„Við getum bætt okkur miklu meira en hin liðin“ Sverrir Mar Smárason skrifar 13. apríl 2024 17:07 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var stoltur af liði sínu í dag en svekktur með úrslitin. Visir/ Hulda Margrét Vestri tapaði öðrum leik sínum í röð í Bestu deild karla þegar liðið heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll í dag, 4-0. Davíð Smári Lamude, þjálfari nýliðanna, var svekktur með úrslitin eftir að hafa farið með jafna stöðu inn í hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var ekki alveg fullkominn. Mér fannst við ekki nægilega góðir á boltann en góðir varnarlega og mikil bæting frá síðasta leik. Við fáum mark á okkur snemma í síðari hálfleiknum sem breytir þessu og svo einhverjir dómar sem að falla ekki með. Augnablikið fer svolítið frá okkur þegar við gefum vítið. Þetta var leikur fram að vítinu. Ég ætla bara að vera hreinskilinn, ég er gríðarlega stoltur af mínu liði. Stoltur af því hvar við erum og það er auvðitað margt sem er ekki nægilega gott en við erum bara á öðrum stað en hin liðin. Við getum bætt okkur miklu meira en hin liðin. Blikarnir eru ekkert alltof langt frá sínu besta en mitt lið er lengst af öllum frá sínu besta. Það veit á gott þó svo ég sé ekki sáttur með úrslitin og alls ekki sáttur með seinni hálfleikinn,“ sagði Davíð Smári. Elvar Baldvinsson, varnarmaður Vestra, fékk að líta beint rautt spjald fyrir tæklingu um miðjan síðari hálfleikinn. Umdeild ákvörðun hjá dómara leiksins. „Ég held þetta sé ekki rautt spjald. Ég skal viðurkenna það að ég er ekki búinn að sjá þetta í sjónvarpi en mér finnst þetta mjög harður dómur,“ sagði Davíð um rauða spjaldið. Gestunum gekk illa að sækja að marki Blika í dag og sköpuðu sér varla eitt færi í leiknum. „Mér fannst bara svona þessar stuttu, einföldu sendingar og sendingar fram á við voru ekki nógu góðar. Við náum ekki að sækja hratt á þá þegar við vinnum boltann. Þá töpum við boltanum fljótt aftur og náum aldrei takti í að sækja á þá. Náum illa að fylla teiginn þeirra þar af leiðandi þar sem við eruma lltaf stutt með boltann,“ sagði Davíð. Andri Rúnar Bjarnason kom inná í dag og fékk nokkrar mínútur. Það gekk þó erfiðlega þar sem hann var inná í mjög erfiðri stöðu. Hann hefur verið að koma til baka eftir meiðsli. „Við vorum inni í leiknum og svo kemur vítið þegar hann er við það að labba inn á völlinn. Augnablikið fór frá okkur. En eins og ég segi þá er ég bara stoltur af mínu liði. Auðvitað eru mörk þarna sem eru ekki nægilega góð og við þurfum að laga. Við þurfum að horfa fram vegin og reyna að bæta okkur fyrir næsta leik,“ sagði Davíð Smári að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Breiðablik Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var ekki alveg fullkominn. Mér fannst við ekki nægilega góðir á boltann en góðir varnarlega og mikil bæting frá síðasta leik. Við fáum mark á okkur snemma í síðari hálfleiknum sem breytir þessu og svo einhverjir dómar sem að falla ekki með. Augnablikið fer svolítið frá okkur þegar við gefum vítið. Þetta var leikur fram að vítinu. Ég ætla bara að vera hreinskilinn, ég er gríðarlega stoltur af mínu liði. Stoltur af því hvar við erum og það er auvðitað margt sem er ekki nægilega gott en við erum bara á öðrum stað en hin liðin. Við getum bætt okkur miklu meira en hin liðin. Blikarnir eru ekkert alltof langt frá sínu besta en mitt lið er lengst af öllum frá sínu besta. Það veit á gott þó svo ég sé ekki sáttur með úrslitin og alls ekki sáttur með seinni hálfleikinn,“ sagði Davíð Smári. Elvar Baldvinsson, varnarmaður Vestra, fékk að líta beint rautt spjald fyrir tæklingu um miðjan síðari hálfleikinn. Umdeild ákvörðun hjá dómara leiksins. „Ég held þetta sé ekki rautt spjald. Ég skal viðurkenna það að ég er ekki búinn að sjá þetta í sjónvarpi en mér finnst þetta mjög harður dómur,“ sagði Davíð um rauða spjaldið. Gestunum gekk illa að sækja að marki Blika í dag og sköpuðu sér varla eitt færi í leiknum. „Mér fannst bara svona þessar stuttu, einföldu sendingar og sendingar fram á við voru ekki nógu góðar. Við náum ekki að sækja hratt á þá þegar við vinnum boltann. Þá töpum við boltanum fljótt aftur og náum aldrei takti í að sækja á þá. Náum illa að fylla teiginn þeirra þar af leiðandi þar sem við eruma lltaf stutt með boltann,“ sagði Davíð. Andri Rúnar Bjarnason kom inná í dag og fékk nokkrar mínútur. Það gekk þó erfiðlega þar sem hann var inná í mjög erfiðri stöðu. Hann hefur verið að koma til baka eftir meiðsli. „Við vorum inni í leiknum og svo kemur vítið þegar hann er við það að labba inn á völlinn. Augnablikið fór frá okkur. En eins og ég segi þá er ég bara stoltur af mínu liði. Auðvitað eru mörk þarna sem eru ekki nægilega góð og við þurfum að laga. Við þurfum að horfa fram vegin og reyna að bæta okkur fyrir næsta leik,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Breiðablik Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira