Litaðir seðlar til skoðunar og málið á mjög viðkvæmu stigi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2024 07:01 Lýst var eftir þjófunum tveimur þann 26. mars síðastliðinn. Þeir eru enn ófundnir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögregla heldur spilunum afar þétt að sér við rannsókn á þjófnaði á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborginni fyrir rúmum fimm vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að reynt hafi verið að koma lituðum peningum í umferð. Það var mánudaginn 25. mars sem tveir grímuklæddir karlmenn bökkuðu bíl sínum upp að litlum sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar sem stóð fyrir utan veitingastaðinn Catalinu í Hamraborg í Kópavogi. Í skotti sendiferðabílsins voru sjö peningatöskur; Fimm tómar en tvær með tuttugu til þrjátíu milljónir króna úr spilakössum Videomarkaðarins handan götunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst önnur peningataskan tóm á víðavangi í Mosfellsbæ og voru vísbendingar um að litasprengja hefði sprungið í töskunni. Fyrir vikið ættu peningaseðlar úr þeirri tösku að vera með bláum lit. Um er að ræða alls konar notaða peninga seðla, allt frá fimm hundruð krónum og upp úr. Engir slíkir seðlar með bláum lita höfðu sést þegar fréttastofa ræddi við Aðalstein Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumann fyrir tæpum tveimur vikum. „Við erum þá að tala um litaða peninga sem eru bláir að lit. Það er rétt að vekja athygli á því ef einhverjir slíkir peningar færu í umferð, að láta lögreglu vita,“ sagði Aðalsteinn þann 18. apríl. Síðan þá virðist hafa dregið til tíðinda. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla fengið ábendingar um litaða peningaseðla í umferð. Meðal annars á stöðum sem reka spilakassa. Aðalsteinn Örn segir rannsókn málsins á mjög viðkvæmum stað. „Lögregla gefur á þessari stundu engar yfirlýsingar. Við getum ekki tjáð okkur um þetta mál eins og staðan er núna,“ segir Aðalsteinn Örn. Lögreglumál Kópavogur Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. 22. apríl 2024 14:26 Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Það var mánudaginn 25. mars sem tveir grímuklæddir karlmenn bökkuðu bíl sínum upp að litlum sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar sem stóð fyrir utan veitingastaðinn Catalinu í Hamraborg í Kópavogi. Í skotti sendiferðabílsins voru sjö peningatöskur; Fimm tómar en tvær með tuttugu til þrjátíu milljónir króna úr spilakössum Videomarkaðarins handan götunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst önnur peningataskan tóm á víðavangi í Mosfellsbæ og voru vísbendingar um að litasprengja hefði sprungið í töskunni. Fyrir vikið ættu peningaseðlar úr þeirri tösku að vera með bláum lit. Um er að ræða alls konar notaða peninga seðla, allt frá fimm hundruð krónum og upp úr. Engir slíkir seðlar með bláum lita höfðu sést þegar fréttastofa ræddi við Aðalstein Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumann fyrir tæpum tveimur vikum. „Við erum þá að tala um litaða peninga sem eru bláir að lit. Það er rétt að vekja athygli á því ef einhverjir slíkir peningar færu í umferð, að láta lögreglu vita,“ sagði Aðalsteinn þann 18. apríl. Síðan þá virðist hafa dregið til tíðinda. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla fengið ábendingar um litaða peningaseðla í umferð. Meðal annars á stöðum sem reka spilakassa. Aðalsteinn Örn segir rannsókn málsins á mjög viðkvæmum stað. „Lögregla gefur á þessari stundu engar yfirlýsingar. Við getum ekki tjáð okkur um þetta mál eins og staðan er núna,“ segir Aðalsteinn Örn.
Lögreglumál Kópavogur Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. 22. apríl 2024 14:26 Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. 22. apríl 2024 14:26
Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59