Vann sig upp úr þunglyndi með sænskum hugarþjálfara: „Ég varð bara önnur manneskja“ Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2024 08:02 Patrik Johannesen er mættur aftur út á völl eftir langa bið. vísir/Einar Færeyski landsliðsmaðurinn Patrik Johannesen gekk í gegnum erfiða tíma eftir að hafa slitið krossband í hné fyrir ári síðan. Hann er nú byrjaður að spila að nýju fyrir Breiðablik, í Bestu deildinni í fótbolta. Patrik kom inn á sem varamaður gegn Vestra um síðustu helgi og er spenntur fyrir sumrinu eftir afar erfitt ár. Til að vinna sig út úr þunglyndi sem fylgdi meiðslunum fékk hann góða aðstoð hugarþjálfara færeyska landsliðsins, hins sænska Igor Ardoris. „Hausinn var farinn í fyrra, og það má kalla það þunglyndi. Maður er ekki vanur að vera fyrir utan og horfa á alla hina leikmennina. Fyrsti leikurinn eftir þetta var gegn Víkingi á Kópavogsvelli og ég var lagður af stað heim eftir tíu mínútur, og gat ekki horft á þetta. Þannig var þetta í byrjun en svo sætti ég mig við stöðuna og fókusaði á að komast til baka,“ sagði Patrik á Kópavogsvelli í gær. „Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni“ Hann segir vinnuna með hugarþjálfaranum Ardoris hafa hjálpað sér mikið. „Við fórum að tala saman tvisvar í viku, í átta vikur, og það hentaði mér mjög vel að tala við hann um allt – bæði lífið og fótboltann. Hann er mjög góður. Ég varð bara önnur manneskja eftir þessar átta vikur með honum. Hausinn komst á réttan stað og ég gat haldið fókus á að koma til baka eftir meiðslin. Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni. Ég hafði prófað það með Klaksvík og komist í umspil, en núna var Breiðablik í riðlakeppni og það var erfiðast að missa af þeim leikjum. Við verðum bara að komast þangað aftur,“ sagði Patrik og brosti. Orðinn svolítið þreyttur á styrktarþjálfaranum Hann nýtti sér ekki bara aðstoð fyrir andlega styrkinn heldur kynntist líkamsstyrktarþjálfurum og sjúkraþjálfurum Breiðabliks vel síðustu misseri. „Ég var með Aroni Má [Björnssyni] í fyrra og var orðinn svolítið þreyttur á honum þarna í lok desember. Við vorum alltaf saman, og áttum mjög gott samstarf. Núna er Helgi [Jónas Guðfinnsson] kominn og það er eins varðandi hann. Helgi er mjög duglegur að vinna með mig til að fá mig til baka í toppstandi. Ég tek mínúturnar sem ég fæ og æfi eins mikið og ég get.“ Patrik fékk að spila tíu mínútur gegn Vestra á laugardaginn, í 4-0 sigri, og smám saman ættu stuðningsmenn Blika að fá að sjá manninn sem raðaði inn mörkum fyrir Keflavík og er landsliðsmaður Færeyja. „Þetta var geggjað. Tilfinningin eftir leik var mjög góð,“ sagði Patrik um leikinn á laugardag. Patrik fór að skellihlæja í tengslum við spurningar um hjúskaparstöðu. Hann er á lausu og hægt að finna hann á Instagram.vísir/Einar „Þetta var mjög erfitt í fyrra – að missa af Evrópukeppninni og öllum skemmtilegu leikjunum sem Breiðablik spilaði. Það er líka búið að vera erfitt að komast til baka, og missa af öllum leikjunum á undirbúningstímabilinu út af smá meiðslum. En núna held ég að staðan sé frábær.“ Patrik náði að spila fimm deildarleiki í fyrravor, undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Fyrstu fimm leikirnir með Blikum í fyrra voru mjög fínir fyrir mig. Ég var kominn með mark og stoðsendingu en svo fór krossbandið og það var mjög erfitt að missa allt tímabilið. Ég hef aldrei meiðst svona, fyrr á ferlinum. Ég fékk mikið traust frá Óskari og það var mjög erfitt fyrir mig að missa af öllu sem ég hafði ætlað mér með Breiðabliki,“ sagði Patrik sem er hins vegar einnig mjög ánægður undir stjórn Halldórs Árnasonar. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Patrik kom inn á sem varamaður gegn Vestra um síðustu helgi og er spenntur fyrir sumrinu eftir afar erfitt ár. Til að vinna sig út úr þunglyndi sem fylgdi meiðslunum fékk hann góða aðstoð hugarþjálfara færeyska landsliðsins, hins sænska Igor Ardoris. „Hausinn var farinn í fyrra, og það má kalla það þunglyndi. Maður er ekki vanur að vera fyrir utan og horfa á alla hina leikmennina. Fyrsti leikurinn eftir þetta var gegn Víkingi á Kópavogsvelli og ég var lagður af stað heim eftir tíu mínútur, og gat ekki horft á þetta. Þannig var þetta í byrjun en svo sætti ég mig við stöðuna og fókusaði á að komast til baka,“ sagði Patrik á Kópavogsvelli í gær. „Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni“ Hann segir vinnuna með hugarþjálfaranum Ardoris hafa hjálpað sér mikið. „Við fórum að tala saman tvisvar í viku, í átta vikur, og það hentaði mér mjög vel að tala við hann um allt – bæði lífið og fótboltann. Hann er mjög góður. Ég varð bara önnur manneskja eftir þessar átta vikur með honum. Hausinn komst á réttan stað og ég gat haldið fókus á að koma til baka eftir meiðslin. Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni. Ég hafði prófað það með Klaksvík og komist í umspil, en núna var Breiðablik í riðlakeppni og það var erfiðast að missa af þeim leikjum. Við verðum bara að komast þangað aftur,“ sagði Patrik og brosti. Orðinn svolítið þreyttur á styrktarþjálfaranum Hann nýtti sér ekki bara aðstoð fyrir andlega styrkinn heldur kynntist líkamsstyrktarþjálfurum og sjúkraþjálfurum Breiðabliks vel síðustu misseri. „Ég var með Aroni Má [Björnssyni] í fyrra og var orðinn svolítið þreyttur á honum þarna í lok desember. Við vorum alltaf saman, og áttum mjög gott samstarf. Núna er Helgi [Jónas Guðfinnsson] kominn og það er eins varðandi hann. Helgi er mjög duglegur að vinna með mig til að fá mig til baka í toppstandi. Ég tek mínúturnar sem ég fæ og æfi eins mikið og ég get.“ Patrik fékk að spila tíu mínútur gegn Vestra á laugardaginn, í 4-0 sigri, og smám saman ættu stuðningsmenn Blika að fá að sjá manninn sem raðaði inn mörkum fyrir Keflavík og er landsliðsmaður Færeyja. „Þetta var geggjað. Tilfinningin eftir leik var mjög góð,“ sagði Patrik um leikinn á laugardag. Patrik fór að skellihlæja í tengslum við spurningar um hjúskaparstöðu. Hann er á lausu og hægt að finna hann á Instagram.vísir/Einar „Þetta var mjög erfitt í fyrra – að missa af Evrópukeppninni og öllum skemmtilegu leikjunum sem Breiðablik spilaði. Það er líka búið að vera erfitt að komast til baka, og missa af öllum leikjunum á undirbúningstímabilinu út af smá meiðslum. En núna held ég að staðan sé frábær.“ Patrik náði að spila fimm deildarleiki í fyrravor, undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Fyrstu fimm leikirnir með Blikum í fyrra voru mjög fínir fyrir mig. Ég var kominn með mark og stoðsendingu en svo fór krossbandið og það var mjög erfitt að missa allt tímabilið. Ég hef aldrei meiðst svona, fyrr á ferlinum. Ég fékk mikið traust frá Óskari og það var mjög erfitt fyrir mig að missa af öllu sem ég hafði ætlað mér með Breiðabliki,“ sagði Patrik sem er hins vegar einnig mjög ánægður undir stjórn Halldórs Árnasonar.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira