Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2024 14:27 Mennirnir tveir voru færðir fyrir dómara í dag. EPA/RONALD WITTEK Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. Mennirnir tveir eru sagðir hafa vaktað bandarískar herstöðvar og skipulagt árásir á hergagnaverksmiðjur og flutningaleiðir hergagna til Úkraínu. Þeir voru handteknir í Bæjarlandi í gær. Einn mannanna heitir Dieter S. og er 39 ára gamall maður af blönduðum rússneskum og þýskum uppruna. Hann er sagður hafa verið í samskiptum við útsendara frá Rússlandi frá því í október í fyrra og mun hann hafa samþykkt að gera árásir á hernaðarinnviði í Þýskalandi og hergagnaverksmiðjur, samkvæmt frétt Spiegel. Dieter S er sagður hafa barist fyrir aðskilnaðarsinna og Rússa í austurhluta Úkraínu frá 2014 til 2016, en sá hópur sem hann barðist með er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í Þýskalandi og hefur hann einnig verið sakaður um aðild að hryðjuverkasamtökum. Festnahmen u. a. wegen geheimdienstlicher Agententätigkeit und Mitgliedschaft in der ausländischen terroristischen Vereinigung Volksrepublik Donezk (VRD) , Pressemitteilung der #Bundesanwaltschaft vom 18.04.2024 https://t.co/bCFIPTa2Qe— Bundesanwaltschaft (@GBA_b_BGH) April 18, 2024 Hinn maðurinn heitir Alexander J. og er hann sakaður um að hafa aðstoðar Dieter S. frá því í síðasta mánuði. Dieter er sagður hafa skoðað mörg möguleg skotmörk, tekið myndir og myndbönd og sent myndefnið til útsendara í Rússlandi. Financial Times segir þann mann vera útsendara Leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Meðal staða sem þeir eru sagðir hafa skoðað eru herstöðvar þar sem úkraínskir hermenn fá þjálfun. Mennirnir eru sagðir hafa verið í samskiptum við rússneskan útsendara sem er sakaður um skipulagningu sprengjuárása og íkveikja. Þýski miðillinn DW segir að sendiherra Rússlands í Berlín hafi verið kallaður á teppið í dag vegna málsins. Þýskaland er einn stærsti bakhjarl Úkraínu og þá sérstaklega frá því Bandaríkjamenn hættu að senda hergögn til Úkraínu á síðasta ári. Ráðamenn í Þýskalandi hafa sagt að ríkið sé mikilvægt skotmark í augum Rússa, vegna þessarar hernaðaraðstoðar og vegna þess að Þjóðverjar hafa tekið algera U-beygju í samskiptum sínum við Rússa. Robert Habeck, aðstoðarkanslari Þýskalands, er staddur í Kænugarði þesssa dagana og fór hann á fund Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, í dag. Vizekanzler Robert #Habeck ist heute für einen Besuch in der #Ukraine eingetroffen. Er trifft dort u.a. Präsident #Selenskyj, zu politischen Gesprächen. pic.twitter.com/ZSvzRSorJF— Bundesministerium für Wirtschaft und Klimaschutz (@BMWK) April 18, 2024 Rússneskir njósnarar framhleypnir Útsendarar GRU hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við umfangsmiklar njósnir í Evrópu, skemmdarverk og jafnvel banatilræði. Í frétt FT segir að umsvif rússneskra njósnara í Evrópu hafi aukist á undanförnum mánuðum og er haft eftir evrópskum embættismönnum að fregnirnar frá Þýskalandi bendi til þess að Rússar séu sérstaklega framhleypnir þessa dagana. Í Þýskalandi eru rússneskir njósnarar sagðir hafa reynt að grafa undan stuðningi almennings við hernaðaraðstoð handa Úkraínu með áróðursherferðum og tölvuárásum á stjórnmálaflokka. Ráðamenn í Þýskalandi segja að verið sé að gefa í varðandi gagnnjósnir þar í landi. Hins vegar er rétt um mánuður síðan háttsettur embættismaður í varnarmálaráðuneyti Þýskalands var handtekinn fyrir að senda háleynileg gögn til Rússlands. Þá var einn af leiðtogum næst vinsælasta flokks Þýskalands, AfD, sakaður um að taka við peningum frá rússneskum auðjöfri fyrir að dreifa áróðri frá Rússum í Þýskalandi. Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Ákærður fyrir að nota slagorð SS-sveitanna á fjöldafundi Réttarhöld hefjast í dag yfir einum af helstu leiðtogum þýska stjórnmálaflokksins Valkostir fyrir Þýskaland en hann hefur verið ákærður fyrir að nota eitt helsta slagorð nasista. 18. apríl 2024 07:56 Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01 Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25 Niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að rannsakað verði til hlýtar hvernig upptökur af leynilegum fundum þýska hersins um Úkraínustríðið komust í dreifingu á rússneskum samfélagsmiðlum. 3. mars 2024 11:06 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Mennirnir tveir eru sagðir hafa vaktað bandarískar herstöðvar og skipulagt árásir á hergagnaverksmiðjur og flutningaleiðir hergagna til Úkraínu. Þeir voru handteknir í Bæjarlandi í gær. Einn mannanna heitir Dieter S. og er 39 ára gamall maður af blönduðum rússneskum og þýskum uppruna. Hann er sagður hafa verið í samskiptum við útsendara frá Rússlandi frá því í október í fyrra og mun hann hafa samþykkt að gera árásir á hernaðarinnviði í Þýskalandi og hergagnaverksmiðjur, samkvæmt frétt Spiegel. Dieter S er sagður hafa barist fyrir aðskilnaðarsinna og Rússa í austurhluta Úkraínu frá 2014 til 2016, en sá hópur sem hann barðist með er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í Þýskalandi og hefur hann einnig verið sakaður um aðild að hryðjuverkasamtökum. Festnahmen u. a. wegen geheimdienstlicher Agententätigkeit und Mitgliedschaft in der ausländischen terroristischen Vereinigung Volksrepublik Donezk (VRD) , Pressemitteilung der #Bundesanwaltschaft vom 18.04.2024 https://t.co/bCFIPTa2Qe— Bundesanwaltschaft (@GBA_b_BGH) April 18, 2024 Hinn maðurinn heitir Alexander J. og er hann sakaður um að hafa aðstoðar Dieter S. frá því í síðasta mánuði. Dieter er sagður hafa skoðað mörg möguleg skotmörk, tekið myndir og myndbönd og sent myndefnið til útsendara í Rússlandi. Financial Times segir þann mann vera útsendara Leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Meðal staða sem þeir eru sagðir hafa skoðað eru herstöðvar þar sem úkraínskir hermenn fá þjálfun. Mennirnir eru sagðir hafa verið í samskiptum við rússneskan útsendara sem er sakaður um skipulagningu sprengjuárása og íkveikja. Þýski miðillinn DW segir að sendiherra Rússlands í Berlín hafi verið kallaður á teppið í dag vegna málsins. Þýskaland er einn stærsti bakhjarl Úkraínu og þá sérstaklega frá því Bandaríkjamenn hættu að senda hergögn til Úkraínu á síðasta ári. Ráðamenn í Þýskalandi hafa sagt að ríkið sé mikilvægt skotmark í augum Rússa, vegna þessarar hernaðaraðstoðar og vegna þess að Þjóðverjar hafa tekið algera U-beygju í samskiptum sínum við Rússa. Robert Habeck, aðstoðarkanslari Þýskalands, er staddur í Kænugarði þesssa dagana og fór hann á fund Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, í dag. Vizekanzler Robert #Habeck ist heute für einen Besuch in der #Ukraine eingetroffen. Er trifft dort u.a. Präsident #Selenskyj, zu politischen Gesprächen. pic.twitter.com/ZSvzRSorJF— Bundesministerium für Wirtschaft und Klimaschutz (@BMWK) April 18, 2024 Rússneskir njósnarar framhleypnir Útsendarar GRU hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við umfangsmiklar njósnir í Evrópu, skemmdarverk og jafnvel banatilræði. Í frétt FT segir að umsvif rússneskra njósnara í Evrópu hafi aukist á undanförnum mánuðum og er haft eftir evrópskum embættismönnum að fregnirnar frá Þýskalandi bendi til þess að Rússar séu sérstaklega framhleypnir þessa dagana. Í Þýskalandi eru rússneskir njósnarar sagðir hafa reynt að grafa undan stuðningi almennings við hernaðaraðstoð handa Úkraínu með áróðursherferðum og tölvuárásum á stjórnmálaflokka. Ráðamenn í Þýskalandi segja að verið sé að gefa í varðandi gagnnjósnir þar í landi. Hins vegar er rétt um mánuður síðan háttsettur embættismaður í varnarmálaráðuneyti Þýskalands var handtekinn fyrir að senda háleynileg gögn til Rússlands. Þá var einn af leiðtogum næst vinsælasta flokks Þýskalands, AfD, sakaður um að taka við peningum frá rússneskum auðjöfri fyrir að dreifa áróðri frá Rússum í Þýskalandi.
Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Ákærður fyrir að nota slagorð SS-sveitanna á fjöldafundi Réttarhöld hefjast í dag yfir einum af helstu leiðtogum þýska stjórnmálaflokksins Valkostir fyrir Þýskaland en hann hefur verið ákærður fyrir að nota eitt helsta slagorð nasista. 18. apríl 2024 07:56 Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01 Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25 Niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að rannsakað verði til hlýtar hvernig upptökur af leynilegum fundum þýska hersins um Úkraínustríðið komust í dreifingu á rússneskum samfélagsmiðlum. 3. mars 2024 11:06 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Ákærður fyrir að nota slagorð SS-sveitanna á fjöldafundi Réttarhöld hefjast í dag yfir einum af helstu leiðtogum þýska stjórnmálaflokksins Valkostir fyrir Þýskaland en hann hefur verið ákærður fyrir að nota eitt helsta slagorð nasista. 18. apríl 2024 07:56
Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01
Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25
Niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að rannsakað verði til hlýtar hvernig upptökur af leynilegum fundum þýska hersins um Úkraínustríðið komust í dreifingu á rússneskum samfélagsmiðlum. 3. mars 2024 11:06