Spurt og svarað um útlendingamál Indriði Stefánsson skrifar 30. apríl 2024 07:00 Það er engin skortur á fólki sem tjáir sig um útlendingamál. Því miður er það oftar en ekki þannig að það sem er sagt opinberlega er ekki endilega rétt. Alla jafna snýst málið um það að fólk misskilur orðræðuna og í raun misskilur það sem raunverulega er verið að meina með henni. Ég ætla að gera einlæga tilraun til að leggja hér upp þær spurningar sem gjarnan brenna á fólki í þessu samhengi og gera mitt allra besta til að svara þeim. Viljið þið ekki bara opin landamæri? Hópurinn sem lætur sig málefni útlendinga varða er mjög stór og skoðanir þeirra breiðar - sum kunna að vilja opin landamæri, önnur ekki. Það sem er verið að fara fram á snýst alls ekki um það að opna landamærin, langt því frá. Þetta snýst um svo margt annað og mörg þeirra atriða eru bara gríðarlega skynsamleg og snúast um að nýta fjármagnið sem best, vinna gegn jaðarsetningu og stuðla að farsælli inngildingu í íslenskt samfélag - svo sjálfsögð atriði sem varða augljóslega hagsmuni allra. En allar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar ala á jaðarsetningu, vinna beinlínis gegn skilvirkni og bjóða upp á hættuna á enn frekari jaðarsetningu þessa mikilvæga samfélagshóps. Viljið þið ekki bara fleira flóttafólk? Eins ótrúlega og það hljómar kemur þetta ítrekað upp að við sem viljum umbætur í málaflokknum, og manneskjulegra kerfi, viljum endilega fjölga flóttafólki. Það er sturluð hugmynd og algjör afvegaleiðing í umræðunni. Hver einasta manneskja á flótta í leit að vernd er harmleikur í sjálfu sér og táknar slíka neyð að viðkomandi taldi sig hafa engra annarra kosta völ en að yfirgefa heimili sitt, fjölskyldu, vini, tengslanet og allar veraldlegar eignir sínar, í þeirri veiku von um það að fá leyfi til að lifa í öruggu og mannúðlegu umhverfi. Þetta gerir enginn ótilneyddur og við óskum engum þessi örlög. Á það má svo benda að í hvert skipti sem við beitum okkur gegn friði, sem við því miður sjáum nýleg dæmi um í tilfelli fjármögnunar UNRWA, þegar forystufólk þjóðarinnar gerir lítið úr loftárásum á flóttamannabúðir, og þegar við stöndum okkur ekki í að vinna gegn spillingu, þar sem íslensk fyrirtæki stunda viðskipti, stuðlar það að enn fleira flóttafólki, sem sumt kemur hingað til lands. Fær flóttafólk ekki bara ókeypis húsnæði og heilbrigðisþjónustu? Það er rétt að umsækjendur um alþjóðlega vernd fá hina ýmsu grunnþjónustu. Sú þjónusta sem þeim býðst er þó í lang flestum tilfellum alger lágmarksþjónusta. Það er m.a. ekki gert við skemmdar tennur, heldur eru þær eru dregnar út. Húsnæðið sem fólkinu er skaffað og er neytt til að dvelja í á meðan á umsóknarferli stendur er oft virkilega ábótavant. Dæmi eru til um það að börn deili húsnæði með fólki í virkni neyslu fíkniefna. Það er ekki boðlegt og stangast á við ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna um öruggt heimili. Þörfina fyrir að veita þessa þjónustu má rekja beint til þess að fólk bíður í langan tíma eftir niðurstöðu umsóknar sinnar og hefur líklega ekki haft tök á að sækja sér neina slíka þjónustu í heimaríki. Höfum samt á hreinu að það er ákvörðun stjórnvalda að fólk þurfi á þessu að halda og það er alls ekki nauðsynlegt að svo sé. Það er ákvörðun stjórnvalda hvort fólk fær réttindi til að vinna og ef fólki er það óheimilt getur það hvorki tryggt sér fæði eða húsnæði. Hvað getum við tekið við mörgum? Frábær spurning takk fyrir að spyrja. Það ræðst af tveimur þáttum. Í fyrsta lagi því fjármagni sem við setjum í kerfið og hversu skilvirkt við höfum það. Til dæmis ef við tryggjum fólki sem fyrst atvinnuleyfi þá minnkar eða jafnvel hverfur þörfin fyrir fjárhagsstuðningi af hálfu ríkisins. Það að atvinnuleyfi falli niður við ákvörðun Útlendingastofnunar minnkar skilvirkni kerfisins. Í öðru lagi þá dregur langur málsmeðferðartími úr skilvirkni kerfisins. Það hvernig við stöndum að því að senda fólk úr landi hefur áhrif á kostnaðarliðinn og að sama skapi hafa endursendingar og brottvísanir, áður en allar kæruleiðir eru reyndar, áhrif á kostnað og skilvirkni. Það byggir allt á ákvörðun stjórnvalda hversu mörgu fólki við getum raunverulega tekið á móti og hversu vel við getum tekið á móti því. Af hverju ættum við ekki að taka upp sambærilegar reglur og aðrar þjóðir? Staðreyndin er sú að lög og reglur um útlendinga og hælisleitendur eru bara almennt ekki samræmdar á milli ríkja, hvorki í Evrópu eða á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það sem haldið hefur verið fram þá aðlaga þjóðir sínar reglur að sínum þörfum og það ætti að vera augljóst að eyja í miðju Atlantshafi þarf að vera með löggjöf sem mætir þeim áskorunum sem því fylgir. Þess fyrir utan þurfum við sem sjálfstæð þjóð að taka skynsamlegar ákvarðanir út frá okkar þörfum. Þetta kostar allt of mikið, verðum við ekki að spara peningana? Það er mjög gott að passa vel upp á fjármagn í stjórnsýslunni og kappkosta að verja því vel. Það er samt rétt að hafa í huga að við ættum ekki að spara okkur til tjóns. Það að draga úr fjármagni til að vinna úr umsóknum veldur kostnaði annars staðar og telst því seint sem sparnaður. Við getum heldur ekki leyft okkur að horfa bara á kostnaðarliðinn í þessu samhengi. Sumt af því fólki sem hér sækir um fær dvalarleyfi og ríkisborgararétt, og við ættum ekki að líta fram hjá því hvort þessi meinti sparnaður stuðlar að jaðarsetningu því við höfum svo sannarlega ekki efni á þeim sparnaði. Við þurfum að taka tillit til sameiginlegra hagsmuna þessara verðandi samborgara okkar með því að standa vel að inngildingu, skilja fólk ekki eftir í óvissu árum saman og við sýnum þeim að þau eru hluti af heildinni sem eru Íslendingar, þá getum við bæði aukið lífsgæði þess hóps og stórkostlega dregið úr þeim kostnaði sem hlýst af því að vanda okkur ekki. Verðum við ekki að hætta að taka fólki í nokkur ár til að ná tökum á málaflokknum? Hugmyndin að við getum til skemmri tíma hætt að taka við fólki í leit að vernd og nýta fjármagnið til að ná tökum á málaflokknum gæti virst skynsamleg við fyrstu. Vandamálið við hana er hins vega margþætt, Annars vegar kallar það á nokkuð breytta nálgun á landamærum og kallaði á strangara ferli við móttöku ferðamanna og þá fyrir vikið gæti slíkt ráðstöfun haft skaðleg áhrif á ferðafrelsi okkar til annarra landa. Stærsta vandamálið er að það myndi sennilega ekki spara neinn pening þar sem brottvísanir eru eitt það dýrasta sem við gerum kostnaður við eina brottvísun hleypur á milljónum. Fyrir utan að ef við ætluðum að vísa fólki frá án þessa að taka umsóknir til efnislegrar meðferðar værum við að brjóta alþjóðasamninga sem nær öll lönd virða og slíkt yrði stórskaðlegt okkar hagsmunum á alþjóðavettvangi sem og að stórskaða ímynd landsins sem ferðamannastaðar. Slíkt væri því algert sjálfsmark og myndi hvorki spara peninga né gefa okkur tækifæri til að ná tökum á málaflokknum. Forðumst patentlausnir Við gætum stórlega dregið úr hraðakstri með því að stórhækka hámarkshraða og við getum útrýmt utanvegaakstri með því að malbika yfir hjólför á viðkvæmu landsvæði, en hvorug þessara lausna leysir hins vegar nokkur vandamál. Þegar vandinn er flókin eru engar töfralausnir til og í útlendingamálum er það ekki síður tilfellið. Lykilatriðið er samt að þær lausnir sem við grípum til séu til þess fallnar að leysa vandamálin, og ef þörf er á að spara þá megum við ekki spara aurinn en kasta krónunni eins og flestar tillögur ríkisstjórnarinnar ganga út á. Hvað sem við gerum ættum við að forðast það að spara okkur til tjóns. Sérstaklega þegar líf, heilsa og mannréttindi eru í húfi. Langi þig lesandi góður að ræða þessi mál við Pírata verður opin fundur í Húsi máls og menningar í kvöld þann 30. apríl klukkan 16:30. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Píratar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er engin skortur á fólki sem tjáir sig um útlendingamál. Því miður er það oftar en ekki þannig að það sem er sagt opinberlega er ekki endilega rétt. Alla jafna snýst málið um það að fólk misskilur orðræðuna og í raun misskilur það sem raunverulega er verið að meina með henni. Ég ætla að gera einlæga tilraun til að leggja hér upp þær spurningar sem gjarnan brenna á fólki í þessu samhengi og gera mitt allra besta til að svara þeim. Viljið þið ekki bara opin landamæri? Hópurinn sem lætur sig málefni útlendinga varða er mjög stór og skoðanir þeirra breiðar - sum kunna að vilja opin landamæri, önnur ekki. Það sem er verið að fara fram á snýst alls ekki um það að opna landamærin, langt því frá. Þetta snýst um svo margt annað og mörg þeirra atriða eru bara gríðarlega skynsamleg og snúast um að nýta fjármagnið sem best, vinna gegn jaðarsetningu og stuðla að farsælli inngildingu í íslenskt samfélag - svo sjálfsögð atriði sem varða augljóslega hagsmuni allra. En allar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar ala á jaðarsetningu, vinna beinlínis gegn skilvirkni og bjóða upp á hættuna á enn frekari jaðarsetningu þessa mikilvæga samfélagshóps. Viljið þið ekki bara fleira flóttafólk? Eins ótrúlega og það hljómar kemur þetta ítrekað upp að við sem viljum umbætur í málaflokknum, og manneskjulegra kerfi, viljum endilega fjölga flóttafólki. Það er sturluð hugmynd og algjör afvegaleiðing í umræðunni. Hver einasta manneskja á flótta í leit að vernd er harmleikur í sjálfu sér og táknar slíka neyð að viðkomandi taldi sig hafa engra annarra kosta völ en að yfirgefa heimili sitt, fjölskyldu, vini, tengslanet og allar veraldlegar eignir sínar, í þeirri veiku von um það að fá leyfi til að lifa í öruggu og mannúðlegu umhverfi. Þetta gerir enginn ótilneyddur og við óskum engum þessi örlög. Á það má svo benda að í hvert skipti sem við beitum okkur gegn friði, sem við því miður sjáum nýleg dæmi um í tilfelli fjármögnunar UNRWA, þegar forystufólk þjóðarinnar gerir lítið úr loftárásum á flóttamannabúðir, og þegar við stöndum okkur ekki í að vinna gegn spillingu, þar sem íslensk fyrirtæki stunda viðskipti, stuðlar það að enn fleira flóttafólki, sem sumt kemur hingað til lands. Fær flóttafólk ekki bara ókeypis húsnæði og heilbrigðisþjónustu? Það er rétt að umsækjendur um alþjóðlega vernd fá hina ýmsu grunnþjónustu. Sú þjónusta sem þeim býðst er þó í lang flestum tilfellum alger lágmarksþjónusta. Það er m.a. ekki gert við skemmdar tennur, heldur eru þær eru dregnar út. Húsnæðið sem fólkinu er skaffað og er neytt til að dvelja í á meðan á umsóknarferli stendur er oft virkilega ábótavant. Dæmi eru til um það að börn deili húsnæði með fólki í virkni neyslu fíkniefna. Það er ekki boðlegt og stangast á við ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna um öruggt heimili. Þörfina fyrir að veita þessa þjónustu má rekja beint til þess að fólk bíður í langan tíma eftir niðurstöðu umsóknar sinnar og hefur líklega ekki haft tök á að sækja sér neina slíka þjónustu í heimaríki. Höfum samt á hreinu að það er ákvörðun stjórnvalda að fólk þurfi á þessu að halda og það er alls ekki nauðsynlegt að svo sé. Það er ákvörðun stjórnvalda hvort fólk fær réttindi til að vinna og ef fólki er það óheimilt getur það hvorki tryggt sér fæði eða húsnæði. Hvað getum við tekið við mörgum? Frábær spurning takk fyrir að spyrja. Það ræðst af tveimur þáttum. Í fyrsta lagi því fjármagni sem við setjum í kerfið og hversu skilvirkt við höfum það. Til dæmis ef við tryggjum fólki sem fyrst atvinnuleyfi þá minnkar eða jafnvel hverfur þörfin fyrir fjárhagsstuðningi af hálfu ríkisins. Það að atvinnuleyfi falli niður við ákvörðun Útlendingastofnunar minnkar skilvirkni kerfisins. Í öðru lagi þá dregur langur málsmeðferðartími úr skilvirkni kerfisins. Það hvernig við stöndum að því að senda fólk úr landi hefur áhrif á kostnaðarliðinn og að sama skapi hafa endursendingar og brottvísanir, áður en allar kæruleiðir eru reyndar, áhrif á kostnað og skilvirkni. Það byggir allt á ákvörðun stjórnvalda hversu mörgu fólki við getum raunverulega tekið á móti og hversu vel við getum tekið á móti því. Af hverju ættum við ekki að taka upp sambærilegar reglur og aðrar þjóðir? Staðreyndin er sú að lög og reglur um útlendinga og hælisleitendur eru bara almennt ekki samræmdar á milli ríkja, hvorki í Evrópu eða á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það sem haldið hefur verið fram þá aðlaga þjóðir sínar reglur að sínum þörfum og það ætti að vera augljóst að eyja í miðju Atlantshafi þarf að vera með löggjöf sem mætir þeim áskorunum sem því fylgir. Þess fyrir utan þurfum við sem sjálfstæð þjóð að taka skynsamlegar ákvarðanir út frá okkar þörfum. Þetta kostar allt of mikið, verðum við ekki að spara peningana? Það er mjög gott að passa vel upp á fjármagn í stjórnsýslunni og kappkosta að verja því vel. Það er samt rétt að hafa í huga að við ættum ekki að spara okkur til tjóns. Það að draga úr fjármagni til að vinna úr umsóknum veldur kostnaði annars staðar og telst því seint sem sparnaður. Við getum heldur ekki leyft okkur að horfa bara á kostnaðarliðinn í þessu samhengi. Sumt af því fólki sem hér sækir um fær dvalarleyfi og ríkisborgararétt, og við ættum ekki að líta fram hjá því hvort þessi meinti sparnaður stuðlar að jaðarsetningu því við höfum svo sannarlega ekki efni á þeim sparnaði. Við þurfum að taka tillit til sameiginlegra hagsmuna þessara verðandi samborgara okkar með því að standa vel að inngildingu, skilja fólk ekki eftir í óvissu árum saman og við sýnum þeim að þau eru hluti af heildinni sem eru Íslendingar, þá getum við bæði aukið lífsgæði þess hóps og stórkostlega dregið úr þeim kostnaði sem hlýst af því að vanda okkur ekki. Verðum við ekki að hætta að taka fólki í nokkur ár til að ná tökum á málaflokknum? Hugmyndin að við getum til skemmri tíma hætt að taka við fólki í leit að vernd og nýta fjármagnið til að ná tökum á málaflokknum gæti virst skynsamleg við fyrstu. Vandamálið við hana er hins vega margþætt, Annars vegar kallar það á nokkuð breytta nálgun á landamærum og kallaði á strangara ferli við móttöku ferðamanna og þá fyrir vikið gæti slíkt ráðstöfun haft skaðleg áhrif á ferðafrelsi okkar til annarra landa. Stærsta vandamálið er að það myndi sennilega ekki spara neinn pening þar sem brottvísanir eru eitt það dýrasta sem við gerum kostnaður við eina brottvísun hleypur á milljónum. Fyrir utan að ef við ætluðum að vísa fólki frá án þessa að taka umsóknir til efnislegrar meðferðar værum við að brjóta alþjóðasamninga sem nær öll lönd virða og slíkt yrði stórskaðlegt okkar hagsmunum á alþjóðavettvangi sem og að stórskaða ímynd landsins sem ferðamannastaðar. Slíkt væri því algert sjálfsmark og myndi hvorki spara peninga né gefa okkur tækifæri til að ná tökum á málaflokknum. Forðumst patentlausnir Við gætum stórlega dregið úr hraðakstri með því að stórhækka hámarkshraða og við getum útrýmt utanvegaakstri með því að malbika yfir hjólför á viðkvæmu landsvæði, en hvorug þessara lausna leysir hins vegar nokkur vandamál. Þegar vandinn er flókin eru engar töfralausnir til og í útlendingamálum er það ekki síður tilfellið. Lykilatriðið er samt að þær lausnir sem við grípum til séu til þess fallnar að leysa vandamálin, og ef þörf er á að spara þá megum við ekki spara aurinn en kasta krónunni eins og flestar tillögur ríkisstjórnarinnar ganga út á. Hvað sem við gerum ættum við að forðast það að spara okkur til tjóns. Sérstaklega þegar líf, heilsa og mannréttindi eru í húfi. Langi þig lesandi góður að ræða þessi mál við Pírata verður opin fundur í Húsi máls og menningar í kvöld þann 30. apríl klukkan 16:30. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun