Þórkatla kom í veg fyrir áætlun fjölskyldunnar: „Þetta tekur allt saman svo fjandi langan tíma“ Jón Þór Stefánsson skrifar 18. apríl 2024 23:04 Binra mætti á mótmæli gegn Þórkötlu á Austurvelli í dag. Skilaboðin voru einföld. Vísir/Vilhelm „Ég er föst á nýjum stað. Ég verð að geta komið fótunum undir mig og fjölskyldu mína,“ segir Birna Rún Arnarsdóttir um erfiða stöðu sem myndast hefur fyrir Grindvíkinga, meðal annars vegna fasteignafélagsins Þórkötlu. „Við erum búin að vera sjúklega þolinmóð, og allir að tala um að við eigum að vera það og sýna þakklæti. Það hefur ekki vantað. Ég ræði oft um það hvað ég sé þakklát fyrir stöðuna okkar núna,“ segir Birna og tekur fram að hún og fjölskylda hennar hafi til að mynda ekki þurft að standa í stanslausum flutningum eftir rýmingu bæjarins eins og sumir íbúar Grindavíkur hafa lent í. Í samtali við fréttastofu segist Birna hafa sótt um að selja íbúð sína í Grindavík þann áttunda mars síðastliðinn, og þá hafi verið talað um að það tæki tvær til fjórar vikur til að afgreiða umsóknina. Á morgun verða liðnar sex vikur. Þar að auki hefur Birna fengið þau skilaboð að hún hafi verið á meðal þeirra tíu fyrstu sem sóttu um. Þá hafi verið fullyrt að húsin yrðu keypt í þeirri röð sem umsóknirnar bárust. Í dag var tilkynnt að búið væri að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga, en eign Birnu er ekki þar á meðal. Þórkötlu, sem er félagið sem annast kaupin, hafa borist 711 umsóknir. Hún veltir fyrir sér hvort í stað þess að afgreiða umsóknirnar í þeirri röð sem þær borist hafi verið byrjað á skuldlausum íbúðum. Fjölskylda Birnu er stór. Hún á og eiginmaður hennar eiga fimm börn.Aðsend Ætluðu að gera upp íbúð en það fór fyrir bí „Látið okkur vita,“ segir Birna. Henni finnst að upplýsingagjöf Þórkötlu mætti vera betri, ekkert hafi heyrst frá henni fyrr en umrædd tilkynning var gefin út í dag. „Þau gefa okkur tvær til fjórar vikur, og þá setja sig allir í stellingar,“ segir hún um Grindvíkinga sem hafi búist við því að tímaramminn myndi halda. Þegar ekki rættist úr því hafi það haft áhrif á fólkið. Birna nefnir dæmi af sjálfri sér. Hennar fjölskylda missti af íbúð sem þau voru búin að ákveða að gera upp. Þau voru komin með teikningar og tilboð og allt klárt, en vegna seinagangs Þórkötlu hafi það fallið um sjálft sig. „Maður skilur alveg að fólk hafi ekki endalausa bið, að bíða eftir Grindvíkingum sem eiga eftir að fá greitt, sem mun gerast. En þetta tekur allt saman svo fjandi langan tíma.“ Birna er kennari, og komst að því á dögunum að hún væri ekki með vinnu þar sem safnskólar Grindavíkur verða ekki starfræktir áfram. Hún hafi þó reddað sér annarri vinna, en það hafi hún gert með staðsetningu áðurnefndrar íbúðar sem þau misstu af í huga. „Maður veit ekki hvar maður á að búa. Maður veit ekki hvar maður á að vinna. Og af því að maður kemur úr þessu litla samfélagi þá vill maður geta verið í vinnu sem er nokkuð nálægt heimili manns.“ Þrátt fyrir þessa erfiðleika hefur Birna og fjölskylda fundið aðra íbúð, en hana kaupa þau af verktökum í stað þess að kaupa af einstaklingum. Verktakarnir séu líklega ekki eins fastir í keðju viðskipta sem er bundin ákveðnum tímaramma. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð í blokk á höfuðborgarsvæðinu sem er að sögn Birnu talsvert dýrari en þriggja hæða einbýlishús þeirra í Grindavík, sem þau hafi verið búin að taka alveg í nefið. Þau hafi ákveðið að vera á höfuðborgarsvæðinu frekar en á stað á með ódýrara húsnæðisverð, en börnin fengu að taka þátt í ákvörðuninni. Ný vandamál enn að koma á daginn Ástandið er ennþá að búa til ný vandamál að sögn Birnu. Sonur hennar sem er að klára tíunda bekk stendur nú frami fyrir því að velja um framhaldsskóla. Fyrir rýminguna hafi lang flest börn á menntaskólaaldri valið FS. „Allt í einu þarf hann að velja á milli fullt af skólum. Í staðinn fyrir að þetta sé eins og það var heima, þar sem nánast allir fóru í FS. Krakkarnir vilja náttúrulega vera saman, en komast þau inn í sama skóla? Hvernig verður þetta? Ég finn alveg að þetta er að valda ólgu hjá þeim.“ Þá segir Birna mikilvægt að líta á björtu hliðarnar og vera þakklát. Hún minnist á að mikið af fólki og fyrirtækjum hafi gert Grindvíkingum mjög gott. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
„Við erum búin að vera sjúklega þolinmóð, og allir að tala um að við eigum að vera það og sýna þakklæti. Það hefur ekki vantað. Ég ræði oft um það hvað ég sé þakklát fyrir stöðuna okkar núna,“ segir Birna og tekur fram að hún og fjölskylda hennar hafi til að mynda ekki þurft að standa í stanslausum flutningum eftir rýmingu bæjarins eins og sumir íbúar Grindavíkur hafa lent í. Í samtali við fréttastofu segist Birna hafa sótt um að selja íbúð sína í Grindavík þann áttunda mars síðastliðinn, og þá hafi verið talað um að það tæki tvær til fjórar vikur til að afgreiða umsóknina. Á morgun verða liðnar sex vikur. Þar að auki hefur Birna fengið þau skilaboð að hún hafi verið á meðal þeirra tíu fyrstu sem sóttu um. Þá hafi verið fullyrt að húsin yrðu keypt í þeirri röð sem umsóknirnar bárust. Í dag var tilkynnt að búið væri að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga, en eign Birnu er ekki þar á meðal. Þórkötlu, sem er félagið sem annast kaupin, hafa borist 711 umsóknir. Hún veltir fyrir sér hvort í stað þess að afgreiða umsóknirnar í þeirri röð sem þær borist hafi verið byrjað á skuldlausum íbúðum. Fjölskylda Birnu er stór. Hún á og eiginmaður hennar eiga fimm börn.Aðsend Ætluðu að gera upp íbúð en það fór fyrir bí „Látið okkur vita,“ segir Birna. Henni finnst að upplýsingagjöf Þórkötlu mætti vera betri, ekkert hafi heyrst frá henni fyrr en umrædd tilkynning var gefin út í dag. „Þau gefa okkur tvær til fjórar vikur, og þá setja sig allir í stellingar,“ segir hún um Grindvíkinga sem hafi búist við því að tímaramminn myndi halda. Þegar ekki rættist úr því hafi það haft áhrif á fólkið. Birna nefnir dæmi af sjálfri sér. Hennar fjölskylda missti af íbúð sem þau voru búin að ákveða að gera upp. Þau voru komin með teikningar og tilboð og allt klárt, en vegna seinagangs Þórkötlu hafi það fallið um sjálft sig. „Maður skilur alveg að fólk hafi ekki endalausa bið, að bíða eftir Grindvíkingum sem eiga eftir að fá greitt, sem mun gerast. En þetta tekur allt saman svo fjandi langan tíma.“ Birna er kennari, og komst að því á dögunum að hún væri ekki með vinnu þar sem safnskólar Grindavíkur verða ekki starfræktir áfram. Hún hafi þó reddað sér annarri vinna, en það hafi hún gert með staðsetningu áðurnefndrar íbúðar sem þau misstu af í huga. „Maður veit ekki hvar maður á að búa. Maður veit ekki hvar maður á að vinna. Og af því að maður kemur úr þessu litla samfélagi þá vill maður geta verið í vinnu sem er nokkuð nálægt heimili manns.“ Þrátt fyrir þessa erfiðleika hefur Birna og fjölskylda fundið aðra íbúð, en hana kaupa þau af verktökum í stað þess að kaupa af einstaklingum. Verktakarnir séu líklega ekki eins fastir í keðju viðskipta sem er bundin ákveðnum tímaramma. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð í blokk á höfuðborgarsvæðinu sem er að sögn Birnu talsvert dýrari en þriggja hæða einbýlishús þeirra í Grindavík, sem þau hafi verið búin að taka alveg í nefið. Þau hafi ákveðið að vera á höfuðborgarsvæðinu frekar en á stað á með ódýrara húsnæðisverð, en börnin fengu að taka þátt í ákvörðuninni. Ný vandamál enn að koma á daginn Ástandið er ennþá að búa til ný vandamál að sögn Birnu. Sonur hennar sem er að klára tíunda bekk stendur nú frami fyrir því að velja um framhaldsskóla. Fyrir rýminguna hafi lang flest börn á menntaskólaaldri valið FS. „Allt í einu þarf hann að velja á milli fullt af skólum. Í staðinn fyrir að þetta sé eins og það var heima, þar sem nánast allir fóru í FS. Krakkarnir vilja náttúrulega vera saman, en komast þau inn í sama skóla? Hvernig verður þetta? Ég finn alveg að þetta er að valda ólgu hjá þeim.“ Þá segir Birna mikilvægt að líta á björtu hliðarnar og vera þakklát. Hún minnist á að mikið af fólki og fyrirtækjum hafi gert Grindvíkingum mjög gott.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira