, ólíkt upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023. Tilboðið í TM hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar. Bankasýslan hætti við að tilnefna fimm bankaráðsmenn til áframhaldandi setu og leggur nú til fimm nýja menn inn fyrir aðalfund sem verður haldinn á föstudag eftir viku. Sjö manns skipa bankaráðið en tveir núverandi bankaráðsmenn höfðu áður tilkynnt að þeir gæfu ekki kost á sér áfram. Óskaði hvorki eftir gögnum né gerði athugasemdir Í yfirlýsingu sem bankaráð Landsbankans sendi frá sér nú síðdegis fullyrðir það að Bankasýslan hafi verið upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í tryggingafélagið 20. desember. „Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt,“ segir í yfirlýsingunni. Bankasýslan hafi sjálf staðfest að það hafi verið á forræði bankaráðsins að taka ákvörðun um að bjóða í TM. Hafi Bankasýslan talið að afla þyrfti samþykkis hluthafafundar fyrir kaupunum þá hafi hún haft mörg tækifæri til þess að koma því áliti á framfæri, að sögn bankaráðsins. Bankaráðinu finnst miður að Bankasýslan líti svo á að hún hafi ekki fengið upplýsingar með nægilega formlegum hætti um áform Landsbankans og telur sig hafa uppfyllt skyldur sínar um upplýsingagjöf. „Bankaráði þykur miður að ákvörðun um kaup á TM, sem var tekin með hagsmuni Landsbankans, hluthafa og viðskiptavina að leiðarljósi, hafi orðið jafn umdeild og raun ber vitni,“ segir í yfirlýsingu bankaráðsins. Vísar bankaráðið í hluta eigendastefnu ríkisins sem segir að ríkið stefni ekki að því að eiga meirihluta í fjármálafyrirtækjum á markaði til lengri tíma. Því sé mikilvægt að umsýsla eignarhluta þess sé fagleg, traust og á markaðsforsendum, meðal annars til þess að hámarka söluandvirði og arðgreiðslur fyrir skattgreiðendur. Fréttin verður uppfærð. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Munu skoða að losna strax við TM Bankasýsla ríkisins mun funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans og leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Fyrrverandi fjármálaráðherra vildi að skoðað yrði hvernig væri hægt að losa um eignarhlutinn eins fljótt og auðið er. 12. apríl 2024 16:53 Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. 12. apríl 2024 16:40 Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Kaup Landsbankans á TM hafa verið umdeild. Bankasýsla ríkisins telur að upplýsingagjöf Landsbankans til sín hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins. Þá hafi hún ekki verið með þeim formlega hætti sem áður hefur verið viðhafður, ólíkt upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023. Tilboðið í TM hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar. Bankasýslan hætti við að tilnefna fimm bankaráðsmenn til áframhaldandi setu og leggur nú til fimm nýja menn inn fyrir aðalfund sem verður haldinn á föstudag eftir viku. Sjö manns skipa bankaráðið en tveir núverandi bankaráðsmenn höfðu áður tilkynnt að þeir gæfu ekki kost á sér áfram. Óskaði hvorki eftir gögnum né gerði athugasemdir Í yfirlýsingu sem bankaráð Landsbankans sendi frá sér nú síðdegis fullyrðir það að Bankasýslan hafi verið upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í tryggingafélagið 20. desember. „Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt,“ segir í yfirlýsingunni. Bankasýslan hafi sjálf staðfest að það hafi verið á forræði bankaráðsins að taka ákvörðun um að bjóða í TM. Hafi Bankasýslan talið að afla þyrfti samþykkis hluthafafundar fyrir kaupunum þá hafi hún haft mörg tækifæri til þess að koma því áliti á framfæri, að sögn bankaráðsins. Bankaráðinu finnst miður að Bankasýslan líti svo á að hún hafi ekki fengið upplýsingar með nægilega formlegum hætti um áform Landsbankans og telur sig hafa uppfyllt skyldur sínar um upplýsingagjöf. „Bankaráði þykur miður að ákvörðun um kaup á TM, sem var tekin með hagsmuni Landsbankans, hluthafa og viðskiptavina að leiðarljósi, hafi orðið jafn umdeild og raun ber vitni,“ segir í yfirlýsingu bankaráðsins. Vísar bankaráðið í hluta eigendastefnu ríkisins sem segir að ríkið stefni ekki að því að eiga meirihluta í fjármálafyrirtækjum á markaði til lengri tíma. Því sé mikilvægt að umsýsla eignarhluta þess sé fagleg, traust og á markaðsforsendum, meðal annars til þess að hámarka söluandvirði og arðgreiðslur fyrir skattgreiðendur. Fréttin verður uppfærð.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Munu skoða að losna strax við TM Bankasýsla ríkisins mun funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans og leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Fyrrverandi fjármálaráðherra vildi að skoðað yrði hvernig væri hægt að losa um eignarhlutinn eins fljótt og auðið er. 12. apríl 2024 16:53 Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. 12. apríl 2024 16:40 Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Munu skoða að losna strax við TM Bankasýsla ríkisins mun funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans og leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Fyrrverandi fjármálaráðherra vildi að skoðað yrði hvernig væri hægt að losa um eignarhlutinn eins fljótt og auðið er. 12. apríl 2024 16:53
Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. 12. apríl 2024 16:40