Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2024 08:35 Ísraelskur hermaður gengur fram hjá pallbíl sem vígamenn Hamas notuðu í árás sinni í Sderot 7. október. Hamas-liðar myrtu á annað þúsund manns og tóku um 250 manns í gíslingu. AP/Ohad Zwigenberg Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. Árásinni í október hefur verið lýst sem versta leyniþjónustubresti í sögu Ísrealsríkis. Hamas-liðum tókst að sprengja sér leið í gegnum landamæravarnir Ísraela og ganga berserksgang óáreittum í íbúðabyggðum tímunum saman án þess að ísraelskar öryggissveitir fengju rönd við reist. Um 1.200 manns féllu í árásinni, flestir þeirra óbreyttir borgarar, sem hratt af stað blóðugu stríði Ísraela á Gasa sem hefur kostað tugi þúsunda Palestínumanna lífið. „Leyniþjónustuskrifstofan sem ég stýri stóð sig ekki í því starfi sem okkur var treyst fyrir. Ég ber þennan svarta dag með mér æ síðan, dag eftir dag, nótt eftir nótt. Ég ber sársaukan með mér að eilífu,“ sagði í afsagnarbréfi Aharaon Haliva, undirhershöfðingja, að sögn AP-fréttastofunnar. Fastlega hafði verið búist við því að Haliva og fleiri yfirmenn hers og leyniþjónustu segðu af sér eftir árásina 7. október en hernaðurinn á Gasa og átök við líbönsku Hezbolla-sveitirnar flæktu stöðuna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hefur ekki gengist við neinni ábyrgð á þeim veikleikum sem gerðu árás Hamas mögulega. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. 22. apríl 2024 07:36 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Árásinni í október hefur verið lýst sem versta leyniþjónustubresti í sögu Ísrealsríkis. Hamas-liðum tókst að sprengja sér leið í gegnum landamæravarnir Ísraela og ganga berserksgang óáreittum í íbúðabyggðum tímunum saman án þess að ísraelskar öryggissveitir fengju rönd við reist. Um 1.200 manns féllu í árásinni, flestir þeirra óbreyttir borgarar, sem hratt af stað blóðugu stríði Ísraela á Gasa sem hefur kostað tugi þúsunda Palestínumanna lífið. „Leyniþjónustuskrifstofan sem ég stýri stóð sig ekki í því starfi sem okkur var treyst fyrir. Ég ber þennan svarta dag með mér æ síðan, dag eftir dag, nótt eftir nótt. Ég ber sársaukan með mér að eilífu,“ sagði í afsagnarbréfi Aharaon Haliva, undirhershöfðingja, að sögn AP-fréttastofunnar. Fastlega hafði verið búist við því að Haliva og fleiri yfirmenn hers og leyniþjónustu segðu af sér eftir árásina 7. október en hernaðurinn á Gasa og átök við líbönsku Hezbolla-sveitirnar flæktu stöðuna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hefur ekki gengist við neinni ábyrgð á þeim veikleikum sem gerðu árás Hamas mögulega.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. 22. apríl 2024 07:36 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. 22. apríl 2024 07:36