Ráðherra bað um tíu milljarða króna í viðbót í arð Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2024 13:39 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar og Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Aðalfundur Landsvirkjunar hefur samþykkt tillögu stjórnar um þrjátíu milljarða króna arðgreiðslu í ríkissjóð. Það er tíu milljörðum króna hærri arðgreiðsla en stjórnin lagði til þegar ársreikningur fyrirtækisins var birtur í febrúarlok. Fjármála- og efnahagsráðherra óskaði eftir því að arðgreiðslan yrði hækkuð í ljósi þess að árið 2023 var besta rekstrarár í tæplega sextíu ára sögu Landsvirkjunar. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að fjárhagsstaða fyrirtækisins sé því góð, auk þess sem hækkunin rúmist innan arðgreiðslustefnu Landsvirkjunar. Jón Björn nýr stjórnarformaður Á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag, 30. apríl, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í stjórn fyrirtækisins, í samræmi við lög sem um það gilda. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar séu Jón Björn Hákonarson, Jens Garðar Helgason, Álfheiður Ingadóttir, Soffía Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Varamenn í stjórn Landsvirkjunar séu Guðveig Eyglóardóttir, Halldór Karl Högnason, Ragnar Óskarsson, Sigurjón Þórðarson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund hafi Jón Björn Hákonarson, fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, verið kjörinn stjórnarformaður og Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða hf. og Laxa fiskeldis hf., varaformaður. Hættir eftir góðan áratug Þá segir að fráfarandi stjórnarformaður, Jónas Þór Guðmundsson, hafi gegnt stöðunni síðastliðinn áratug, næstlengst allra í sögu fyrirtækisins. Hann hafi verið skipaður í stjórn á aðalfundi félagsins árið 2014 og kjörinn formaður stjórnar í kjölfarið. Mikil umskipti hafi orðið í rekstri fyrirtækisins á þessum tíma. Fjárhagsstaðan hafi aldrei verið betri, skuldir aldrei lægri og eiginfjárhlutfall hærra en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma hafi þrjár nýjar virkjanir verið gangsettar. Í dag sé Landsvirkjun með næsthæstu lánshæfiseinkunn orkufyrirtækja Norðurlandanna (A-) hjá S&P. „Jónasi Þór eru þökkuð góð störf í þágu Landsvirkjunar.“ Jón Björn, sem áður hafi verið varaformaður stjórnar og tekur nú við af Jónasi, hafi einnig verið fyrst skipaður í stjórn fyrirtækisins árið 2014. Hann hafi gegnt stöðu varaformanns stjórnar í fimm ár á þessu tímabili. Landsvirkjun Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að fjárhagsstaða fyrirtækisins sé því góð, auk þess sem hækkunin rúmist innan arðgreiðslustefnu Landsvirkjunar. Jón Björn nýr stjórnarformaður Á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag, 30. apríl, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í stjórn fyrirtækisins, í samræmi við lög sem um það gilda. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar séu Jón Björn Hákonarson, Jens Garðar Helgason, Álfheiður Ingadóttir, Soffía Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Varamenn í stjórn Landsvirkjunar séu Guðveig Eyglóardóttir, Halldór Karl Högnason, Ragnar Óskarsson, Sigurjón Þórðarson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund hafi Jón Björn Hákonarson, fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, verið kjörinn stjórnarformaður og Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða hf. og Laxa fiskeldis hf., varaformaður. Hættir eftir góðan áratug Þá segir að fráfarandi stjórnarformaður, Jónas Þór Guðmundsson, hafi gegnt stöðunni síðastliðinn áratug, næstlengst allra í sögu fyrirtækisins. Hann hafi verið skipaður í stjórn á aðalfundi félagsins árið 2014 og kjörinn formaður stjórnar í kjölfarið. Mikil umskipti hafi orðið í rekstri fyrirtækisins á þessum tíma. Fjárhagsstaðan hafi aldrei verið betri, skuldir aldrei lægri og eiginfjárhlutfall hærra en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma hafi þrjár nýjar virkjanir verið gangsettar. Í dag sé Landsvirkjun með næsthæstu lánshæfiseinkunn orkufyrirtækja Norðurlandanna (A-) hjá S&P. „Jónasi Þór eru þökkuð góð störf í þágu Landsvirkjunar.“ Jón Björn, sem áður hafi verið varaformaður stjórnar og tekur nú við af Jónasi, hafi einnig verið fyrst skipaður í stjórn fyrirtækisins árið 2014. Hann hafi gegnt stöðu varaformanns stjórnar í fimm ár á þessu tímabili.
Landsvirkjun Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Sjá meira