Yrði gagnkynhneigður maður spurður sömu spurningar? Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2024 12:08 Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78, og Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi. Vísir/Vilhelm Formaður Samtakanna '78 segir það áhyggjuefni þegar reynt er að nota kynhneigð forsetaframbjóðanda til að gera hann tortryggilegan. Baldur Þórhallsson var spurður í viðtali í vikunni hvort mynd af honum á stað sem sagður er vera kynlífsklúbbur geti skaðað ímynd forsetaembættisins. Í viðtali hjá Stefáni Einari Stefánssyni, hlaðvarpsstjórnanda Spursmála á Morgunblaðinu í vikunni, var Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi fenginn til að svara fyrir mynd sem tekin var af honum á skemmtistað í París sem sagður er vera kynlífsklúbbur. Baldur kvaðst ekki muna eftir því að hafa farið á klúbbinn og benti á að ekkert væri að myndinni. Í kjölfar þáttarins gaf stjórn Samtakanna '78 frá sér yfirlýsingu þar sem spurningin og neikvæð umræða um kynhneigð Baldurs, sem er samkynhneigður, var gagnrýnd. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, segir umræðu um kynhneigð Baldurs ekki vera slæma en það sé alls ekki gott þegar reynt er að gera hann tortryggilegan frambjóðanda vegna hennar. „Í það minnsta hef ég ekki orðið vör við það að aðrir forsetaframbjóðendur séu spurðir að því og krafnir skýringa á því af hverju þeir hafa verið á einhverjum skemmtistöðum. Eina ástæðan fyrir því að hann er spurður um þetta er af því þetta er hommaskemmtistaður fyrir homma,“ segir Bjarndís. Hún segir að á þeim árum sem Samtökin '78 hafa verið starfrækt hafi íslenskt samfélag tekið stakkaskiptum þegar kemur að viðhorfi gagnvart samkynhneigðu fólki. „Maður vill trúa því að þessi framför hafi náð djúpt inn í þjóðarsálina og það er leiðinlegt að sjá það að þegar það kemur að umræðu eins og þessari, að það séu einstaklingar sem eru til í að stökkva til og tjá sig með rætnum og leiðinlegum hætti, til dæmis í kommentakerfum, sem gerðist í kjölfari á þessu viðtali og í rauninni fyrir þann tíma,“ segir Bjarndís. Samtökin fagni því þegar hinsegin fólk láti af sér bera í samfélaginu. „Það er gott að hafa í huga ákveðna þumalputtareglu að velta því fyrir sér hvort þetta séu sæmandi spurningar til að spyrja gagnkynhneigða manneskju. Ég held að það sé góður staður til að byrja á. Velta því fyrir sér hvort spurningarnar séu til að gera manneskjuna tortryggilega fyrir sakir kynhneigðar sinnar,“ segir Bjarndís. Hinsegin Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Í viðtali hjá Stefáni Einari Stefánssyni, hlaðvarpsstjórnanda Spursmála á Morgunblaðinu í vikunni, var Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi fenginn til að svara fyrir mynd sem tekin var af honum á skemmtistað í París sem sagður er vera kynlífsklúbbur. Baldur kvaðst ekki muna eftir því að hafa farið á klúbbinn og benti á að ekkert væri að myndinni. Í kjölfar þáttarins gaf stjórn Samtakanna '78 frá sér yfirlýsingu þar sem spurningin og neikvæð umræða um kynhneigð Baldurs, sem er samkynhneigður, var gagnrýnd. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, segir umræðu um kynhneigð Baldurs ekki vera slæma en það sé alls ekki gott þegar reynt er að gera hann tortryggilegan frambjóðanda vegna hennar. „Í það minnsta hef ég ekki orðið vör við það að aðrir forsetaframbjóðendur séu spurðir að því og krafnir skýringa á því af hverju þeir hafa verið á einhverjum skemmtistöðum. Eina ástæðan fyrir því að hann er spurður um þetta er af því þetta er hommaskemmtistaður fyrir homma,“ segir Bjarndís. Hún segir að á þeim árum sem Samtökin '78 hafa verið starfrækt hafi íslenskt samfélag tekið stakkaskiptum þegar kemur að viðhorfi gagnvart samkynhneigðu fólki. „Maður vill trúa því að þessi framför hafi náð djúpt inn í þjóðarsálina og það er leiðinlegt að sjá það að þegar það kemur að umræðu eins og þessari, að það séu einstaklingar sem eru til í að stökkva til og tjá sig með rætnum og leiðinlegum hætti, til dæmis í kommentakerfum, sem gerðist í kjölfari á þessu viðtali og í rauninni fyrir þann tíma,“ segir Bjarndís. Samtökin fagni því þegar hinsegin fólk láti af sér bera í samfélaginu. „Það er gott að hafa í huga ákveðna þumalputtareglu að velta því fyrir sér hvort þetta séu sæmandi spurningar til að spyrja gagnkynhneigða manneskju. Ég held að það sé góður staður til að byrja á. Velta því fyrir sér hvort spurningarnar séu til að gera manneskjuna tortryggilega fyrir sakir kynhneigðar sinnar,“ segir Bjarndís.
Hinsegin Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira