Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2024 11:34 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur brugðist við gagnrýni og óánægju með ótímabundin rekstrarleyfi í frumvarpi hennar um lagareldi. Stöð 2/Einar Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. Fulltrúar matvælaráðuneytisins mættu á fund atvinnuveganefndar Alþingis í morgun til að ræða breytingar á ítarlegu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Samkvæmt frumvarpinu átti að gefa út ótímabundin rekstrarleyfi til fyrirtækja í sjókvíaeldi en samkvæmt núgildandi lögum voru leyfin gefin út til sextán ára í senn. Þetta hefur sætt harðri gagnrýni margra aðila og vakið reiði meðal hluta almennings. Sjókvíaeldi hefur vaxið mjög hratt á undanförnum árum og verið umdeilt.Vísir/Vilhelm Bjarkey segir sjálfsagt að taka tillit til þessarar gagnrýni og unnið hafi verið að breytingum á frumvarpinu í ráðuneytinu. Þær hugmyndir hafi verið kynntar fyrir atvinnuveganefnd í morgun og vonandi geti nefndin unnið út frá þeim. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir miklar framfarir í umhverfisvernd felast í frumvarpi hennar um lagareldi.Stöð 2/Einar „Eins og ég hef sagt þá legg ég það til að við reynum að fara þá leið að tímabinda þetta. Ef við náum sömu markmiðum um vernd á náttúru og umhverfi,“ segir Bjarkey. Það væri nefndarinnar að ákveða tímalengd leyfanna og þróa frumvarpið almennt áfram. Samkvæmt núgildandi löggjöf hafi leyfi gefin út til sextán ára endurnýjast sjálfkrafa eins og í Færeyjum. Huga þurfi að öðrum breytingum á frumvarpinu samhliða þessum. Sérfræðingar hafi talið erfiðara að svifta fyrirtæki tímabundnu leyfi en ótímabundnu og spurning hvort slá þurfi af íþyngjandi aðgerðum eins og leyfissviptingum. Margir hafa einnig gagnrýnt að sjókvíaeldi væri leyft yfirleitt þar sem þetta væri mjög mengandi starfsemi sem einnig gæti ógnað íslenska laxastofninum. „Sjókvía eins og það hefur verið stundað hér við Íslands strendur hefur ekki verið að ganga nógu vel. Ég held að við séum öll sammála um það. Þetta er í rauninni ástæðan fyrir því að við erum að reyna að taka betur utan um þetta. Búa til skýrari reglur, meira eftirlit, kröfur um betri búnað og ívilnanir í rauninni í þá átt að aðilarnir sjái sér hag í að fara í lokaðan búnað og svo framvegis. Auðvitað getum við alltaf átt von á að það verði slys í þessari atvinnugrein eins og öðrum sem hafa áhrif á umhverfi okkar. En við erum að reyna að lágmarka það með þessum aðgerðum sem frumvarpið er að leggja til,“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27. apríl 2024 16:52 Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26. apríl 2024 19:34 Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Fulltrúar matvælaráðuneytisins mættu á fund atvinnuveganefndar Alþingis í morgun til að ræða breytingar á ítarlegu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Samkvæmt frumvarpinu átti að gefa út ótímabundin rekstrarleyfi til fyrirtækja í sjókvíaeldi en samkvæmt núgildandi lögum voru leyfin gefin út til sextán ára í senn. Þetta hefur sætt harðri gagnrýni margra aðila og vakið reiði meðal hluta almennings. Sjókvíaeldi hefur vaxið mjög hratt á undanförnum árum og verið umdeilt.Vísir/Vilhelm Bjarkey segir sjálfsagt að taka tillit til þessarar gagnrýni og unnið hafi verið að breytingum á frumvarpinu í ráðuneytinu. Þær hugmyndir hafi verið kynntar fyrir atvinnuveganefnd í morgun og vonandi geti nefndin unnið út frá þeim. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir miklar framfarir í umhverfisvernd felast í frumvarpi hennar um lagareldi.Stöð 2/Einar „Eins og ég hef sagt þá legg ég það til að við reynum að fara þá leið að tímabinda þetta. Ef við náum sömu markmiðum um vernd á náttúru og umhverfi,“ segir Bjarkey. Það væri nefndarinnar að ákveða tímalengd leyfanna og þróa frumvarpið almennt áfram. Samkvæmt núgildandi löggjöf hafi leyfi gefin út til sextán ára endurnýjast sjálfkrafa eins og í Færeyjum. Huga þurfi að öðrum breytingum á frumvarpinu samhliða þessum. Sérfræðingar hafi talið erfiðara að svifta fyrirtæki tímabundnu leyfi en ótímabundnu og spurning hvort slá þurfi af íþyngjandi aðgerðum eins og leyfissviptingum. Margir hafa einnig gagnrýnt að sjókvíaeldi væri leyft yfirleitt þar sem þetta væri mjög mengandi starfsemi sem einnig gæti ógnað íslenska laxastofninum. „Sjókvía eins og það hefur verið stundað hér við Íslands strendur hefur ekki verið að ganga nógu vel. Ég held að við séum öll sammála um það. Þetta er í rauninni ástæðan fyrir því að við erum að reyna að taka betur utan um þetta. Búa til skýrari reglur, meira eftirlit, kröfur um betri búnað og ívilnanir í rauninni í þá átt að aðilarnir sjái sér hag í að fara í lokaðan búnað og svo framvegis. Auðvitað getum við alltaf átt von á að það verði slys í þessari atvinnugrein eins og öðrum sem hafa áhrif á umhverfi okkar. En við erum að reyna að lágmarka það með þessum aðgerðum sem frumvarpið er að leggja til,“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27. apríl 2024 16:52 Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26. apríl 2024 19:34 Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27. apríl 2024 16:52
Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26. apríl 2024 19:34
Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent