Í tilkynningu frá Nasdaq Iceland segir að umsókn þessa efnis hafi verið samþykkt og verða bréfin tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar.
Oculis á rætur sínar að rekja til Íslands og vinnur að þróun nýrra lyfja sem eru komin á stig klínískra rannsóknar til meðhöndlunar á alvarlegum augnsjúkdómum. Er gert ráð fyrir að fyrsta lyf félagsins geti verið komið á markað í Bandaríkjunum á seinni helmingi ársins 2025.
Með skráningu í Kauphöll verður félagið tvískráð, en það fór á markað í Bandaríkjunum fyrir rúmu ári og er markaðsviði metið um sextíu milljarðar króna.
Stofnendur Oculis eru þeir Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum, og Þorsteinn Loftsson, prófessor í lyfjafræði. Félagið var stofnað árið 2003.