Knicks byrjaði einvígið af krafti og vann fyrstu tvo leikina í New York. Joel Embiid bauð upp á sýningu í fyrri leik liðanna í Philadelphia en hann skoraði 50 stig þegar 76ers unnu loks leik í einvíginu.
Það var því mikið undir í kvöld enda um síðari leik liðanna í Philadelphia að ræða, með sigri gæti Knicks tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í New York. Það gekk eftir þökk sé ótrúlegri frammistöðu Brunson.
Jalen Brunson fades for 40 points 🔥 pic.twitter.com/YCz9Q9QK2J
— NBA TV (@NBATV) April 28, 2024
Í fyrsta leikhluta var samt sem 76ers ætluðu sér að jafna metin í einvíginu en heimamenn voru 10 stigum yfir að loknum fyrsta fjórðung. Eftir það tók Knicks völdin, saxaði á forskotið og tók á endanum forystuna, lokatölur 97-92 Knicks í vil.
Brunson skoraði 47 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Næst stigahæstur í liði Knicks var OG Anunoby með 16 stig en hann tók einnig 14 fráköst. Í liði 76ers skoraði Embiid 27 stig, tók 10 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Tyrese Maxey kom þar á eftir með 23 stig.