Dakota segir frá þessu í innslagi veftímaritsins Harper's Bazaar. Þar er hún ásamt breska leikaranum Andrew Scott en þau leika bæði í Netflix þáttunum Ripley sem eru nýkomnir út.
Hún segir að hún hafi verið ellefu ára gömul og fengið sinn fyrsta farsíma frá Cruise. Það hafi verið Motorola Razr en Fanning viðurkennir að hún hafi ekki haft neinn til að hringja í á þessum tíma.
„Tom gefur mér afmælisgjöf á hverju einasta ári og hefur gert síðan þá,“ segir Dakota. Í War of the Worlds ráðast geimverur á jörðina og þarf persóna Tom Cruise að hafa sig allan við til að halda sér og dóttur sinni, sem leikin er af Dakota Fanning, á lífi.