Lögregla var kölluð að fjölbýlishúsinu klukkan hálf fimm í nótt. Lögreglumönnum sem komu á vettvang var vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi.
Í íbúðinni var annar einstaklingur og var hann verið handtekinn í þágu rannsóknar málsins og er með réttarstöðu sakbornings. Krafa um gæsluvarðhald yfir honum var lögð fram fyrir dómi í dag og staðfest. Rannsókn málsins sé í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sem njóti aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.