„Þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. apríl 2024 11:45 Vatn við Bárðarbungu. vísir/RAX Jarðskjálftinn sem mældist í Bárðarbunguöskjunni í morgun gæti verið til marks um að eldstöðin sé að taka við sér. Þetta segir náttúruvársérfræðingur sem mælir aukna virkni á svæðinu. Skjálftinn var 5,4 að stærð og sá stærsti sem mælst hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2015. Jarðskjálftinn mældist klukkan rúmlega tuttugu mínútur í sjö þegar landsmenn voru flestir við fasta svefn. Nokkrir eftirskjálftar mældust í kjölfarið, sá stærsti 2,5 að stærð. Hildur María Friðriksdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Hann var 5,4 sem er stærsti skjálfri sem hefur mælst frá umbrotunum árið 2014 til 2015 þegar gaus í Holuhrauni þannig þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur og gæti verið upphafið að löngu ferli.“ Ferli sem getur tekið nokkur ár. Ekki er talið nauðsynlegt að auka vöktun á svæðinu enda er hún töluverð. Skjálftinn sem mældist í morgun fannst lítillega í flestum landshlutum. En ef það fer allt af stað, hvernig gos verður í Bárðarbungu? „Það gæti náttúrulega verið annað gos eins og í Holuhrauni, hraungos, þar sem kvikugangur fer af stað og það gýs þarna frá eldstöðinni en svo er alltaf möguleiki að það gjósi í eldstöðinni sjálfri og þá gæti komið sprengigos, líkt og hefur komið í Grímsvötnum.“ Virkni eykst á svæðinu Hún telur mjög ólíklegt að eitthvað gerist á næstunni. Engin hrina sé á svæðinu. „Við erum bara að sjá núna að það hefur frá því í febrúar aukist jarðskjálftavirknin og hún er enn að aukast á svæðinu. Sömuleiðis sjáum við smá breytingu í jarðskorpuhreyfingum sem byrjaði reyndar snemma í fyrra þannig hún er hægt og rólega að taka við sér og vakna til lífsins eftir síðustu umbrot. En eins og ég segi gæti þetta verið upphafið að mjög löngu ferli,“ sagði Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur. Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira
Jarðskjálftinn mældist klukkan rúmlega tuttugu mínútur í sjö þegar landsmenn voru flestir við fasta svefn. Nokkrir eftirskjálftar mældust í kjölfarið, sá stærsti 2,5 að stærð. Hildur María Friðriksdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Hann var 5,4 sem er stærsti skjálfri sem hefur mælst frá umbrotunum árið 2014 til 2015 þegar gaus í Holuhrauni þannig þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur og gæti verið upphafið að löngu ferli.“ Ferli sem getur tekið nokkur ár. Ekki er talið nauðsynlegt að auka vöktun á svæðinu enda er hún töluverð. Skjálftinn sem mældist í morgun fannst lítillega í flestum landshlutum. En ef það fer allt af stað, hvernig gos verður í Bárðarbungu? „Það gæti náttúrulega verið annað gos eins og í Holuhrauni, hraungos, þar sem kvikugangur fer af stað og það gýs þarna frá eldstöðinni en svo er alltaf möguleiki að það gjósi í eldstöðinni sjálfri og þá gæti komið sprengigos, líkt og hefur komið í Grímsvötnum.“ Virkni eykst á svæðinu Hún telur mjög ólíklegt að eitthvað gerist á næstunni. Engin hrina sé á svæðinu. „Við erum bara að sjá núna að það hefur frá því í febrúar aukist jarðskjálftavirknin og hún er enn að aukast á svæðinu. Sömuleiðis sjáum við smá breytingu í jarðskorpuhreyfingum sem byrjaði reyndar snemma í fyrra þannig hún er hægt og rólega að taka við sér og vakna til lífsins eftir síðustu umbrot. En eins og ég segi gæti þetta verið upphafið að mjög löngu ferli,“ sagði Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur.
Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira