Auðveldara að byggja olíuknúin orkuver en umhverfisvæn
![Magnús Björgvin Jóhannesson, framkvæmdastjóri StormOrku, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.](https://www.visir.is/i/AAF69A5D0553A59E7B69606E4DF28D6151D846BAC6ECBBBEC73B746F4570C2E5_713x0.jpg)
Rammaáætlun „þverbrýtur“ ítrekað stjórnsýslulög vegna málshraða. Afleiðingarnar eru meðal annars að auðveldara er að byggja olíuknúin orkuver á Íslandi en umhverfisvæn því þau nýta ekki innlendar auðlindir, segir framkvæmdastjóri StormOrku. Landsvirkjun vekur athygli á að nýleg löggjöf Evrópusambandsins á sviði endurnýjanlegrar orku geri ráð fyrir að leyfisveitingaferli endurnýjanlegrar orkuvinnslu skuli að hámarki taka tvö ár en hún hefur ekki verið innleidd að fullu hérlendis.