Dæmd í bann eftir að ljúga til um krabbamein til að sleppa við bann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2024 07:00 Sara Benfares hefur verið dæmd í fimm ára keppnisbann. Ezra Shaw/Getty Images Langhlauparinn Sara Benfares hefur verið dæmd í fimm ára keppnisbann eftir að þónokkur bannefni fundust í lyfjaprófi sem hún tók. Faðir hennar, Samir, sagði að ástæðan væri sú að hún hefði verið í lyfjameðferð við krabbameini undanfarið ár. Hin 22 ára gamla Sara féll á lyfjaprófi síðasta haust. Fram að því hafði hún, verandi frá Þýskalandi, aldrei látið frjálsíþróttasambandið vita að hún væri með – eða í lyfjameðferð við – krabbamein. Í kjölfarið sagði faðir hennar að hún hefði undanfarið ár verið í lyfjameðferð vegna beinkrabbameins og að lyfin ólöglegu sem fundist hefðu í lyfjaprófi hennar væru öll hluti af krabbameinsmeðferðinni. Hún hafði hins vegar að keppa reglulega árið á undan og fannst þýska frjálsíþróttasambandinu maðkur vera í mysunni. Það fékkst svo í raun staðfest þegar Sofia, systir Söru, féll einnig á lyfjaprófi. Söru var rúllað af brautinni á HM í frjálsum í Oregon sumarið 2022.EPA-EFE/Etienne Laurent Hinn þýski Fritz Sörgel er sérfræðingur þegar kemur að lyfjamisnotkun íþróttafólks. Hann segir að það sé eitt að taka ólögleg lyf en það sé talsvert verra að ljúga til um að vera með krabbamein til að sleppa við refsingu. Með því sértu að skaða öll þau sem greind hafa verið krabbamein. „Slík lygi og slíkt svindl er mun verra en lyfjamisnotkun fyrir mér,“ sagði Sörgel. Systurnar voru dæmdar í tímabundið bann á meðan mál þeirra var til rannsóknar. Í gær, mánudag, féll svo dómur í máli Söru Benfares. Hún hefur verið dæmd í fimm ára bann. Hægt er að áfrýja dómnum sem tekur mið af þeirri staðreynd að það sé ljóst að Sara hafi til lengri tíma notað ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. Sara endaði í 12. sæti í 5000 metra hlaupinu á HM í frjálsum íþróttum síðasta sumar og var ein af vonarstjörnum Þýskalands fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í ár. Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira
Hin 22 ára gamla Sara féll á lyfjaprófi síðasta haust. Fram að því hafði hún, verandi frá Þýskalandi, aldrei látið frjálsíþróttasambandið vita að hún væri með – eða í lyfjameðferð við – krabbamein. Í kjölfarið sagði faðir hennar að hún hefði undanfarið ár verið í lyfjameðferð vegna beinkrabbameins og að lyfin ólöglegu sem fundist hefðu í lyfjaprófi hennar væru öll hluti af krabbameinsmeðferðinni. Hún hafði hins vegar að keppa reglulega árið á undan og fannst þýska frjálsíþróttasambandinu maðkur vera í mysunni. Það fékkst svo í raun staðfest þegar Sofia, systir Söru, féll einnig á lyfjaprófi. Söru var rúllað af brautinni á HM í frjálsum í Oregon sumarið 2022.EPA-EFE/Etienne Laurent Hinn þýski Fritz Sörgel er sérfræðingur þegar kemur að lyfjamisnotkun íþróttafólks. Hann segir að það sé eitt að taka ólögleg lyf en það sé talsvert verra að ljúga til um að vera með krabbamein til að sleppa við refsingu. Með því sértu að skaða öll þau sem greind hafa verið krabbamein. „Slík lygi og slíkt svindl er mun verra en lyfjamisnotkun fyrir mér,“ sagði Sörgel. Systurnar voru dæmdar í tímabundið bann á meðan mál þeirra var til rannsóknar. Í gær, mánudag, féll svo dómur í máli Söru Benfares. Hún hefur verið dæmd í fimm ára bann. Hægt er að áfrýja dómnum sem tekur mið af þeirri staðreynd að það sé ljóst að Sara hafi til lengri tíma notað ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. Sara endaði í 12. sæti í 5000 metra hlaupinu á HM í frjálsum íþróttum síðasta sumar og var ein af vonarstjörnum Þýskalands fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í ár.
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira