Leikurinn var stál í stál þegar miðbik 2. leikhluta nálgaðist, staðan 29-28. Gestirnir voru í sókn þar sem Frank Aron Booker setti hendi sína út með þeim afleiðingum að Ramos féll til jarðar.
Ramos brást við með því að sparka frá sér og virtist smellhitta Booker á staðinn sem enginn vill fá högg á. Orð segja meira en þúsund orð en myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
Valsmenn unnu á endanum leikinn og leiða nú einvígið 2-1. Sigur á Egilsstöðum í næsta leik og þeir eru komnir í undanúrslit.