Innlent

For­ysta Fram­sóknar endur­kjörin

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Ásmundur Einar, Sigurður Ingi og Lilja Dögg héldu öll sínum sætum. 
Ásmundur Einar, Sigurður Ingi og Lilja Dögg héldu öll sínum sætum.  Steinunn Þorvaldsdóttir

Sigurður Ingi Jóhannsson var á Flokksþingi Framsóknar fyrr í dag endurkjörinn formaður flokksins með rúmlega 96 prósent greiddra atkvæða. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu, en Sigurður Ingi hefur verið formaður frá árinu 2016. 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir var endurkjörin varaformaður Framsóknar með tæplega 90 prósent greiddra atkvæða. Lilja Dögg hefur verið varaformaður frá árinu 2016.

Ásmundur Einar Daðason var endurkjörinn ritari Framsóknar með rúmlega 95 prósent atkvæða. Hann hefur verið ritari Framsóknar frá árinu 2022, þegar hann tók við af Jóni Birni Hákonarsyni, fyrrverandi bæjarstjóra Fjarðarbyggðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×