Sakaður um fjölda afbrota: Ungar stúlkur einar heima urðu skelkaðar þegar hann ruddist inn Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2024 10:23 Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald mannsins. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um fjölda afbrota þarf að dúsa í gæsluvarðhaldi þangað til þann þrettánda maí næstkomandi. Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Eitt brotið sem maðurinn er sakaður um varðar húsbrot sem átti sér stað í janúar á þessu ári. Þá er hann sagður hafa ruðst inn í íbúð í fjölbýlishúsi í ótilgreindu bæjarfélagi. Þar hafi tvær níu ára stúlkur verið einar heima, sem urðu mjög skelkaðar vegna framgöngu mannsins. Þetta er eitt fjölda brota sem maðurinn hefur verið ákærður fyrir, en ákæruliðirnir eru tuttugu talsins. Af þeim varða allir nema þrír stuld að einhverju tagi. Níu ákæruliðanna varða þjófnað, átta þeirra nytjastuld, þá varða þrjú brotanna þjófnað, og eitt gripdeild. Í sumum ákæruliðum eru meint brot mannsins heimfærð undir fleiri en einn hatt. Meint brot áttu sér stað frá því í maí 2022 þangað til í febrúar á þessu ári. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn er sakaður um að hafa stolið ýmsum munum, en þar má nefna 66 gráður norður jakka, tveimur rútum af FAXE-bjór, Nintendo Switch-leikjatölvu, og þónokkrum bílum. Maðurinn er sakaður um að hafa framið þrjú rán. Það fyrsta í ótilgreindri verslun Nettó í október 2023. Þar er maðurinn sagður hafa sett sjö pakka af Malboro-sígarettum og þrjár dósir af Redbull í bakpokann sinn við afgreiðslukassann og síðan hlaupið úr verslunina. Hann er sakaður um að beita tvo starfsmenn verslunarinnar ofbeldi, en þeir reyndu að koma í veg fyrir að hann kæmi vörunum undan. Manninum er gefið a sök að ýta öðrum þeirra með báðum höndum og slá hinn í andlitið. Annað ránið átti sér stað á nuddstofu í desember í fyrra. Þar var manninum gefið að sök að taka glas, sem var í hillu á bak við afgreiðsluborð, sem innihélt um það bil 20 þúsund krónur í reiðufé. Hann er sagður hafa hótað starfsmanni líkamsmeiðingum þegar hún reyndi að stöðva hann og síðan tekið kókos-olíu og yfirgefið verslunina án þess að starfsmaðurinn hefði þorað að stöðva hann í ótta við viðbrögð hans. Þriðja ránið átti sér stað á bílastæði í febrúar á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi verið með hníf og neytt konu til að afhenda sér lykla að bíl. Hann er síðan sagður hafa stolið bílnum og ekið henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna þangað til lögregla stöðvaði för hans. Dómsmál Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sjá meira
Eitt brotið sem maðurinn er sakaður um varðar húsbrot sem átti sér stað í janúar á þessu ári. Þá er hann sagður hafa ruðst inn í íbúð í fjölbýlishúsi í ótilgreindu bæjarfélagi. Þar hafi tvær níu ára stúlkur verið einar heima, sem urðu mjög skelkaðar vegna framgöngu mannsins. Þetta er eitt fjölda brota sem maðurinn hefur verið ákærður fyrir, en ákæruliðirnir eru tuttugu talsins. Af þeim varða allir nema þrír stuld að einhverju tagi. Níu ákæruliðanna varða þjófnað, átta þeirra nytjastuld, þá varða þrjú brotanna þjófnað, og eitt gripdeild. Í sumum ákæruliðum eru meint brot mannsins heimfærð undir fleiri en einn hatt. Meint brot áttu sér stað frá því í maí 2022 þangað til í febrúar á þessu ári. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn er sakaður um að hafa stolið ýmsum munum, en þar má nefna 66 gráður norður jakka, tveimur rútum af FAXE-bjór, Nintendo Switch-leikjatölvu, og þónokkrum bílum. Maðurinn er sakaður um að hafa framið þrjú rán. Það fyrsta í ótilgreindri verslun Nettó í október 2023. Þar er maðurinn sagður hafa sett sjö pakka af Malboro-sígarettum og þrjár dósir af Redbull í bakpokann sinn við afgreiðslukassann og síðan hlaupið úr verslunina. Hann er sakaður um að beita tvo starfsmenn verslunarinnar ofbeldi, en þeir reyndu að koma í veg fyrir að hann kæmi vörunum undan. Manninum er gefið a sök að ýta öðrum þeirra með báðum höndum og slá hinn í andlitið. Annað ránið átti sér stað á nuddstofu í desember í fyrra. Þar var manninum gefið að sök að taka glas, sem var í hillu á bak við afgreiðsluborð, sem innihélt um það bil 20 þúsund krónur í reiðufé. Hann er sagður hafa hótað starfsmanni líkamsmeiðingum þegar hún reyndi að stöðva hann og síðan tekið kókos-olíu og yfirgefið verslunina án þess að starfsmaðurinn hefði þorað að stöðva hann í ótta við viðbrögð hans. Þriðja ránið átti sér stað á bílastæði í febrúar á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi verið með hníf og neytt konu til að afhenda sér lykla að bíl. Hann er síðan sagður hafa stolið bílnum og ekið henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna þangað til lögregla stöðvaði för hans.
Dómsmál Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sjá meira