Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að Héraðsdómur Suðurlands hafi kveðið upp úrskurð þess efnis laust fyrir klukkan 14.
„Rannsókn málsins miðar ágætlega og sem fyrr verða tilkynningar frá lögreglu vegna málsins settar út hér á vefinn þegar tilefni er til.“
Auk mannanna tveggja voru tveir aðrir upphaflega úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þeim var sleppt tveimur dögum síðar. Þeir eru einnig frá Litáen, sem og hinn látni.