Sagan á bak við djarft listaverk Ásdísar Ránar Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2024 10:00 Ásdís Rán virðir fyrir sér myndina sem hangir á gangi íbúðar hennar. Stöð 2 Heimili Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur forsetaframbjóðanda er hlaðið listaverkum eftir hana sjálfa. Myndirnar sem prýða veggina eru þó ekki allar úr smiðju Ísdrottningarinnar; eitt tiltekið verk fékk hún að gjöf úr áhugaverðri átt. Við fórum í morgunkaffi til Ásdísar Ránar í Íslandi í dag nú í vikunni. Þar ræddi hún meðal annars forsetaframboð sitt, fegurðina, öryggisgæslu á Bessastöðum og raunveruleikaþáttinn sem aldrei varð. Þá leiddi hún okkur í skoðunarferð um íbúð sína og það fyrsta sem greip augað voru listaverkin sem héngu upp um alla veggi. Flestar myndirnar gerði Ásdís Rán sjálf, hún viðurkennir að hún hafi „listræna tendensa“, en ekki allar. Verk sem hangir á gangi íbúðarinnar vekur athygli. Myndin er eins og úr teiknimyndasögu, sýnir ljóshærða, spengilega konu í efnislitlum búningi, og fyrir framan hana mara karlkyns fígúrur í hálfu kafi. „Þessa fékk ég í afmælisgjöf fyrir mörgum árum síðan. Þetta á að vera ég hérna og þetta eru karlmennirnir í mínu lífi. Þannig að þið kannski skiljið af hverju karlmenn eru hræddir við mig. Þetta var túlkun hjá einum fyrrverandi sem gaf mér myndina,“ segir Ásdís Rán. Innt eftir því hvort þau hafi enn verið í sambandi þegar hún fékk myndina að gjöf segir hún svo ekki vera. „Við vorum hætt saman,“ segir hún kímin. Þá minnir hana að sami fyrrverandi hafi gefið henni forláta kaffibolla sem spyrill dreypti á kaffi sínu úr; fíngerður með gyllingu og áletruninni „BITCH“ í hástöfum. Innslagið má horfa á í heild í spilaranum fyrir neðan. Skoðunarferðin um íbúðina hefst um það bil á mínútu 8:50. Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Myndlist Morgunkaffi í Íslandi í dag Tengdar fréttir „Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37 „Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. 26. apríl 2024 10:57 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Við fórum í morgunkaffi til Ásdísar Ránar í Íslandi í dag nú í vikunni. Þar ræddi hún meðal annars forsetaframboð sitt, fegurðina, öryggisgæslu á Bessastöðum og raunveruleikaþáttinn sem aldrei varð. Þá leiddi hún okkur í skoðunarferð um íbúð sína og það fyrsta sem greip augað voru listaverkin sem héngu upp um alla veggi. Flestar myndirnar gerði Ásdís Rán sjálf, hún viðurkennir að hún hafi „listræna tendensa“, en ekki allar. Verk sem hangir á gangi íbúðarinnar vekur athygli. Myndin er eins og úr teiknimyndasögu, sýnir ljóshærða, spengilega konu í efnislitlum búningi, og fyrir framan hana mara karlkyns fígúrur í hálfu kafi. „Þessa fékk ég í afmælisgjöf fyrir mörgum árum síðan. Þetta á að vera ég hérna og þetta eru karlmennirnir í mínu lífi. Þannig að þið kannski skiljið af hverju karlmenn eru hræddir við mig. Þetta var túlkun hjá einum fyrrverandi sem gaf mér myndina,“ segir Ásdís Rán. Innt eftir því hvort þau hafi enn verið í sambandi þegar hún fékk myndina að gjöf segir hún svo ekki vera. „Við vorum hætt saman,“ segir hún kímin. Þá minnir hana að sami fyrrverandi hafi gefið henni forláta kaffibolla sem spyrill dreypti á kaffi sínu úr; fíngerður með gyllingu og áletruninni „BITCH“ í hástöfum. Innslagið má horfa á í heild í spilaranum fyrir neðan. Skoðunarferðin um íbúðina hefst um það bil á mínútu 8:50.
Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Myndlist Morgunkaffi í Íslandi í dag Tengdar fréttir „Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37 „Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. 26. apríl 2024 10:57 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
„Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37
„Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. 26. apríl 2024 10:57
Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47