Vilja taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. apríl 2024 22:03 Kristrún kynnti útspilið á fréttamannafundi í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag. Magnús Hlynur Samfylkingin segir enga skýra auðlindastefnu vera á Íslandi og heildarsýn skorti á nýtingu auðlinda. Flokkurinn vill taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna. Einnig vilja þau auka fjárfestingar í samgönguinnviðum og nýta fleiri virkjanakosti. Kristrún Frostadóttir kynnti í dag nýjasta útspil Samfylkingarinnar sem ber yfirskriftina „Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum“. Útspilið er afrakstur málefnastarfs síðustu 6 mánaða, þar sem forystufólk flokksins heimsótti 180 fyrirtæki og efndi til margra opinna funda um samgöngur víðs vegar um landið. Grundvallarkröfurnar þrjár Í stuttu máli eru grundvallarkröfur Samfylkingarinnar þrjár: 1. Krafa um framfarir í orku- og samgöngumálum Í þessu er tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh. Fjárfestingar í samgöngumálum eigi svo að fara aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030. 2. Krafa um skynsemi í auðlindastefnu. Samfylkingin vill að almenn auðlindagjöld renni til nærsamfélags og þjóðar. 3. Krafa um íslensk kjör og atvinnustefnu fyrir Ísland. Samfylkingin sýnir á spilin í orkumálum Í útspilinu eru sett fram tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh, til að styðja við verðmætasköpun og orkuskipti, og bæta orkunýtni um eitt TWh á sama tíma. Tekið er fram að Samfylkingin vill hvorki láta loka verksmiðjum né virkja sérstaklega fyrir nýja risanotendur raforku á borð við ný álver á þessum tímapunkti. Í útspilinu er einnig haft orð á því að umræða um orkuþörf geti verið villandi. Spurningarnar sem þurfi að spyrja um þau mál séu hvaða orkuvilja við höfum, hvað viljum við nýta mikla orku og hvernig? Samfylkingin vill leggja fram skýr markmið um orkuöflun og að rammaáætlun verði afgreidd á Alþingi reglulega svo hægt sé að standa undir markmiðunum. Þá vill Samfylkingin fjölga virkjunarkostum í nýtingarflokki í samræmi við tillögur verkefnastjórnar rammaáætlunar og ráðast í lagabreytingar sem eru til þess fallnar að hraða leyfisveitingum vegna framkvæmda sem hafa verið samkþykktar í nýtingarflokk. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, með útspilið sem kynnt var í dag.Samfylkingin Auðlindagjald og fjárfestingar í samgönguinnviðum Sagt er í útspilinu að engin auðlindastefna sé á Íslandi, engin heildarsýn á nýtingu náttúruauðlinda. Samfylkingin vill taka upp almenn auðlindagjöld, að hætti Norðmanna, frá fyrsta kjörtímabili í nýrri ríkisstjórn. Tekjum yrði skipt á milli sveitarélaga og ríkissjóðs, til að stilla saman hagsmuni nærsamfélags og þjóðar. Auðlindagjöldin yrðu tekin í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Þar að auki kallar Samfylkingin eftir hærra veiðigjaldi með þrepaskiptingu. Bent er á það að fjárfestingar í samgönguinnviðum á Íslandi sé langt undir meðaltali OECD-ríkja. Samfylkingin vill að fjárfestingarnar fari aftur upp í meðaltal ríkjanna fyrir árið 2030. Lögð verði áhersla á að bora jarðgöng, og alltaf séu framkvæmdir við ein til tvö jarðgöng í gangi. Þá kallar Samfylkingin eftir því að stjórnvöld hafi stefnu um það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi til að standa undir íslenskum kjörum og velferð. Taka verði fast á félagslegum undirboðum og stofnað verði Atvinnuvegaráð Íslands með ráðgefandi hlutverk við mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Hægt er að lesa útspilið í heild sinni á síðu Samfylkingarinnar. Samfylkingin Orkumál Samgöngur Skattar og tollar Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Kristrún Frostadóttir kynnti í dag nýjasta útspil Samfylkingarinnar sem ber yfirskriftina „Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum“. Útspilið er afrakstur málefnastarfs síðustu 6 mánaða, þar sem forystufólk flokksins heimsótti 180 fyrirtæki og efndi til margra opinna funda um samgöngur víðs vegar um landið. Grundvallarkröfurnar þrjár Í stuttu máli eru grundvallarkröfur Samfylkingarinnar þrjár: 1. Krafa um framfarir í orku- og samgöngumálum Í þessu er tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh. Fjárfestingar í samgöngumálum eigi svo að fara aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030. 2. Krafa um skynsemi í auðlindastefnu. Samfylkingin vill að almenn auðlindagjöld renni til nærsamfélags og þjóðar. 3. Krafa um íslensk kjör og atvinnustefnu fyrir Ísland. Samfylkingin sýnir á spilin í orkumálum Í útspilinu eru sett fram tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh, til að styðja við verðmætasköpun og orkuskipti, og bæta orkunýtni um eitt TWh á sama tíma. Tekið er fram að Samfylkingin vill hvorki láta loka verksmiðjum né virkja sérstaklega fyrir nýja risanotendur raforku á borð við ný álver á þessum tímapunkti. Í útspilinu er einnig haft orð á því að umræða um orkuþörf geti verið villandi. Spurningarnar sem þurfi að spyrja um þau mál séu hvaða orkuvilja við höfum, hvað viljum við nýta mikla orku og hvernig? Samfylkingin vill leggja fram skýr markmið um orkuöflun og að rammaáætlun verði afgreidd á Alþingi reglulega svo hægt sé að standa undir markmiðunum. Þá vill Samfylkingin fjölga virkjunarkostum í nýtingarflokki í samræmi við tillögur verkefnastjórnar rammaáætlunar og ráðast í lagabreytingar sem eru til þess fallnar að hraða leyfisveitingum vegna framkvæmda sem hafa verið samkþykktar í nýtingarflokk. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, með útspilið sem kynnt var í dag.Samfylkingin Auðlindagjald og fjárfestingar í samgönguinnviðum Sagt er í útspilinu að engin auðlindastefna sé á Íslandi, engin heildarsýn á nýtingu náttúruauðlinda. Samfylkingin vill taka upp almenn auðlindagjöld, að hætti Norðmanna, frá fyrsta kjörtímabili í nýrri ríkisstjórn. Tekjum yrði skipt á milli sveitarélaga og ríkissjóðs, til að stilla saman hagsmuni nærsamfélags og þjóðar. Auðlindagjöldin yrðu tekin í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Þar að auki kallar Samfylkingin eftir hærra veiðigjaldi með þrepaskiptingu. Bent er á það að fjárfestingar í samgönguinnviðum á Íslandi sé langt undir meðaltali OECD-ríkja. Samfylkingin vill að fjárfestingarnar fari aftur upp í meðaltal ríkjanna fyrir árið 2030. Lögð verði áhersla á að bora jarðgöng, og alltaf séu framkvæmdir við ein til tvö jarðgöng í gangi. Þá kallar Samfylkingin eftir því að stjórnvöld hafi stefnu um það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi til að standa undir íslenskum kjörum og velferð. Taka verði fast á félagslegum undirboðum og stofnað verði Atvinnuvegaráð Íslands með ráðgefandi hlutverk við mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Hægt er að lesa útspilið í heild sinni á síðu Samfylkingarinnar.
Samfylkingin Orkumál Samgöngur Skattar og tollar Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira