Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. apríl 2024 08:40 Meira en tólf þúsund manns eru sagðit hafa tekið þátt. EPA Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. Sánchez birti bréf til þjóðarinnar á X á miðvikudag eftir að rannsókn á fyrirtæki Begoña Gómez, eiginkonu hans, hófst. Hún er sökuð um að hafa gert tilraun til að nota eigin stöðu til hagsbóta. Í bréfinu sagði hann allar ásakanirnar rógburð og tilraun öfgahægrihópa til þess að steypa honum af stóli, en rannsókninni var hrundið af stað eftir að þrýstihópur, sem hefur tengsl við öfgahægrivæng stjórnmála á Spáni, lagði fram kvörtun á hendur hjónanna. Sánchez sagðist í bréfinu íhuga að segja af sér vegna þessa. Á morgun hyggst hann ávarpa þjóðina og greina frá ákvörðun sinni. Stuðningsmenn Sánchez frá öllum landshlutum Spánar flykktust í höfuðborgina þar sem samstöðufundur með forsætisráðherranum fór fram í gær. „Ekki gefast upp Pedro,“ og „Þú ert ekki einn,“ voru meðal slagorða sem sungin voru á fundinum. BBC náði tali af nokkrum þátttakendum. Einn þeirra, Jose María Diez, opinber starfsmaður frá Valladolid, sagðist áhyggjufullur um að öfgahægriflokkar tækju yfir ef Sánchez segði af sér. „Það myndi hafa í för með sér skref aftur á bak fyrir réttindi okkar og frelsi,“ sagði hann við miðilinn. Sendinefnd miðstjórnarinnar í Madríd sagði allt að 12.500 manns hafa tekið þátt í fundinum. Spánn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Sánchez birti bréf til þjóðarinnar á X á miðvikudag eftir að rannsókn á fyrirtæki Begoña Gómez, eiginkonu hans, hófst. Hún er sökuð um að hafa gert tilraun til að nota eigin stöðu til hagsbóta. Í bréfinu sagði hann allar ásakanirnar rógburð og tilraun öfgahægrihópa til þess að steypa honum af stóli, en rannsókninni var hrundið af stað eftir að þrýstihópur, sem hefur tengsl við öfgahægrivæng stjórnmála á Spáni, lagði fram kvörtun á hendur hjónanna. Sánchez sagðist í bréfinu íhuga að segja af sér vegna þessa. Á morgun hyggst hann ávarpa þjóðina og greina frá ákvörðun sinni. Stuðningsmenn Sánchez frá öllum landshlutum Spánar flykktust í höfuðborgina þar sem samstöðufundur með forsætisráðherranum fór fram í gær. „Ekki gefast upp Pedro,“ og „Þú ert ekki einn,“ voru meðal slagorða sem sungin voru á fundinum. BBC náði tali af nokkrum þátttakendum. Einn þeirra, Jose María Diez, opinber starfsmaður frá Valladolid, sagðist áhyggjufullur um að öfgahægriflokkar tækju yfir ef Sánchez segði af sér. „Það myndi hafa í för með sér skref aftur á bak fyrir réttindi okkar og frelsi,“ sagði hann við miðilinn. Sendinefnd miðstjórnarinnar í Madríd sagði allt að 12.500 manns hafa tekið þátt í fundinum.
Spánn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira