„Þeir voru bara miklu betri í kvöld og áttu sigurinn skilið“ Siggeir Ævarsson skrifar 29. apríl 2024 23:15 Finnur Freyr þarf að skerpa á ýmsum hlutum fyrir næsta leik Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ekki parsáttur með frammistöðu sinna manna þegar deildarmeistararnir lutu í gras á heimavelli gegn Njarðvík, 84-105, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Andri Már Eggertsson tók Finn tali eftir leik og byrjaði á einfaldri spurningu: Hvað útskýrir þessa miklu yfirburði Njarðvíkur í kvöld? „Hvar á maður að byrja? Þeir voru miklu betri og beittari í öllu. Þolinmóðari á boltann. Mjög beinskeittir í sínum aðgerðum. Toguðu okkur í sundur og bjuggu til gott skot nánast í hverri einustu sókn. Varnarleikurinn alveg bara frá raun og veru fyrstu mínutu bara slakur, kannski eitthvað sem ég hefði þurft að kippa í strax á fyrstu 2-3 mínútunum.“ Var Valsmönnum mögulega brugðið í byrjun þegar þeir lentu tíu stigum undir eftir fyrsta leikhluta? „Nei nei, við vorum að fá mikið af fínum „semi-lookum“ framan af leik sem við vorum ekki að nýta. Þeir bara héldu áfram en við vorum bara „soft“ og mjúkir meðan þeir voru miklu harðari og betri. Settu stóru skotin niður og þegar leið á leikinn bara héldu því áfram.“ Njarðvík endaði tvo leikhluta á að skora síðustu sjö stigin en Finnur tók það ekkert sérstaklega út fyrir sviga, allur leikur hans manna var einfaldlega ekki nógu góður. „Mér fannst það bara gegnumgangandi, hvort sem það var í endum leikhlutanna eða í miðjum þeirra. Það er vont náttúrulega að fara inn í leikhlutaskiptin þar sem andstæðingurinn skorar 2-3 körfur í röð. Mér fannst einhvern veginn öll „móment“ þar sem við vorum eitthvað aðeins að koma til baka, þá kom stór varnarmistök eða góð „play“ hjá þeim. „Kudos“ á Njarðvík en afspyrnuslakur leikur hjá okkur.“ Hann sagði jafnframt að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart í leik Njarðvíkur í kvöld. „Nei, í raun og veru ekki. Ég held að það séu bara frekar vonbrigði yfir því hvernig við spiluðum. Þeir hreyfðu boltann mjög vel og voru þolinmóðir. Nýttu sín vopn vel. Strax í byrjun í fyrri hálfleik voru Chaz og Milka og Dwayne komnir með mikið af stigum svo kemur Mario með góða syrpu og hinir strákarnir að gera vel líka. Þeir voru bara miklu betri í kvöld og áttu sigurinn skilið og rúmlega það.“ Dominykas Milka hefur farið mikinn gegn Valsmönnum í vetur en Finnur var þó ekki á því að hann væri einhverskonar kryptónít fyrir Valsvörnina. „Hann gerir vel. Hann er góður að hreyfa boltann og að finna þessar holur í kringum körfuna. Skorar mikið af mikilvægum körfum. Ekki það að það sé einhver einn leikmaður sem er góður. Frekar að hrósa liðinu í heild fyrir liðsframmistöðuna.“ Vörnin hefur verið aðalsmerki Valsmanna í vetur, er hún mögulega að svíkja á versta mögulega tíma? „Allavega í þessum leik en ég ætla rétt að vona að menn mæti grimmari til leiks og verði meira „proactive“ frekar en „reactive“ í okkar aðgerðum og reyni svolítið að setja tóninn snemma í staðinn fyrir að vera að reyna að bjarga rassgatinu á sjálfum sér þegar það er langt um liðið.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Andri Már Eggertsson tók Finn tali eftir leik og byrjaði á einfaldri spurningu: Hvað útskýrir þessa miklu yfirburði Njarðvíkur í kvöld? „Hvar á maður að byrja? Þeir voru miklu betri og beittari í öllu. Þolinmóðari á boltann. Mjög beinskeittir í sínum aðgerðum. Toguðu okkur í sundur og bjuggu til gott skot nánast í hverri einustu sókn. Varnarleikurinn alveg bara frá raun og veru fyrstu mínutu bara slakur, kannski eitthvað sem ég hefði þurft að kippa í strax á fyrstu 2-3 mínútunum.“ Var Valsmönnum mögulega brugðið í byrjun þegar þeir lentu tíu stigum undir eftir fyrsta leikhluta? „Nei nei, við vorum að fá mikið af fínum „semi-lookum“ framan af leik sem við vorum ekki að nýta. Þeir bara héldu áfram en við vorum bara „soft“ og mjúkir meðan þeir voru miklu harðari og betri. Settu stóru skotin niður og þegar leið á leikinn bara héldu því áfram.“ Njarðvík endaði tvo leikhluta á að skora síðustu sjö stigin en Finnur tók það ekkert sérstaklega út fyrir sviga, allur leikur hans manna var einfaldlega ekki nógu góður. „Mér fannst það bara gegnumgangandi, hvort sem það var í endum leikhlutanna eða í miðjum þeirra. Það er vont náttúrulega að fara inn í leikhlutaskiptin þar sem andstæðingurinn skorar 2-3 körfur í röð. Mér fannst einhvern veginn öll „móment“ þar sem við vorum eitthvað aðeins að koma til baka, þá kom stór varnarmistök eða góð „play“ hjá þeim. „Kudos“ á Njarðvík en afspyrnuslakur leikur hjá okkur.“ Hann sagði jafnframt að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart í leik Njarðvíkur í kvöld. „Nei, í raun og veru ekki. Ég held að það séu bara frekar vonbrigði yfir því hvernig við spiluðum. Þeir hreyfðu boltann mjög vel og voru þolinmóðir. Nýttu sín vopn vel. Strax í byrjun í fyrri hálfleik voru Chaz og Milka og Dwayne komnir með mikið af stigum svo kemur Mario með góða syrpu og hinir strákarnir að gera vel líka. Þeir voru bara miklu betri í kvöld og áttu sigurinn skilið og rúmlega það.“ Dominykas Milka hefur farið mikinn gegn Valsmönnum í vetur en Finnur var þó ekki á því að hann væri einhverskonar kryptónít fyrir Valsvörnina. „Hann gerir vel. Hann er góður að hreyfa boltann og að finna þessar holur í kringum körfuna. Skorar mikið af mikilvægum körfum. Ekki það að það sé einhver einn leikmaður sem er góður. Frekar að hrósa liðinu í heild fyrir liðsframmistöðuna.“ Vörnin hefur verið aðalsmerki Valsmanna í vetur, er hún mögulega að svíkja á versta mögulega tíma? „Allavega í þessum leik en ég ætla rétt að vona að menn mæti grimmari til leiks og verði meira „proactive“ frekar en „reactive“ í okkar aðgerðum og reyni svolítið að setja tóninn snemma í staðinn fyrir að vera að reyna að bjarga rassgatinu á sjálfum sér þegar það er langt um liðið.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum