Þá verður rætt við fulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um stöðu málsins sem er sögulegt í ljósi hárrar upphæðar.
„Þetta er óvenjulegt að því leytinu til að við erum að tala um mjög háar fjárhæðir og að mönnum hafi tekist verknaðurinn sem slíkur. Já, þetta er smá óvenjulegt og þarf að fara áratugi aftur í tímann til að finna einhverja hliðstæðu,“ segir Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður í samtali við fréttastofu.
Hann leggur áherslu á að rannsókn málsins sé í fullum gangi.
Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttatímann í heild sinni má sjá hér að neðan: