„Margar fínar stöður sem við náum ekki að nýta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2024 22:39 Glæsilegur Arnar Grétarsson skartaði skemmtilegum skóbúnaði á hliðarlínunni í kvöld. vísir / hulda margrét Arnar Grétarsson þjálfari Vals fannst Valsmenn eiga meira skilið úr leik liðsins gegn Fylki í kvöld en markalaust jafntefli. Hann sagði sína menn ekki hafa verið nógu beitta á síðasta þriðungi vallarins. „Já, ég held það nú,“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist Valsmenn átt meira skilið úr leiknum. „Þetta var leikur þar sem hver átti sín tækifæri og upphlaup. Heilt yfir stjórnum við leiknum, vorum mun meira með boltann og vorum að komast trekk í trekk afturfyrir þá. Það vantaði færi á síðasta þriðjung til að klára.“ Fylkismenn voru skeinuhættir í skyndisóknum í leiknum og sköpuðu sér í nokkur skipti góð færi. Það gerðu Valsmenn einnig og meðal annars átti Gylfi Þór Sigurðsson tvö góð skot í fyrri hálfleiknum sem Ólafur Kristófer Helgason í marki Fylkis náði að verja. „Ég held við höfum alveg fengið færi í fyrri og seinni til að klára en þeir áttu sín upphlaup. Þegar þú sækir á mörgum þá eru þeir mjög fljótir fram á við. Ég held að við hefðum viljað fá þrjú stig úr þessum leik.“ Arnar var svekktur út í sína menn að hafa ekki nýtt góðar stöður betur. „Við erum trekk í trekk að komast afturfyrir þá og eigum sendingar í fyrri hálfleik inni í vítateig. Þá erum við of lengi að senda og þeir komast fyrir alla bolta, það er svekkjandi.“ „Svo eru margar fínar stöður sem við náum ekki að nýta. Það er það sem skilur á milli, á síðasta þriðjungi vorum við ekki nógu beinskeyttir og beittir. Við vorum ekki nógu ferskir í fyrri hálfleik og vorum í basli þegar það komu langir boltar. Þeir voru að vinna seinni boltann og voru hættulegir. Þeir áttu klárlega sín tækifæri í þessum leik,“ en Fylkismenn misnotuðu meðal annars vítaspyrnu í leiknum. Valsmenn fengu fjölmargar hornspyrnur í leiknum sem lítið kom út úr. Gylfi Þór Sigurðsson tók þær flestar en Adam Ægir Pálsson tók við eftir að Gylfi var tekinn af velli. Þurfa Valsmenn að æfa föstu leikatriðin betur? „Það er alveg klárt að við fengum ansi mikið af hornspyrnum en það komu engin dauðafæri út úr því. Þannig að það segir sig sjálft.“ Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Já, ég held það nú,“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist Valsmenn átt meira skilið úr leiknum. „Þetta var leikur þar sem hver átti sín tækifæri og upphlaup. Heilt yfir stjórnum við leiknum, vorum mun meira með boltann og vorum að komast trekk í trekk afturfyrir þá. Það vantaði færi á síðasta þriðjung til að klára.“ Fylkismenn voru skeinuhættir í skyndisóknum í leiknum og sköpuðu sér í nokkur skipti góð færi. Það gerðu Valsmenn einnig og meðal annars átti Gylfi Þór Sigurðsson tvö góð skot í fyrri hálfleiknum sem Ólafur Kristófer Helgason í marki Fylkis náði að verja. „Ég held við höfum alveg fengið færi í fyrri og seinni til að klára en þeir áttu sín upphlaup. Þegar þú sækir á mörgum þá eru þeir mjög fljótir fram á við. Ég held að við hefðum viljað fá þrjú stig úr þessum leik.“ Arnar var svekktur út í sína menn að hafa ekki nýtt góðar stöður betur. „Við erum trekk í trekk að komast afturfyrir þá og eigum sendingar í fyrri hálfleik inni í vítateig. Þá erum við of lengi að senda og þeir komast fyrir alla bolta, það er svekkjandi.“ „Svo eru margar fínar stöður sem við náum ekki að nýta. Það er það sem skilur á milli, á síðasta þriðjungi vorum við ekki nógu beinskeyttir og beittir. Við vorum ekki nógu ferskir í fyrri hálfleik og vorum í basli þegar það komu langir boltar. Þeir voru að vinna seinni boltann og voru hættulegir. Þeir áttu klárlega sín tækifæri í þessum leik,“ en Fylkismenn misnotuðu meðal annars vítaspyrnu í leiknum. Valsmenn fengu fjölmargar hornspyrnur í leiknum sem lítið kom út úr. Gylfi Þór Sigurðsson tók þær flestar en Adam Ægir Pálsson tók við eftir að Gylfi var tekinn af velli. Þurfa Valsmenn að æfa föstu leikatriðin betur? „Það er alveg klárt að við fengum ansi mikið af hornspyrnum en það komu engin dauðafæri út úr því. Þannig að það segir sig sjálft.“
Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira