Pressa á Hallgrími: „Áttu að þurfa að segja þetta við leikmenn?“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2024 11:31 Hallgrímur Jónasson tók við sem aðalþjálfari KA seint á tímabilinu 2022. vísir/Hulda Margrét Sérfræðingarnir í Stúkunni telja Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, strax lentan undir pressu takist liðinu ekki að vinna Vestra í næsta leik í Bestu deildinni í fótbolta. Hallgrímur stýrði KA sem aðalþjálfari í fyrsta sinn í fyrra og kom liðinu í bikarúrslitaleik og inn í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Í Bestu deildinni gekk hins vegar ekki vel og KA endaði þremur stigum frá því að komast í efri úrslitakeppnina síðasta haust, og hafnaði í 7. sæti. Liðið hefur svo byrjað nýtt tímabil í ár á tveimur heimaleikjum; 1-1 jafntefli við HK og 3-2 tapi gegn FH. „Ég veit að það eru 180 mínútur búnar af þessu móti, en KA VERÐUR að vinna Vestra. Þetta er komið á það stig, í 3. umferð,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Pressa á Hallgrími? Albert Brynjar Ingason tók þá til máls: „Hallgrímur talaði um það eftir leikinn á móti HK að jafntefli væri mikil vonbrigði en leikurinn hefði verið frábær og þeir vaðið í færum. Ég held að hann sé mikið svekktari eftir þennan leik, því frammistaðan var ekki það spes.“ „Þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím“ „Við verðum að taka úrslitakeppnina á síðasta tímabili út úr menginu, því fyrir KA snýst allt um að vera á efra skiltinu. Ef við skoðum þessa 22 leiki í fyrra [fyrir úrslitakeppnina] og þessa tvo leiki núna, þá eru þetta átta sigrar í 24 leikjum á Íslandsmóti undir stjórn Hallgríms, sex jafntefli og tíu töp. Þrjátíu stig,“ sagði Albert og þeir Guðmundur voru sammála um að það væri einfaldlega ekki nógu rík uppskera. „Ef Vestraleikurinn vinnst ekki þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím,“ sagði Albert. „Og ég veit ekki hvort að Hallgrímur sé að ná til leikmanna. Mér finnst leikmenn fljótir að fara inn í skelina, fljótir að svekkja sig. Eins og þegar Kjartan Kári skorar úr þessu „þrususkoti“ þá er það fyrsta sem ég heyri frá Hallgrími: „Það er nóg eftir“. Áttu að þurfa að segja þetta við leikmenn, þegar það eru fjörutíu mínútur eftir? Ég yrði svolítið pirraður ef ég myndi heyra þetta,“ sagði Albert. Besta deild karla KA Stúkan Mest lesið Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Enski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Körfubolti Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Hallgrímur stýrði KA sem aðalþjálfari í fyrsta sinn í fyrra og kom liðinu í bikarúrslitaleik og inn í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Í Bestu deildinni gekk hins vegar ekki vel og KA endaði þremur stigum frá því að komast í efri úrslitakeppnina síðasta haust, og hafnaði í 7. sæti. Liðið hefur svo byrjað nýtt tímabil í ár á tveimur heimaleikjum; 1-1 jafntefli við HK og 3-2 tapi gegn FH. „Ég veit að það eru 180 mínútur búnar af þessu móti, en KA VERÐUR að vinna Vestra. Þetta er komið á það stig, í 3. umferð,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Pressa á Hallgrími? Albert Brynjar Ingason tók þá til máls: „Hallgrímur talaði um það eftir leikinn á móti HK að jafntefli væri mikil vonbrigði en leikurinn hefði verið frábær og þeir vaðið í færum. Ég held að hann sé mikið svekktari eftir þennan leik, því frammistaðan var ekki það spes.“ „Þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím“ „Við verðum að taka úrslitakeppnina á síðasta tímabili út úr menginu, því fyrir KA snýst allt um að vera á efra skiltinu. Ef við skoðum þessa 22 leiki í fyrra [fyrir úrslitakeppnina] og þessa tvo leiki núna, þá eru þetta átta sigrar í 24 leikjum á Íslandsmóti undir stjórn Hallgríms, sex jafntefli og tíu töp. Þrjátíu stig,“ sagði Albert og þeir Guðmundur voru sammála um að það væri einfaldlega ekki nógu rík uppskera. „Ef Vestraleikurinn vinnst ekki þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím,“ sagði Albert. „Og ég veit ekki hvort að Hallgrímur sé að ná til leikmanna. Mér finnst leikmenn fljótir að fara inn í skelina, fljótir að svekkja sig. Eins og þegar Kjartan Kári skorar úr þessu „þrususkoti“ þá er það fyrsta sem ég heyri frá Hallgrími: „Það er nóg eftir“. Áttu að þurfa að segja þetta við leikmenn, þegar það eru fjörutíu mínútur eftir? Ég yrði svolítið pirraður ef ég myndi heyra þetta,“ sagði Albert.
Besta deild karla KA Stúkan Mest lesið Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Enski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Körfubolti Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira