Frumkvöðlar koma saman í Kolaportinu Árni Sæberg skrifar 2. maí 2024 11:02 Frá hátíðinni í fyrra. Iceland innovation week Aðaldagskrá Iceland Innovation Week var birt í morgun. Þátttakendur frá meðal annars Google, Microsoft, Snapchat, NATO Innovation Fund og UN World Food Programme eru væntanlegir til landsins á hátíðina, sem fer fram dagana 13-17. maí. Í fréttatilkynningu segir að nýsköpunar- og frumkvöðlahátíðin fari fram í fimmta sinn eftir að hafa verið sett á laggirnar af þeim Eddu Konráðsdóttur og Melkorku Sigríði Magnúsdóttur árið 2020. Hátíðin sé markaðsgluggi íslenskrar nýsköpunar en frumkvöðlum, stofnunum og fyrirtækjum gefist kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum og kynna starfsemi sína. Í ár fari aðaldagskrá hátíðarinnar fram 15-16. maí í Kolaportinu en búist sé við yfir þúsund gestum á viðburðinn. Hliðarviðburðir verði gegnumgangandi í vikunni opnir öllum. Sprotafyrirtæki hafi fengið aukna fjárfestingu í kjölfar hátíðarinnar „Dagskránni í ár er ætlað að draga fram íslenskar áherslur í nýsköpun. Erindi og pallborðsumræður leggja áherslu á heilsutækni, grænar lausnir, fjárfestingar og leikjaiðnaðinn. Við erum ótrúlega spennt að bjóða fyrirlesara frá stærstu tæknifyrirtækjunum í Silicon Valley velkomna ásamt þekktum frumkvöðlum frá heitustu sprotafyrirtækjunum heims. Fulltrúar frá fjölmörgum erlendum fjárfestasjóðum eru einnig væntanlegir til landsins en við sjáum skýra aukningu í sprotafyrirtækjum sem hafa verið að fá erlenda fjárfestingu í kjölfar hátíðarinnar,“ er haft eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur, listrænum stjórnanda Iceland Innovation Week. Sjálfbærnivottanir, kynlíf og svefn og glæpagengi í Mexíkó Dagskráin í heild sinni hafi verið kynnt í morgun en tæplega sjötíu þátttakendur úr sprota og frumkvöðlaheiminum stígi á stokk. Meðal þátttakenda verði Nille Skaltz stofnandi B-Corp sem standi á bakvið bestu sjálfbærnivottanir heims. Anna Lee stofnandi sprotafyrirtækisins Lioness og Erla Björns svefnfræðingur muni ræða áhrif kynlífs og svefns á kvenheilsu. Rafael Barroso, englafjárfestir, muni segja ótrúlega sögu frá því þegar hann flúði glæpagengi í Mexíkó og vann sig upp í stjórnunarstöðu hjá Apple. Þá muni Víðir Reynisson frá Almannavörnum taka þátt í pallborðsumræðum ásamt fulltrúum frá HS Orku og Friðriki Guðjónsyni, frumkvöðli. Þar verði rætt hvernig hægt sé að nýta sama hugarfarið í starfi sem viðbragðsaðili annars vegar og stofnandi sprotafyrirtækis hins vegar. Dagskráin er aðgengileg í heild sinni á heimasíðu hátíðarinnar. Þar er jafnframt hægt að kaupa passa á dagskránna í Kolaportinu. Auk þess fer líkt og áður segir fjöldi hliðarviðburða fram alla vikuna. Þeir eru haldnir í samstarfi við samstarfsaðila hátíðarinnar og frítt er inn á þá. Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að nýsköpunar- og frumkvöðlahátíðin fari fram í fimmta sinn eftir að hafa verið sett á laggirnar af þeim Eddu Konráðsdóttur og Melkorku Sigríði Magnúsdóttur árið 2020. Hátíðin sé markaðsgluggi íslenskrar nýsköpunar en frumkvöðlum, stofnunum og fyrirtækjum gefist kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum og kynna starfsemi sína. Í ár fari aðaldagskrá hátíðarinnar fram 15-16. maí í Kolaportinu en búist sé við yfir þúsund gestum á viðburðinn. Hliðarviðburðir verði gegnumgangandi í vikunni opnir öllum. Sprotafyrirtæki hafi fengið aukna fjárfestingu í kjölfar hátíðarinnar „Dagskránni í ár er ætlað að draga fram íslenskar áherslur í nýsköpun. Erindi og pallborðsumræður leggja áherslu á heilsutækni, grænar lausnir, fjárfestingar og leikjaiðnaðinn. Við erum ótrúlega spennt að bjóða fyrirlesara frá stærstu tæknifyrirtækjunum í Silicon Valley velkomna ásamt þekktum frumkvöðlum frá heitustu sprotafyrirtækjunum heims. Fulltrúar frá fjölmörgum erlendum fjárfestasjóðum eru einnig væntanlegir til landsins en við sjáum skýra aukningu í sprotafyrirtækjum sem hafa verið að fá erlenda fjárfestingu í kjölfar hátíðarinnar,“ er haft eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur, listrænum stjórnanda Iceland Innovation Week. Sjálfbærnivottanir, kynlíf og svefn og glæpagengi í Mexíkó Dagskráin í heild sinni hafi verið kynnt í morgun en tæplega sjötíu þátttakendur úr sprota og frumkvöðlaheiminum stígi á stokk. Meðal þátttakenda verði Nille Skaltz stofnandi B-Corp sem standi á bakvið bestu sjálfbærnivottanir heims. Anna Lee stofnandi sprotafyrirtækisins Lioness og Erla Björns svefnfræðingur muni ræða áhrif kynlífs og svefns á kvenheilsu. Rafael Barroso, englafjárfestir, muni segja ótrúlega sögu frá því þegar hann flúði glæpagengi í Mexíkó og vann sig upp í stjórnunarstöðu hjá Apple. Þá muni Víðir Reynisson frá Almannavörnum taka þátt í pallborðsumræðum ásamt fulltrúum frá HS Orku og Friðriki Guðjónsyni, frumkvöðli. Þar verði rætt hvernig hægt sé að nýta sama hugarfarið í starfi sem viðbragðsaðili annars vegar og stofnandi sprotafyrirtækis hins vegar. Dagskráin er aðgengileg í heild sinni á heimasíðu hátíðarinnar. Þar er jafnframt hægt að kaupa passa á dagskránna í Kolaportinu. Auk þess fer líkt og áður segir fjöldi hliðarviðburða fram alla vikuna. Þeir eru haldnir í samstarfi við samstarfsaðila hátíðarinnar og frítt er inn á þá.
Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira