„Aldeilis hlessa“ á auknum viðbúnaði vegna mögulegs goss Bjarki Sigurðsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 20. apríl 2024 11:46 Ármann Höskuldsson segist ekki hafa séð gögn sem bendi til þess að annað gos fari að hefjast. Vísir/Arnar Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segist alls ekki sjá neitt sem bendi til þess að annað eldgos sé að hefjast. „Þó að það sé ris undir Svartsengi, við erum búin að horfa á það gerast trekk í trekk. Nú er ég bara aldeilis hlessa,“ segir Ármann í samtali við fréttastofu. „Nei ég skil þetta ekki. En þau ráða þessu, ekki ég,“ segir hann um aukinn viðbúnað almannavarna vegna aukinnar eldgosahættu. Í gær var fjallað um að talið væri að nýtt eldgos gæti hafist hvenær sem er, jafnvel þó annað gos sé enn í gangi. „Ég get ekki tekið undir slíkt, nema að ég sjái einhver fleiri gögn en ég hef séð,“ segir Ármann. „Persónulega finnst mér, eftir að við erum komin í þetta ástand og erum að fylgjast með þessu, þá léttum við á hættuástandi á svæðinu til muna því það eru engar líkur á katastrófísku eldgosi.“ Hann útskýrir að landrisið sem mælist nú sé ekki þess eðlis. Það muni taka sinn tíma, en svo muni mögulega hlutirnir fara að gerast. „Þetta er bara eins og þetta hefur verið. Við mælum landris og það er vísbending um að það sé kvika að safnast fyrir sem með tíð og tíma getur komið til yfirborðs. Þar er fyrst og fremst treyst á jarðskjálfta þegar kvikan leggur af stað til yfirborðs. Það hefur mér að vitandi ekki klikkað enn þá. Að vísu hefur viðvörunin ekki verið nema klukkutími eða tveir, en við fáum allavega viðvörun. Og við þekkjum þetta orðið tiltölulega vel hvernig eldgosin haga sér. Ég er bara ekki að átta mig á þessu, því miður.“ Ármann telur ef eitthvað er líklegra að slökkvi á hinu eldgosinu fyrst áður en annað hefjist. Þar að auki segir hann vangaveltur hafa verið í gangi um að kvikan sem er að safnast núna muni eða sé að fara út um gosið sem er í gangi. „Ef aukið landris sem mælist kemur til með að valda því að það bæti hægt og rólega í þá gíga sem nú þegar eru í gangi þá tekur það tíma. Þeir eru ekki að fara að rjúka upp.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
„Þó að það sé ris undir Svartsengi, við erum búin að horfa á það gerast trekk í trekk. Nú er ég bara aldeilis hlessa,“ segir Ármann í samtali við fréttastofu. „Nei ég skil þetta ekki. En þau ráða þessu, ekki ég,“ segir hann um aukinn viðbúnað almannavarna vegna aukinnar eldgosahættu. Í gær var fjallað um að talið væri að nýtt eldgos gæti hafist hvenær sem er, jafnvel þó annað gos sé enn í gangi. „Ég get ekki tekið undir slíkt, nema að ég sjái einhver fleiri gögn en ég hef séð,“ segir Ármann. „Persónulega finnst mér, eftir að við erum komin í þetta ástand og erum að fylgjast með þessu, þá léttum við á hættuástandi á svæðinu til muna því það eru engar líkur á katastrófísku eldgosi.“ Hann útskýrir að landrisið sem mælist nú sé ekki þess eðlis. Það muni taka sinn tíma, en svo muni mögulega hlutirnir fara að gerast. „Þetta er bara eins og þetta hefur verið. Við mælum landris og það er vísbending um að það sé kvika að safnast fyrir sem með tíð og tíma getur komið til yfirborðs. Þar er fyrst og fremst treyst á jarðskjálfta þegar kvikan leggur af stað til yfirborðs. Það hefur mér að vitandi ekki klikkað enn þá. Að vísu hefur viðvörunin ekki verið nema klukkutími eða tveir, en við fáum allavega viðvörun. Og við þekkjum þetta orðið tiltölulega vel hvernig eldgosin haga sér. Ég er bara ekki að átta mig á þessu, því miður.“ Ármann telur ef eitthvað er líklegra að slökkvi á hinu eldgosinu fyrst áður en annað hefjist. Þar að auki segir hann vangaveltur hafa verið í gangi um að kvikan sem er að safnast núna muni eða sé að fara út um gosið sem er í gangi. „Ef aukið landris sem mælist kemur til með að valda því að það bæti hægt og rólega í þá gíga sem nú þegar eru í gangi þá tekur það tíma. Þeir eru ekki að fara að rjúka upp.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira