Mennirnir tóku annan starfsmannanna hálstaki Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 21:58 Ólafur Adolfsson er eigandi Reykjavíkurapóteks. Vísir/Friðrik Þór Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. Í dag réðust tveir menn inn í verslun Reykjavíkurapóteks við Seljaveg í miðbæ Reykjavíkur. Einn annar maður beið fyrir utan á meðan mennirnir tveir ógna tveimur starfsmönnum verslunarinnar með eggvopnum. Ólafur var sjálfur ekki á staðnum en hafði rætt við starfsmennina um atvikið. „Annar þeirra fer inn fyrir borðið, öskrar á starfsmanninn og rýkur í lyfjaskápana sem eru hjá okkur. Honum verður ekki ágengt þar þannig hann tekur starfsmanninn hálstaki. Þvingar hann til að sýna sér hvar ákveðin lyf eru sem hann hafði áhuga á. Hann var leiddur að þeim stað og tók þaðan einhverja pakka af ávana- og fíknilyfi. Svo rjúka þeir út í beinu framhaldi þegar þeir voru búnir að þessu,“ segir Ólafur. Áfall fyrir starfsmennina Lögreglan var fljót á staðinn og mennirnir voru handteknir skömmu síðar á Vesturgötu. Ólafur segir þetta auðvitað reyna á starfsmennina sem lentu í ráninu. „Það er ekki ljóst hver áhrifin verða á þá. Það er áfall að verða fyrir vopnuðu ráni. Sérstaklega ef það er þannig að það er annað hvort gengið í skrokk á fólki eða það tekið fantatökum,“ segir Ólafur. Hann vonast til þess að íslenskt samfélag sé ekki að þróast í þá áttina að það þurfi að vera með einstakling í vinnu til að verjast vopnuðum ránum. „Það verður vonandi aldrei að veruleika. Ég treysti því. Það væri að mínu mati miður ef við þyrftum að hafa öryggisverði sem bregðast við vopnuðum ránum,“ segir Ólafur. Tvisvar áður verið rændur Hann hefur verið í apótekarabransanum í þónokkur ár og hefur tvisvar áður lent í því að apótek í hans eigu séu rænd. „Það var sami einstaklingurinn í bæði skiptinn og hann náðist ekki. Það gerðist með tiltölulega stuttu millibili. Það eru nokkuð mörg ár síðan. Það hafa nokkrir lyfjafræðingar hringt í mig í dag sem hafa lent í vopnuðum ránum. Það eru dæmi um vopnuð rán,“ segir Ólafur. Reykjavík Lyf Lögreglumál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Í dag réðust tveir menn inn í verslun Reykjavíkurapóteks við Seljaveg í miðbæ Reykjavíkur. Einn annar maður beið fyrir utan á meðan mennirnir tveir ógna tveimur starfsmönnum verslunarinnar með eggvopnum. Ólafur var sjálfur ekki á staðnum en hafði rætt við starfsmennina um atvikið. „Annar þeirra fer inn fyrir borðið, öskrar á starfsmanninn og rýkur í lyfjaskápana sem eru hjá okkur. Honum verður ekki ágengt þar þannig hann tekur starfsmanninn hálstaki. Þvingar hann til að sýna sér hvar ákveðin lyf eru sem hann hafði áhuga á. Hann var leiddur að þeim stað og tók þaðan einhverja pakka af ávana- og fíknilyfi. Svo rjúka þeir út í beinu framhaldi þegar þeir voru búnir að þessu,“ segir Ólafur. Áfall fyrir starfsmennina Lögreglan var fljót á staðinn og mennirnir voru handteknir skömmu síðar á Vesturgötu. Ólafur segir þetta auðvitað reyna á starfsmennina sem lentu í ráninu. „Það er ekki ljóst hver áhrifin verða á þá. Það er áfall að verða fyrir vopnuðu ráni. Sérstaklega ef það er þannig að það er annað hvort gengið í skrokk á fólki eða það tekið fantatökum,“ segir Ólafur. Hann vonast til þess að íslenskt samfélag sé ekki að þróast í þá áttina að það þurfi að vera með einstakling í vinnu til að verjast vopnuðum ránum. „Það verður vonandi aldrei að veruleika. Ég treysti því. Það væri að mínu mati miður ef við þyrftum að hafa öryggisverði sem bregðast við vopnuðum ránum,“ segir Ólafur. Tvisvar áður verið rændur Hann hefur verið í apótekarabransanum í þónokkur ár og hefur tvisvar áður lent í því að apótek í hans eigu séu rænd. „Það var sami einstaklingurinn í bæði skiptinn og hann náðist ekki. Það gerðist með tiltölulega stuttu millibili. Það eru nokkuð mörg ár síðan. Það hafa nokkrir lyfjafræðingar hringt í mig í dag sem hafa lent í vopnuðum ránum. Það eru dæmi um vopnuð rán,“ segir Ólafur.
Reykjavík Lyf Lögreglumál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira