Sagan á bak við djarft listaverk Ásdísar Ránar Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2024 10:00 Ásdís Rán virðir fyrir sér myndina sem hangir á gangi íbúðar hennar. Stöð 2 Heimili Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur forsetaframbjóðanda er hlaðið listaverkum eftir hana sjálfa. Myndirnar sem prýða veggina eru þó ekki allar úr smiðju Ísdrottningarinnar; eitt tiltekið verk fékk hún að gjöf úr áhugaverðri átt. Við fórum í morgunkaffi til Ásdísar Ránar í Íslandi í dag nú í vikunni. Þar ræddi hún meðal annars forsetaframboð sitt, fegurðina, öryggisgæslu á Bessastöðum og raunveruleikaþáttinn sem aldrei varð. Þá leiddi hún okkur í skoðunarferð um íbúð sína og það fyrsta sem greip augað voru listaverkin sem héngu upp um alla veggi. Flestar myndirnar gerði Ásdís Rán sjálf, hún viðurkennir að hún hafi „listræna tendensa“, en ekki allar. Verk sem hangir á gangi íbúðarinnar vekur athygli. Myndin er eins og úr teiknimyndasögu, sýnir ljóshærða, spengilega konu í efnislitlum búningi, og fyrir framan hana mara karlkyns fígúrur í hálfu kafi. „Þessa fékk ég í afmælisgjöf fyrir mörgum árum síðan. Þetta á að vera ég hérna og þetta eru karlmennirnir í mínu lífi. Þannig að þið kannski skiljið af hverju karlmenn eru hræddir við mig. Þetta var túlkun hjá einum fyrrverandi sem gaf mér myndina,“ segir Ásdís Rán. Innt eftir því hvort þau hafi enn verið í sambandi þegar hún fékk myndina að gjöf segir hún svo ekki vera. „Við vorum hætt saman,“ segir hún kímin. Þá minnir hana að sami fyrrverandi hafi gefið henni forláta kaffibolla sem spyrill dreypti á kaffi sínu úr; fíngerður með gyllingu og áletruninni „BITCH“ í hástöfum. Innslagið má horfa á í heild í spilaranum fyrir neðan. Skoðunarferðin um íbúðina hefst um það bil á mínútu 8:50. Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Myndlist Morgunkaffi í Íslandi í dag Tengdar fréttir „Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37 „Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. 26. apríl 2024 10:57 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Við fórum í morgunkaffi til Ásdísar Ránar í Íslandi í dag nú í vikunni. Þar ræddi hún meðal annars forsetaframboð sitt, fegurðina, öryggisgæslu á Bessastöðum og raunveruleikaþáttinn sem aldrei varð. Þá leiddi hún okkur í skoðunarferð um íbúð sína og það fyrsta sem greip augað voru listaverkin sem héngu upp um alla veggi. Flestar myndirnar gerði Ásdís Rán sjálf, hún viðurkennir að hún hafi „listræna tendensa“, en ekki allar. Verk sem hangir á gangi íbúðarinnar vekur athygli. Myndin er eins og úr teiknimyndasögu, sýnir ljóshærða, spengilega konu í efnislitlum búningi, og fyrir framan hana mara karlkyns fígúrur í hálfu kafi. „Þessa fékk ég í afmælisgjöf fyrir mörgum árum síðan. Þetta á að vera ég hérna og þetta eru karlmennirnir í mínu lífi. Þannig að þið kannski skiljið af hverju karlmenn eru hræddir við mig. Þetta var túlkun hjá einum fyrrverandi sem gaf mér myndina,“ segir Ásdís Rán. Innt eftir því hvort þau hafi enn verið í sambandi þegar hún fékk myndina að gjöf segir hún svo ekki vera. „Við vorum hætt saman,“ segir hún kímin. Þá minnir hana að sami fyrrverandi hafi gefið henni forláta kaffibolla sem spyrill dreypti á kaffi sínu úr; fíngerður með gyllingu og áletruninni „BITCH“ í hástöfum. Innslagið má horfa á í heild í spilaranum fyrir neðan. Skoðunarferðin um íbúðina hefst um það bil á mínútu 8:50.
Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Myndlist Morgunkaffi í Íslandi í dag Tengdar fréttir „Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37 „Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. 26. apríl 2024 10:57 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37
„Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. 26. apríl 2024 10:57
Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47