Lífið

Hvetur fólk til að nota sólar­vörn eftir krabba­meins­greiningu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Harry Jowsey nýtur gífurlegra vinsælla á samfélagsmiðlum.
Harry Jowsey nýtur gífurlegra vinsælla á samfélagsmiðlum. Getty/Rachpoot/Bauer-Griffin

Ástralska raunveruleikaþáttastjarnan Harry Jowsey hefur greinst með húðkrabbamein. Hann segist hafa haft skrítin blett á öxlinni í meira en ár áður en hann lét húðlækni skoða blettinn. 

Jowsey vakti fyrst athygli í þáttunum Heartbreak Island í Nýja-Sjálandi árið 2018 en skaust upp á stjörnuhimininn í öðrum raunveruleikaþáttum, Too Hot to Handle, árið 2020. Síðan þá hefur hann verið gífurlega vinsæll á samfélagsmiðlum á borð við TikTok, Instagram og Youtube. 

Í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum í vikunni segir Jowsey að hann hafi nýlega farið til húðlæknis í skoðun og þá hafi krabbameinið fundist. Hann fór ekki nánar út í það hvernig húðkrabbamein þetta væri eða hvaða meðferð hann hefur undirgengist vegna þess. Hann lét alla þó vita að það væri í lagi með hann og þetta væri ekki svo alvarlegt. 

@harryjowsey

Please wear sunscreen ☀️

♬ original sound - Harry Jowsey

Hann hvatti fylgjendur sína sem eru með margar freknur og fæðingarbletti að fara til læknis og láta skoða sig til öryggis. 

„Farðu og láttu skoða húðina þína, notaðu sólarvörnina og vertu aðeins meira ábyrgur,“ segir Jowsey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.